Fótbolti

Dortmund náði að snúa leiknum sér í hag á lokamínútunum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Leikmenn Dortmund fögnuðu marki Ramos af innlifun fyrir framan stuðningsmennina.
Leikmenn Dortmund fögnuðu marki Ramos af innlifun fyrir framan stuðningsmennina. Vísir/getty
Þrjú mörk á síðustu tíu mínútum leiksins tryggðu Dortmund mikilvæg stig í 3-1 sigri á Hoffenheim í þýsku deildinni í fótbolta í dag en með sigrinum minnkaði Dortmund bilið í átta stig á Bayern Munchen.

Eftir sigur Bayern Munchen í gær var Dortmund ellefu stigum á eftir þýsku meisturunum og mátti liðið ekki við því að misstíga sig.

Hoffenheim sem er í fallsæti komst óvænt yfir á heimavelli Dortmund í dag og leiddi allt þar til tíu mínútur voru eftir af leiknum.

Þá tókst Henrikh Mkhitaryan að brjóta ísinn og aðeins fimm mínútum síðar bætti Adrian Ramos við öðru marki Dortmund og kom heimamönnum yfir.

Pierre-Emerick Aubameyang gerði síðan út um leikinn á 90. mínútu og tryggði stigin þrjú fyrir Dortmund sem er með 15 stiga forskot á næsta lið í deildinni.

Þá komst Mainz upp fyrir Bayer Leverkusen með 3-1 sigri í leik liðanna á heimavelli Mainz í dag. Var þetta annar tapleikurinn í röð hjá Bayer Leverkusen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×