Borgunarmál í alvarlegri stöðu Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. febrúar 2016 07:00 Þeir Bjarni Benediktsson og Árni Páll Árnason eru sammála um að Borgunarmálið sé grafalvarlegt. Flokksformennirni tveir hittust á Viðskiptaþingi í gær. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að sú staða sem komin er upp varðandi Landsbankann og Borgunarmálið sé alvarleg. Landsbankinn sé í senn stærsta fjármálafyrirtæki landsins og verðmætasta félag íslenska ríkisins. Í bréfi til Bankasýslunnar vísar Bjarni til upplýsinga og gagna sem birst hafa í fjölmiðlum og benda til þess að það verð sem bankinn fékk fyrir eignarhlut sinn hafi verið mun lægra en eðlilegt getur talist. Forsvarsmenn Borgunar hafa sagt að þeir hafi fyrst fengið upplýsingar um greiðslur til fyrirtækisins vegna kaupa Visa International á Visa Europe hinn 21. desember. Samkvæmt þeim upplýsingum munu greiðslurnar samsvara 6,4 milljörðum króna, auk afkomutengdrar greiðslu sem berst árið 2020. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hefur bent á að af þessum 6,4 milljörðum fari tveir milljarðar til hluthafa Borgunar sem keyptu 31 prósents hlut af Landsbankanum í fyrirtækinu fyrir 2,2 milljarða. Áður hafi sömu hluthafar fengið tæpar 250 milljónir í arðgreiðslur. Þannig að kaupendurnir hafi fengið allt kaupverðið til baka á einu ári.Lárus Blöndal lögmaðurÍ fyrrgreindu bréfi Bjarna til Bankasýslunnar rifjar hann upp að 8. janúar síðastliðinn hafi Bankasýslan birt stöðuskýrslu varðandi fyrirhugaða sölumeðferð á Landsbankanum í samræmi við heimild í fjárlögum. Í skýrslunni komi fram að Bankasýslan stefni að því að setja fram tillögu til ráðherra á fyrsta fjórðungi þessa árs um sölu á allt að 28,2 prósenta hlut í Landsbankanum. „Ákvörðun um næstu skref varðandi sölu eignarhluta í Landsbankanum verður fyrst tekin að fengnum tillögum Bankasýslunnar, en ljóst er að sú ákvörðun mun velta á fjölmörgum atriðum og mati á því hvernig heildarhagsmunum ríkisins er best fyrir komið. Það er mat ráðherra að umræða undanfarinna vikna vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun sé til þess fallin að skaða bankann,“ segir Bjarni í bréfinu. Því sé nauðsynlegt áður en lengra er haldið í því ferli að hvaðeina er máli skiptir og varði sölu Landsbankans á Borgun verði upplýst og málið afgreitt með þeim hætti að traust til bankans og stjórnenda hans verði tryggt. Lárus Blöndal, formaður stjórnar Bankasýslunnar, segist ekki túlka það sem svo að fjármálaráðherra sé að fara fram á það í bréfinu að söluferli Landsbankans verði frestað. „Ég les það nú ekki sem aðalskilaboðin allavega. Aðalskilaboðin eru þau að það þurfi að leysa úr þessu máli sem við erum að vinna í. Og það þarf að gera það með þeim hætti að traust og trúverðugleiki bankans sé heill eftir. En hann er allavega að segja að það sé mikilvæg forsenda fyrir því að hægt sé að halda áfram með ferlið,“ segir Lárus. Borgunarmálið Mest lesið Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að sú staða sem komin er upp varðandi Landsbankann og Borgunarmálið sé alvarleg. Landsbankinn sé í senn stærsta fjármálafyrirtæki landsins og verðmætasta félag íslenska ríkisins. Í bréfi til Bankasýslunnar vísar Bjarni til upplýsinga og gagna sem birst hafa í fjölmiðlum og benda til þess að það verð sem bankinn fékk fyrir eignarhlut sinn hafi verið mun lægra en eðlilegt getur talist. Forsvarsmenn Borgunar hafa sagt að þeir hafi fyrst fengið upplýsingar um greiðslur til fyrirtækisins vegna kaupa Visa International á Visa Europe hinn 21. desember. Samkvæmt þeim upplýsingum munu greiðslurnar samsvara 6,4 milljörðum króna, auk afkomutengdrar greiðslu sem berst árið 2020. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hefur bent á að af þessum 6,4 milljörðum fari tveir milljarðar til hluthafa Borgunar sem keyptu 31 prósents hlut af Landsbankanum í fyrirtækinu fyrir 2,2 milljarða. Áður hafi sömu hluthafar fengið tæpar 250 milljónir í arðgreiðslur. Þannig að kaupendurnir hafi fengið allt kaupverðið til baka á einu ári.Lárus Blöndal lögmaðurÍ fyrrgreindu bréfi Bjarna til Bankasýslunnar rifjar hann upp að 8. janúar síðastliðinn hafi Bankasýslan birt stöðuskýrslu varðandi fyrirhugaða sölumeðferð á Landsbankanum í samræmi við heimild í fjárlögum. Í skýrslunni komi fram að Bankasýslan stefni að því að setja fram tillögu til ráðherra á fyrsta fjórðungi þessa árs um sölu á allt að 28,2 prósenta hlut í Landsbankanum. „Ákvörðun um næstu skref varðandi sölu eignarhluta í Landsbankanum verður fyrst tekin að fengnum tillögum Bankasýslunnar, en ljóst er að sú ákvörðun mun velta á fjölmörgum atriðum og mati á því hvernig heildarhagsmunum ríkisins er best fyrir komið. Það er mat ráðherra að umræða undanfarinna vikna vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun sé til þess fallin að skaða bankann,“ segir Bjarni í bréfinu. Því sé nauðsynlegt áður en lengra er haldið í því ferli að hvaðeina er máli skiptir og varði sölu Landsbankans á Borgun verði upplýst og málið afgreitt með þeim hætti að traust til bankans og stjórnenda hans verði tryggt. Lárus Blöndal, formaður stjórnar Bankasýslunnar, segist ekki túlka það sem svo að fjármálaráðherra sé að fara fram á það í bréfinu að söluferli Landsbankans verði frestað. „Ég les það nú ekki sem aðalskilaboðin allavega. Aðalskilaboðin eru þau að það þurfi að leysa úr þessu máli sem við erum að vinna í. Og það þarf að gera það með þeim hætti að traust og trúverðugleiki bankans sé heill eftir. En hann er allavega að segja að það sé mikilvæg forsenda fyrir því að hægt sé að halda áfram með ferlið,“ segir Lárus.
Borgunarmálið Mest lesið Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Sjá meira