Reykjavíkurdætur í sama flokki og Megas, Bubbi og Björk Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2016 14:28 Gísli Marteinn Baldursson, stjórnandi Vikunnar, segir atriði Reykjavíkurdætra í þætti sínum skipa sér í sveit með öðrum ögrandi listamönnum og að saga okkar væri fátækari „hefðu ekki sambærileg atriði ekki fengið að sjást.“ Fátt hefur vakið meiri athygli undanfarna daga en útganga Ágústu Evu Erlendsdóttur úr Vikunni á föstudagskvöld. Eins og greint hefur verið frá var það undir atriði sem rappsveitin Reykjavíkurdætur flutti og framdi. Ágústa Eva hefur tjáð sig um málið, sagt að sér hafi ofboðið atriðið, sér hafi liðið eins og sér hafi verið nauðgað, hún hafi ekki verið ráðin til að taka þátt í lágkúru sem þessari.Sjá einnig: Ágreiningur um útgöngu Ágústu Evu „Það var auðvitað alveg sjálfsagt hjá Ágústu Evu að ganga út ef henni leið illa undir stuðandi atriði Reykjavíkurdætra. Útgangan sjálf er kannski líka stuðandi gjörningur?,“ spyr Gísli Marteinn á Facebook í dag. Hann bætir við að atriði rappsveitarinnar sé hinsvegar „ágætur fulltrúi í langri sögu umdeildra tónlistaratriða á Rúv, þar sem ýmsir betri borgarar hafa móðgast ofan í tær,“ eins og hann orðar það. Tiltekur hann í því samhengi nokkur dæmi úr sögu sjónvarpsins; þegar útvarpsráð ákvað að sýna ekki þáttinn „Það eru komnir gestir“ árið 1975 vegna „argasta guðlasts“ Megasar, „Poppstjarna Bubba sem gaf áhorfendum fokkmerki 1981, Kuklið þar sem Björk var með óléttubumbu út í loftið 1986. Nær okkur í tíma hafa Mínus, Rottweilerhundar og hið stórkostlega listaverk Silvía Nótt hneykslað - hvert á sinn hátt,“ segir Gísli.Sjá einnig: Ágústa Eva: „Aldrei skammast mín jafn mikið og nú“ „Rétt eins og Ágústa Eva hefur fólk auðvitað fullan rétt á að hneykslast, en mikið væri saga okkar fátækari ef þessi hneykslanlegu atriði hefðu ekki fengið að sjást.“ Það var auðvitað alveg sjálfsagt hjá Ágústu Evu að ganga út ef henni leið illa undir stuðandi atriði Reykjavíkurdætra. Ú...Posted by Gisli Marteinn Baldursson on Sunday, 28 February 2016 Tengdar fréttir Ágústa Eva: Leitaði uppi kannabisræktanir með fíknó Ágústa Eva segir frá vöktunum með fíkniefnadeild lögreglunnar. Hún segir samkeppnina í leikhúsunum mikla og að stundum verði baknag. Hún ræðir breytingar á einkalífi sínu og af hverju hún sagði upp í Þjóðleikhúsinu. 27. febrúar 2016 07:30 Ágústu Evu ofbauð framkoma Reykjavíkurdætra Leikkonan yfirgaf Vikuna með Gísla Marteini á undan öðrum gestum þáttarins. 26. febrúar 2016 23:35 Ágústa Eva fær að kenna á Kylfunni „Þessi setning „hvað ef karlar gerðu þetta“ eru ekki rök, heldur fáviska.“ 27. febrúar 2016 15:16 Ágústa Eva: „Aldrei skammast mín jafn mikið og nú“ Sjáðu atriðið sem allir eru að tala um. 27. febrúar 2016 09:57 Ágreiningur um útgöngu Ágústu Evu Meðan margir telja Ágústu Evu hafa rétt lágmenningu maklega fingurinn telja margir Silvíu Nótt ekki trúverðuga í slíkri gagnrýni. 27. febrúar 2016 13:45 Mest lesið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina Lífið samstarf Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson, stjórnandi Vikunnar, segir atriði Reykjavíkurdætra í þætti sínum skipa sér í sveit með öðrum ögrandi listamönnum og að saga okkar væri fátækari „hefðu ekki sambærileg atriði ekki fengið að sjást.“ Fátt hefur vakið meiri athygli undanfarna daga en útganga Ágústu Evu Erlendsdóttur úr Vikunni á föstudagskvöld. Eins og greint hefur verið frá var það undir atriði sem rappsveitin Reykjavíkurdætur flutti og framdi. Ágústa Eva hefur tjáð sig um málið, sagt að sér hafi ofboðið atriðið, sér hafi liðið eins og sér hafi verið nauðgað, hún hafi ekki verið ráðin til að taka þátt í lágkúru sem þessari.Sjá einnig: Ágreiningur um útgöngu Ágústu Evu „Það var auðvitað alveg sjálfsagt hjá Ágústu Evu að ganga út ef henni leið illa undir stuðandi atriði Reykjavíkurdætra. Útgangan sjálf er kannski líka stuðandi gjörningur?,“ spyr Gísli Marteinn á Facebook í dag. Hann bætir við að atriði rappsveitarinnar sé hinsvegar „ágætur fulltrúi í langri sögu umdeildra tónlistaratriða á Rúv, þar sem ýmsir betri borgarar hafa móðgast ofan í tær,“ eins og hann orðar það. Tiltekur hann í því samhengi nokkur dæmi úr sögu sjónvarpsins; þegar útvarpsráð ákvað að sýna ekki þáttinn „Það eru komnir gestir“ árið 1975 vegna „argasta guðlasts“ Megasar, „Poppstjarna Bubba sem gaf áhorfendum fokkmerki 1981, Kuklið þar sem Björk var með óléttubumbu út í loftið 1986. Nær okkur í tíma hafa Mínus, Rottweilerhundar og hið stórkostlega listaverk Silvía Nótt hneykslað - hvert á sinn hátt,“ segir Gísli.Sjá einnig: Ágústa Eva: „Aldrei skammast mín jafn mikið og nú“ „Rétt eins og Ágústa Eva hefur fólk auðvitað fullan rétt á að hneykslast, en mikið væri saga okkar fátækari ef þessi hneykslanlegu atriði hefðu ekki fengið að sjást.“ Það var auðvitað alveg sjálfsagt hjá Ágústu Evu að ganga út ef henni leið illa undir stuðandi atriði Reykjavíkurdætra. Ú...Posted by Gisli Marteinn Baldursson on Sunday, 28 February 2016
Tengdar fréttir Ágústa Eva: Leitaði uppi kannabisræktanir með fíknó Ágústa Eva segir frá vöktunum með fíkniefnadeild lögreglunnar. Hún segir samkeppnina í leikhúsunum mikla og að stundum verði baknag. Hún ræðir breytingar á einkalífi sínu og af hverju hún sagði upp í Þjóðleikhúsinu. 27. febrúar 2016 07:30 Ágústu Evu ofbauð framkoma Reykjavíkurdætra Leikkonan yfirgaf Vikuna með Gísla Marteini á undan öðrum gestum þáttarins. 26. febrúar 2016 23:35 Ágústa Eva fær að kenna á Kylfunni „Þessi setning „hvað ef karlar gerðu þetta“ eru ekki rök, heldur fáviska.“ 27. febrúar 2016 15:16 Ágústa Eva: „Aldrei skammast mín jafn mikið og nú“ Sjáðu atriðið sem allir eru að tala um. 27. febrúar 2016 09:57 Ágreiningur um útgöngu Ágústu Evu Meðan margir telja Ágústu Evu hafa rétt lágmenningu maklega fingurinn telja margir Silvíu Nótt ekki trúverðuga í slíkri gagnrýni. 27. febrúar 2016 13:45 Mest lesið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina Lífið samstarf Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Ágústa Eva: Leitaði uppi kannabisræktanir með fíknó Ágústa Eva segir frá vöktunum með fíkniefnadeild lögreglunnar. Hún segir samkeppnina í leikhúsunum mikla og að stundum verði baknag. Hún ræðir breytingar á einkalífi sínu og af hverju hún sagði upp í Þjóðleikhúsinu. 27. febrúar 2016 07:30
Ágústu Evu ofbauð framkoma Reykjavíkurdætra Leikkonan yfirgaf Vikuna með Gísla Marteini á undan öðrum gestum þáttarins. 26. febrúar 2016 23:35
Ágústa Eva fær að kenna á Kylfunni „Þessi setning „hvað ef karlar gerðu þetta“ eru ekki rök, heldur fáviska.“ 27. febrúar 2016 15:16
Ágústa Eva: „Aldrei skammast mín jafn mikið og nú“ Sjáðu atriðið sem allir eru að tala um. 27. febrúar 2016 09:57
Ágreiningur um útgöngu Ágústu Evu Meðan margir telja Ágústu Evu hafa rétt lágmenningu maklega fingurinn telja margir Silvíu Nótt ekki trúverðuga í slíkri gagnrýni. 27. febrúar 2016 13:45