Tekjur af þjórfé aukast vegna ferðamanna Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. febrúar 2016 14:00 Gestir veitingastaðanna spyrja oft þjónana um reglur varðandi þjórfé. Fréttablaðið/Heiða Tekjur þjóna af þjórfé hafa aukist nokkuð á undanförnu vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins getur upphæð hvers þjóns á góðu kvöldi farið upp í allt að 30 þúsund krónur. Að jafnaði er hún þó talsvert lægri. Aðalsteinn Ragnar Benediktsson, rekstrarstjóri á Snaps, segir að ferðamenn séu margir hverjir ekki vissir um reglurnar og mörgum þyki vissara að láta eitthvað af hendi rakna. „Þótt hér sé það tekið fram að það sé algjör óþarfi að gefa þjórfé, þá eru sumir alveg á því að þegar þeir fá góða þjónustu og eru ánægðir þá vilji þeir gefa eitthvað,“ segir Aðalsteinn Ragnar. Þjónarnir vilji heldur ekki afþakka tvisvar ef gestir eru harðir á því að vilja gefa. Aðalsteinn Ragnar segir að þótt þetta séu ekki stórar upphæðir telji þetta alltaf eitthvað. Stundum gefi fólk allt upp í 10 prósent af reikningi ef það er mjög ánægt. „En oft er þetta klink i afgang,“ segir hann. Hann segir að peningurinn sé alla jafna settur í starfsmannasjóð og svo geri starfsfólkið eitthvað gaman saman fyrir peninginn. Snædís Logadóttir á Kopar tekur undir það að greiðsla þjórfjár sé að færast í aukana vegna aukins túrisma. „Það er mjög algengt að við fáum spurningar um það hver venjan er á Íslandi, hversu mikið þjórfé. Það var ekki eins mikið áður,“ segir Snædís. Hún er sammála Aðalsteini Ragnari um að flestir veitingastaðir nýti þjórfé sameiginlega í gegnum starfsmannasjóði. „Þar sem við erum með stéttarfélag og erum með ágætar tekjur miðað við þjóna á flestum stöðum í heiminum, þá höfum við haft það þannig að setja það í sameiginlegan sjóð og nýta það fyrir alla starfsmenn á staðnum,“ segir hún. Snædís segir það misjafnt hve mikið gestir greiða. Sumir eru mjög örlátir og gefa kannski fimm þúsund krónur á 30 þúsund króna reikning. Aðrir gefa bara svona þúsund kall hér og þar af því að þeir skilja ekki gjaldmiðilinn okkar og eru ekki vissir um það hversu mikið þeir eru að gefa. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Tekjur þjóna af þjórfé hafa aukist nokkuð á undanförnu vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins getur upphæð hvers þjóns á góðu kvöldi farið upp í allt að 30 þúsund krónur. Að jafnaði er hún þó talsvert lægri. Aðalsteinn Ragnar Benediktsson, rekstrarstjóri á Snaps, segir að ferðamenn séu margir hverjir ekki vissir um reglurnar og mörgum þyki vissara að láta eitthvað af hendi rakna. „Þótt hér sé það tekið fram að það sé algjör óþarfi að gefa þjórfé, þá eru sumir alveg á því að þegar þeir fá góða þjónustu og eru ánægðir þá vilji þeir gefa eitthvað,“ segir Aðalsteinn Ragnar. Þjónarnir vilji heldur ekki afþakka tvisvar ef gestir eru harðir á því að vilja gefa. Aðalsteinn Ragnar segir að þótt þetta séu ekki stórar upphæðir telji þetta alltaf eitthvað. Stundum gefi fólk allt upp í 10 prósent af reikningi ef það er mjög ánægt. „En oft er þetta klink i afgang,“ segir hann. Hann segir að peningurinn sé alla jafna settur í starfsmannasjóð og svo geri starfsfólkið eitthvað gaman saman fyrir peninginn. Snædís Logadóttir á Kopar tekur undir það að greiðsla þjórfjár sé að færast í aukana vegna aukins túrisma. „Það er mjög algengt að við fáum spurningar um það hver venjan er á Íslandi, hversu mikið þjórfé. Það var ekki eins mikið áður,“ segir Snædís. Hún er sammála Aðalsteini Ragnari um að flestir veitingastaðir nýti þjórfé sameiginlega í gegnum starfsmannasjóði. „Þar sem við erum með stéttarfélag og erum með ágætar tekjur miðað við þjóna á flestum stöðum í heiminum, þá höfum við haft það þannig að setja það í sameiginlegan sjóð og nýta það fyrir alla starfsmenn á staðnum,“ segir hún. Snædís segir það misjafnt hve mikið gestir greiða. Sumir eru mjög örlátir og gefa kannski fimm þúsund krónur á 30 þúsund króna reikning. Aðrir gefa bara svona þúsund kall hér og þar af því að þeir skilja ekki gjaldmiðilinn okkar og eru ekki vissir um það hversu mikið þeir eru að gefa.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira