Nóg gert fyrir flugfélögin? „Ég þekki engan í ferðamálum á Íslandi“ Bjarki Ármannsson skrifar 29. febrúar 2016 15:35 Deilt var um það við pallborðsumræður um hlutdeild flugfélaga í velgengni ferðamannaiðnaðarins á Íslandi í dag hvort ferðamálafélög á Íslandi hefðu gert nóg til þess að aðstoða flugfélög sem flytja ferðamenn hingað til lands. Vísir/Vilhelm Deilt var um það við pallborðsumræður um hlutdeild flugfélaga í velgengni ferðamannaiðnaðarins á Íslandi í dag hvort ferðamálafélög á Íslandi hefðu gert nóg til þess að aðstoða flugfélög sem flytja ferðamenn hingað til lands. Fór svo að Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, tók til máls úr sal til að andmæla því sem fulltrúar flugfélaganna höfðu sagt um málefnið. Umræðurnar voru hluti af ráðstefnunni Iceland Tourism Investment sem fram fer í Hörpu í dag og á morgun. Til máls tóku þau Ali Gayward frá EasyJet, Christine Kennedy frá Delta, Daníel Snæbjörnsson frá WOW og Guðmundur Óskarsson frá Icelandair. Ali Gayward sagði að Ísland hefði í fyrstu verið erfitt að markaðssetja, ekki síst vegna þess að ferðamálafélög á borð við Íslandsstofu hefðu ekki greitt götu EasyJet nægilega vel.Sjá einnig: Isavia spáir 470.000 fleiri ferðamönnumFulltrúi EasyJet sagði að ferðamálafélög á borð við Íslandsstofu hefðu ekki greitt götu EasyJet nægilega vel á fyrstu árum hér á landi.Vísir/Pjetur„Við þekkjum viðskiptavini okkar mjög vel og við vitum hvernig er best að kynna eitthvað fyrir þeim,“ sagði Gayward. „Við viljum að ferðamálafélög vinni með okkur á þann hátt sem við vitum að virkar best. Ég viðurkenni að þó við eigum í frábærum samskiptum við flugvöllinn, þá hefur Ísland reynst okkur þrautin þyngri þegar kemur að markaðssetningu. Við höfum í raun náð að vaxa og dafna hér á landi þrátt fyrir stuðning ferðamálafélaga.“ Hún bar þá stuðning á Íslandi saman við stuðning í Svartfjallalandi, þangað sem EasyJet mun hefja flug í næsta mánuði. Ríkisstjórn Svartfellinga sagði Gayward hafa sýnt mun meiri áhuga og stuðning en aðilar á Íslandi, hjálpað til við markaðssetningu og sýnt sveigjanleika í rukkun flugvallagjalda. Christine Kennedy tók í sama streng. „Á meðan ég hef unnið mjög náið með fólki á flugvellinum, þá þekki ég engan í ferðamálum á Íslandi,“ sagði hún. „Og það er mjög óvenjulegt fyrir mig. Þannig að þarna er hlekkur sem vantar.“Sjá einnig: Flug í boði 25 félaga - voru átta fyrir áratugFrá pallborðsumræðunum í Hörpu í dag.Vísir/BjarkiDaníel Snæbjörnsson sagðist þá ekki heldur hafa hitt neinn sem starfar í ferðamálum á Íslandi „face-to-face“ og auglýsti í gríni eftir slíkum fulltrúa í salnum.„Hvar í heiminum fjölgar ferðamönnum hraðar en hér?“ Slíkur fulltrúi steig fram eftir að máli þátttakenda í umræðunum lauk, en Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, greip þá orðið og gerði athugasemdir við það sem þátttakendurnir höfðu sagt um stuðning frá ferðamálafélögum.Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu.Vísir/Pjetur„Ég virðist vera týnda manneskjan í þessum sal, því ég er framkvæmdastjóri Íslandsstofu,“ sagði Jón og uppskar hlátur úr salnum. „Við höfum átt í viðræðum við flugfélögin í áraraðir, um hvort Ísland eigi að fjárfesta í að hjálpa þeim að skjóta rótum. Við ákváðum að fjárfesta í áfangastaðnum okkar, ekki í rótum flugfélaga. Gera Ísland að frábærum stað til að heimsækja og þannig væri arðbært fyrir flugfélögin að koma og stunda viðskipti hér.