Nýtir öll verkfærin sem hún er búin að safna að sér í lífinu Sæunn Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2016 12:00 Margrét er alin upp í ferðamennsku og var farin að vinna sem leiðsögumaður tvítug á Mallorca. Vísir/Anton Brink „Ég er þessi klassíska kona sem á miðjum aldri fattar að nota öll verkfærin sem hún var búin að safna að sér í gegnum lífið og notar til að stofna eigið fyrirtæki,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík, stofnandi Mundo um starf sitt. „Ég er alin upp í ferðamennsku, mamma stofnaði Leiðsögumannafélagið, ég var alltaf í sveit á Húsafelli og var orðin fararstjóri á Mallorca tvítug,“ segir hún. Margrét hefur áratuga reynslu í erlendum samskiptum og er með doktorspróf frá Princenton-háskóla og MBA-gráðu frá HR. Margrét kenndi spænsku í yfir tuttugu ár sem lektor í Háskóla Íslands og dósent í Háskólanum í Reykjavík. Hún stýrði alþjóðasviði HR og var fyrsti forstöðumaður meistaranáms í alþjóðaviðskiptum við HR. „Árið 2011 missti ég vinnuna og stóð á tímamótum og stofnaði Mundo. Mundo fór af stað sem ráðgjafarstofa í alþjóðamálum en jafnframt þá bjó ég til það sem mér fannst sjálfri vanta á íslenskum markaði, nefnilega örugga alþjóðlega reynslu fyrir ungmenni. Það er auðvelt að gefa börnum sínum rætur, en erfiðara að ljá þeim vængi þegar maður veit hvað er margt hættulegt úti í heimi,“ segir Margrét. Hún kom á fót sumarbúðum fyrir unglinga á Spáni þar sem þeir sitja jafnframt leiðtoganámskeið, og einnig skiptinámi í Þýskalandi, Spáni og Bandaríkjunum. „Það vantaði örugga alþjóðlega reynslu fyrir unglinga. Það hefur dregið svo mikið úr tungumálakennslu í framhaldsskólum að ef foreldrar vilja að börnin þeirra kunni einhver tungumál þá er nauðsynlegt að senda unglingana til útlanda,“ segir Margrét. „Síðan hefur þetta undið upp á sig og nú býð ég upp á fjölda pílagrímaferð, gangandi eða hjólandi, eftir Jakobsvegi (Santiago de Compostela) auk stórkostlegra ferða umhverfis Mont Blanc. Þá verða merkar ferðir til Perú og Írans og svo er full flugvél af grunnskólakennurum að fara á agastjórnunarnámskeið í Madríd í lok þessa mánaðar,“ segir Margrét. Hjá Mundo starfa þrír starfsmenn á Íslandi, en svo er Margrét mjög dugleg að úthýsa verkefnum. „Það er ofboðslega mikið af fólki sem vinnur fyrir mig verkefnamiðað, þannig lágmarka ég mína áhættu á meðan ég er að taka flugið.“ Margrét sér fram á að vinna við þetta um komandi ár og er alltaf með nóg af járnum í eldinum. „Það eru að koma inn mjög skemmtilegir hlutir. Mundo er dæmi um það þegar þér tekst að nota allt sem þú ert búinn að gera í gegnum lífið þér til framdráttar og vinnur einungis með styrkleikana þína – þannig að þér finnst þú aldrei vera í vinnunni – bara að leika þér. Í þessum ferðum mínum þá er ég að kenna, vinna með fólki og hreyfa mig. Það er bara öðruvísi útfærsla á því sem ég hef gert áður en í sérlega merkingarbæru umhverfi fyrir mig,“ segir Margrét. Fréttir af flugi Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
„Ég er þessi klassíska kona sem á miðjum aldri fattar að nota öll verkfærin sem hún var búin að safna að sér í gegnum lífið og notar til að stofna eigið fyrirtæki,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík, stofnandi Mundo um starf sitt. „Ég er alin upp í ferðamennsku, mamma stofnaði Leiðsögumannafélagið, ég var alltaf í sveit á Húsafelli og var orðin fararstjóri á Mallorca tvítug,“ segir hún. Margrét hefur áratuga reynslu í erlendum samskiptum og er með doktorspróf frá Princenton-háskóla og MBA-gráðu frá HR. Margrét kenndi spænsku í yfir tuttugu ár sem lektor í Háskóla Íslands og dósent í Háskólanum í Reykjavík. Hún stýrði alþjóðasviði HR og var fyrsti forstöðumaður meistaranáms í alþjóðaviðskiptum við HR. „Árið 2011 missti ég vinnuna og stóð á tímamótum og stofnaði Mundo. Mundo fór af stað sem ráðgjafarstofa í alþjóðamálum en jafnframt þá bjó ég til það sem mér fannst sjálfri vanta á íslenskum markaði, nefnilega örugga alþjóðlega reynslu fyrir ungmenni. Það er auðvelt að gefa börnum sínum rætur, en erfiðara að ljá þeim vængi þegar maður veit hvað er margt hættulegt úti í heimi,“ segir Margrét. Hún kom á fót sumarbúðum fyrir unglinga á Spáni þar sem þeir sitja jafnframt leiðtoganámskeið, og einnig skiptinámi í Þýskalandi, Spáni og Bandaríkjunum. „Það vantaði örugga alþjóðlega reynslu fyrir unglinga. Það hefur dregið svo mikið úr tungumálakennslu í framhaldsskólum að ef foreldrar vilja að börnin þeirra kunni einhver tungumál þá er nauðsynlegt að senda unglingana til útlanda,“ segir Margrét. „Síðan hefur þetta undið upp á sig og nú býð ég upp á fjölda pílagrímaferð, gangandi eða hjólandi, eftir Jakobsvegi (Santiago de Compostela) auk stórkostlegra ferða umhverfis Mont Blanc. Þá verða merkar ferðir til Perú og Írans og svo er full flugvél af grunnskólakennurum að fara á agastjórnunarnámskeið í Madríd í lok þessa mánaðar,“ segir Margrét. Hjá Mundo starfa þrír starfsmenn á Íslandi, en svo er Margrét mjög dugleg að úthýsa verkefnum. „Það er ofboðslega mikið af fólki sem vinnur fyrir mig verkefnamiðað, þannig lágmarka ég mína áhættu á meðan ég er að taka flugið.“ Margrét sér fram á að vinna við þetta um komandi ár og er alltaf með nóg af járnum í eldinum. „Það eru að koma inn mjög skemmtilegir hlutir. Mundo er dæmi um það þegar þér tekst að nota allt sem þú ert búinn að gera í gegnum lífið þér til framdráttar og vinnur einungis með styrkleikana þína – þannig að þér finnst þú aldrei vera í vinnunni – bara að leika þér. Í þessum ferðum mínum þá er ég að kenna, vinna með fólki og hreyfa mig. Það er bara öðruvísi útfærsla á því sem ég hef gert áður en í sérlega merkingarbæru umhverfi fyrir mig,“ segir Margrét.
Fréttir af flugi Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira