Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. febrúar 2016 16:27 Deilan í álverinu hefur staðið mánuðum saman. Vísir/GVA Rio Tinto Alcan á Íslandi, sem rekur álverið í Straumsvík (ISAL), hefur óskað eftir því við sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu að lagt verði lögbann við þeirri aðgerð aðila á vegum Verkalýðsfélagsins Hlífar að meina yfirmönnum hjá fyrirtækinu að lesta áli um borð í skip til útflutnings. Telur ISAL að tuttugu og fimm yfirmönnum, auk forstjóra, framkvæmdastjóra og stjórnar, sé heimilt að lögum að skipa álinu út. Verkfallsverðir stöðvuðu útskipun um tuttugu yfirmanna í álverinu á áli í Straumsvík á miðvikudagsmorgun í síðustu viku en þá höfðu Rannveig Rist, forstjóri fyrirtækisins og aðrir stjórnendur, lestað um fimm hundruð tonnum af áli um borð í flutningaskip sem hélt svo áleiðis til Rotterdam með aðeins einn tíunda af þeim farmi sem fyrirhugað var að það tæki hér. Verkfall hafnarstarfsmanna álversins hófst á miðvikudaginn í síðustu viku. Er verkfallinu ætlað að koma í veg fyrir að ál frá Straumsvík verði flutt út til viðskiptavina fyrirtækisins.Megi yfirmenn ekki lesta ál til útflutnings hafi það grafalvarlegar afleiðingarÍ tilkynningu frá ISAL segir að fyrirtækið leiti leiða til að standa við skuldbindingar sínar við viðskiptavini enda byggi fyrirtækið tilveri sína á því. Telur fyrirtækið að komi verkfallið í veg fyrir að yfirmenn geti lestað ál um borð í skip til útflutnings hafi það grafalvarlegar afleiðingar fyrir ISAL og svipti fyrirtækið öllum tekjum um ófyrirséðan tíma, enda er verkfallið ótímabundið. Álið frá ISAL er flutt út vikulega og er söluverðmæti hvers farms um það bil einn milljarður króna. Samninganefndir Rio Tinto Alcan og starfsmanna álversins í Straumsvík komu saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag þar sem þess er freistað að leita lausna í deilunni. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Um hvað snýst kjaradeila verkalýðsfélaga starfsmanna í ISAL? Í fyrsta lagi snýst deilan um að samið verði á sömu nótum og samið hefur verið um á íslenskum vinnumarkaði. Í rammasamkomulagi verkalýðsfélaga og atvinnurekenda var samið um 32% hækkun frá 1. maí 2013 til 31. des 2018, með þeirri viðbót sem verið er að greiða atkvæði um þessa dagana. 25. febrúar 2016 07:00 Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31 Óvænt boðað til sáttafundar í álversdeilunni Ríkissáttasemjari hefur kallað deiluaðila í álverinu í Straumsvík til sáttafundar á mánudag. Næsta útskipun ætti að verða á þriðjudag. 27. febrúar 2016 14:54 Lausna leitað í álversdeilunni hjá sáttasemjara í dag Næsta skip væntanlegt til Straumsvíkur í dag. 29. febrúar 2016 11:25 Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum. 25. febrúar 2016 07:58 Verkfall hófst á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins. 24. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Rio Tinto Alcan á Íslandi, sem rekur álverið í Straumsvík (ISAL), hefur óskað eftir því við sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu að lagt verði lögbann við þeirri aðgerð aðila á vegum Verkalýðsfélagsins Hlífar að meina yfirmönnum hjá fyrirtækinu að lesta áli um borð í skip til útflutnings. Telur ISAL að tuttugu og fimm yfirmönnum, auk forstjóra, framkvæmdastjóra og stjórnar, sé heimilt að lögum að skipa álinu út. Verkfallsverðir stöðvuðu útskipun um tuttugu yfirmanna í álverinu á áli í Straumsvík á miðvikudagsmorgun í síðustu viku en þá höfðu Rannveig Rist, forstjóri fyrirtækisins og aðrir stjórnendur, lestað um fimm hundruð tonnum af áli um borð í flutningaskip sem hélt svo áleiðis til Rotterdam með aðeins einn tíunda af þeim farmi sem fyrirhugað var að það tæki hér. Verkfall hafnarstarfsmanna álversins hófst á miðvikudaginn í síðustu viku. Er verkfallinu ætlað að koma í veg fyrir að ál frá Straumsvík verði flutt út til viðskiptavina fyrirtækisins.Megi yfirmenn ekki lesta ál til útflutnings hafi það grafalvarlegar afleiðingarÍ tilkynningu frá ISAL segir að fyrirtækið leiti leiða til að standa við skuldbindingar sínar við viðskiptavini enda byggi fyrirtækið tilveri sína á því. Telur fyrirtækið að komi verkfallið í veg fyrir að yfirmenn geti lestað ál um borð í skip til útflutnings hafi það grafalvarlegar afleiðingar fyrir ISAL og svipti fyrirtækið öllum tekjum um ófyrirséðan tíma, enda er verkfallið ótímabundið. Álið frá ISAL er flutt út vikulega og er söluverðmæti hvers farms um það bil einn milljarður króna. Samninganefndir Rio Tinto Alcan og starfsmanna álversins í Straumsvík komu saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag þar sem þess er freistað að leita lausna í deilunni.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Um hvað snýst kjaradeila verkalýðsfélaga starfsmanna í ISAL? Í fyrsta lagi snýst deilan um að samið verði á sömu nótum og samið hefur verið um á íslenskum vinnumarkaði. Í rammasamkomulagi verkalýðsfélaga og atvinnurekenda var samið um 32% hækkun frá 1. maí 2013 til 31. des 2018, með þeirri viðbót sem verið er að greiða atkvæði um þessa dagana. 25. febrúar 2016 07:00 Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31 Óvænt boðað til sáttafundar í álversdeilunni Ríkissáttasemjari hefur kallað deiluaðila í álverinu í Straumsvík til sáttafundar á mánudag. Næsta útskipun ætti að verða á þriðjudag. 27. febrúar 2016 14:54 Lausna leitað í álversdeilunni hjá sáttasemjara í dag Næsta skip væntanlegt til Straumsvíkur í dag. 29. febrúar 2016 11:25 Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum. 25. febrúar 2016 07:58 Verkfall hófst á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins. 24. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Um hvað snýst kjaradeila verkalýðsfélaga starfsmanna í ISAL? Í fyrsta lagi snýst deilan um að samið verði á sömu nótum og samið hefur verið um á íslenskum vinnumarkaði. Í rammasamkomulagi verkalýðsfélaga og atvinnurekenda var samið um 32% hækkun frá 1. maí 2013 til 31. des 2018, með þeirri viðbót sem verið er að greiða atkvæði um þessa dagana. 25. febrúar 2016 07:00
Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31
Óvænt boðað til sáttafundar í álversdeilunni Ríkissáttasemjari hefur kallað deiluaðila í álverinu í Straumsvík til sáttafundar á mánudag. Næsta útskipun ætti að verða á þriðjudag. 27. febrúar 2016 14:54
Lausna leitað í álversdeilunni hjá sáttasemjara í dag Næsta skip væntanlegt til Straumsvíkur í dag. 29. febrúar 2016 11:25
Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum. 25. febrúar 2016 07:58
Verkfall hófst á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins. 24. febrúar 2016 07:00