“ Hann benti á að rúmlega 25 flugfélög fljúgi nú til Íslands og að sjóðir Íslandsstofu hefðu fljótt tæmst ef styrkja hefði átt þau öll fjárhagslega á fyrstu árum þeirra hér á landi. Íslandsstofa hefði þó unnið náið með flugfélögunum síðustu ár og meðal annars hjálpað til að kynna starfsemi EasyJet fyrir fjölmiðlum hérlendis. „Ég lít svo á að við eigum í mjög góðu og nánu sambandi við flugfélögin,“ sagði Jón að lokum. „Og skoðið það bara, hvar í heiminum fjölgar ferðamönnum hraðar en hér? Mér finnst það segja talsvert um nálgun okkar.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn sækja í einkabílaleigu Algengt er að fólk hafi 300.000 - 800.000 króna tekjur yfir sumarið við lán á bíl sínum. 22. febrúar 2016 11:27 Isavia spáir 470.000 fleiri ferðamönnum Tveggja mánaða gömul farþegaspá hefur verið uppfærð. Spáð er 37% aukningu. 29. febrúar 2016 06:00 EasyJet stundvísasta flugfélagið í janúar WOW air var aðeins á réttum tíma við lendingar í rúmlega 50% tilvika í janúar. 8. febrúar 2016 09:05 Fjöldi flugvéla nýtir meðvindinn yfir landinu til að komast til Norður-Ameríku "Þær koma hérna á 64. breiddargráðu beint yfir Ísland.“ 13. febrúar 2016 18:08 WOW air tvöfaldar sætaframboð sitt WOW air mun á þessu ári bæta við sig tveimur nýjum vélum af gerðinni Airbus A321, árgerð 2016, og verða þær afhentar félaginu í maí og júní. 16. febrúar 2016 10:28 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Deilt var um það við pallborðsumræður um hlutdeild flugfélaga í velgengni ferðamannaiðnaðarins á Íslandi í dag hvort ferðamálafélög á Íslandi hefðu gert nóg til þess að aðstoða flugfélög sem flytja ferðamenn hingað til lands. Fór svo að Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, tók til máls úr sal til að andmæla því sem fulltrúar flugfélaganna höfðu sagt um málefnið. Umræðurnar voru hluti af ráðstefnunni Iceland Tourism Investment sem fram fer í Hörpu í dag og á morgun. Til máls tóku þau Ali Gayward frá EasyJet, Christine Kennedy frá Delta, Daníel Snæbjörnsson frá WOW og Guðmundur Óskarsson frá Icelandair. Ali Gayward sagði að Ísland hefði í fyrstu verið erfitt að markaðssetja, ekki síst vegna þess að ferðamálafélög á borð við Íslandsstofu hefðu ekki greitt götu EasyJet nægilega vel.Sjá einnig: Isavia spáir 470.000 fleiri ferðamönnumFulltrúi EasyJet sagði að ferðamálafélög á borð við Íslandsstofu hefðu ekki greitt götu EasyJet nægilega vel á fyrstu árum hér á landi.Vísir/Pjetur„Við þekkjum viðskiptavini okkar mjög vel og við vitum hvernig er best að kynna eitthvað fyrir þeim,“ sagði Gayward. „Við viljum að ferðamálafélög vinni með okkur á þann hátt sem við vitum að virkar best. Ég viðurkenni að þó við eigum í frábærum samskiptum við flugvöllinn, þá hefur Ísland reynst okkur þrautin þyngri þegar kemur að markaðssetningu. Við höfum í raun náð að vaxa og dafna hér á landi þrátt fyrir stuðning ferðamálafélaga.“ Hún bar þá stuðning á Íslandi saman við stuðning í Svartfjallalandi, þangað sem EasyJet mun hefja flug í næsta mánuði. Ríkisstjórn Svartfellinga sagði Gayward hafa sýnt mun meiri áhuga og stuðning en aðilar á Íslandi, hjálpað til við markaðssetningu og sýnt sveigjanleika í rukkun flugvallagjalda. Christine Kennedy tók í sama streng. „Á meðan ég hef unnið mjög náið með fólki á flugvellinum, þá þekki ég engan í ferðamálum á Íslandi,“ sagði hún. „Og það er mjög óvenjulegt fyrir mig. Þannig að þarna er hlekkur sem vantar.“Sjá einnig: Flug í boði 25 félaga - voru átta fyrir áratugFrá pallborðsumræðunum í Hörpu í dag.Vísir/BjarkiDaníel Snæbjörnsson sagðist þá ekki heldur hafa hitt neinn sem starfar í ferðamálum á Íslandi „face-to-face“ og auglýsti í gríni eftir slíkum fulltrúa í salnum.„Hvar í heiminum fjölgar ferðamönnum hraðar en hér?“ Slíkur fulltrúi steig fram eftir að máli þátttakenda í umræðunum lauk, en Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, greip þá orðið og gerði athugasemdir við það sem þátttakendurnir höfðu sagt um stuðning frá ferðamálafélögum.Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu.Vísir/Pjetur„Ég virðist vera týnda manneskjan í þessum sal, því ég er framkvæmdastjóri Íslandsstofu,“ sagði Jón og uppskar hlátur úr salnum. „Við höfum átt í viðræðum við flugfélögin í áraraðir, um hvort Ísland eigi að fjárfesta í að hjálpa þeim að skjóta rótum. Við ákváðum að fjárfesta í áfangastaðnum okkar, ekki í rótum flugfélaga. Gera Ísland að frábærum stað til að heimsækja og þannig væri arðbært fyrir flugfélögin að koma og stunda viðskipti hér.“ Hann benti á að rúmlega 25 flugfélög fljúgi nú til Íslands og að sjóðir Íslandsstofu hefðu fljótt tæmst ef styrkja hefði átt þau öll fjárhagslega á fyrstu árum þeirra hér á landi. Íslandsstofa hefði þó unnið náið með flugfélögunum síðustu ár og meðal annars hjálpað til að kynna starfsemi EasyJet fyrir fjölmiðlum hérlendis. „Ég lít svo á að við eigum í mjög góðu og nánu sambandi við flugfélögin,“ sagði Jón að lokum. „Og skoðið það bara, hvar í heiminum fjölgar ferðamönnum hraðar en hér? Mér finnst það segja talsvert um nálgun okkar.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn sækja í einkabílaleigu Algengt er að fólk hafi 300.000 - 800.000 króna tekjur yfir sumarið við lán á bíl sínum. 22. febrúar 2016 11:27 Isavia spáir 470.000 fleiri ferðamönnum Tveggja mánaða gömul farþegaspá hefur verið uppfærð. Spáð er 37% aukningu. 29. febrúar 2016 06:00 EasyJet stundvísasta flugfélagið í janúar WOW air var aðeins á réttum tíma við lendingar í rúmlega 50% tilvika í janúar. 8. febrúar 2016 09:05 Fjöldi flugvéla nýtir meðvindinn yfir landinu til að komast til Norður-Ameríku "Þær koma hérna á 64. breiddargráðu beint yfir Ísland.“ 13. febrúar 2016 18:08 WOW air tvöfaldar sætaframboð sitt WOW air mun á þessu ári bæta við sig tveimur nýjum vélum af gerðinni Airbus A321, árgerð 2016, og verða þær afhentar félaginu í maí og júní. 16. febrúar 2016 10:28 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Erlendir ferðamenn sækja í einkabílaleigu Algengt er að fólk hafi 300.000 - 800.000 króna tekjur yfir sumarið við lán á bíl sínum. 22. febrúar 2016 11:27
Isavia spáir 470.000 fleiri ferðamönnum Tveggja mánaða gömul farþegaspá hefur verið uppfærð. Spáð er 37% aukningu. 29. febrúar 2016 06:00
EasyJet stundvísasta flugfélagið í janúar WOW air var aðeins á réttum tíma við lendingar í rúmlega 50% tilvika í janúar. 8. febrúar 2016 09:05
Fjöldi flugvéla nýtir meðvindinn yfir landinu til að komast til Norður-Ameríku "Þær koma hérna á 64. breiddargráðu beint yfir Ísland.“ 13. febrúar 2016 18:08
WOW air tvöfaldar sætaframboð sitt WOW air mun á þessu ári bæta við sig tveimur nýjum vélum af gerðinni Airbus A321, árgerð 2016, og verða þær afhentar félaginu í maí og júní. 16. febrúar 2016 10:28