Segja Steinþór fara ítrekað fram „með dylgjur og óbeinar ásakanir“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2016 22:10 Vísir/Daníel/Ernir Stjórn Borgunar segir Steinþór Pálsson, bankastjóra Landsbankans, fara ítrekað fram með dylgjur og óbeinar ásakanir um óheiðarleika og illan ásetning. Það beinist gegn stjórnendum Borgunar og standist enga nánari skoðun. Í tilkynningu frá stjórninni segir að Steinþór sé orðinn margsaga um hvort og hvernig Landsbankinn hafi kynnt sér mögulega valrétt Visa Inc. Borgun á von á 4,8 milljörðum króna vegna sölu Visa Europe. Landsbankinn seldi rúmlega þrjátíu prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir 2,2 milljarða til stjórnenda og hóps fjárfesta árið 2014 en salan hefur sætt talsverðri gagnrýni að undanförnu. Hluturinn var ekki boðinn út og því ekki á allra færi að bjóða í hann.Sjá einnig: Borgun á von á fimm milljörðum í peningum vegna sölunnar á Visa Europe Steinþór sagði í Kastljósi í kvöld að Landsbankinn væri að skoða hvort að fara ætti með málið til sérstaks saksóknara. Stjórn Borgunar gerir alvarlegar athugasemdir við framgöngu bankastjórans. Í fyrsta lagi sé allt tal um blekkingar fráleitt. Þar sem stjórnendur og starfsmenn Borgunar hafi keypt 6,24 prósenta hlut í félaginu af Landsbankanum og þeir hafi selt rúman helming þess hluta tveimur mánuðum áður en tilkynnt hafi verið um sölu Visa Europe og hagnað Borgunar. Það hafi verið gert án nokkurs fyrirvara um sölu Visa. Þá segir í tilkynningunni að Landsbankinn hafi haft mun betri aðgang að upplýsingum um valréttinn umrædda en Borgun. Einhvers vegna hafi bankinn gert fyrirvara í viðskiptum með eign sína í Valitor en ekki í valrétt Visa Inc. „Það er ótrúlegt að Landsbankinn, eftir að hafa að eigin sögn kynnt sér gögn um valréttinn vel, hafi samt komist að þeirri niðurstöðu að Borgun, einn allra leyfishafa, hefði ekki rétt til greiðslna, kæmi til sölu Visa Europe.“ Stjórnin segir að við sölu á hluti Landsbankans hafi fulltrúar hans haft aðgang að öllum upplýsingum sem málið skipti. „Alvarlegar ásakanir bankastjórans um meint lögbrot annarra í þessu máli má sjálfsagt skoða í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem Landsbankinn er kominn í. Stjórnendur Borgunar frábiðja sér með öllu að vera gerðir að blórabögglum í þessu máli“ Yfirlýsingu Borgunar í heild sinni má sjá hér að neðan. Stjórn Borgunar gerir alvarlegar athugasemdir við framgöngu Steinþórs Pálssonar bankastjóra Landsbankans í fjölmiðlum. Steinþór fer ítrekað fram með dylgjur og óbeinar ásakanir um óheiðarleika og illan ásetning stjórnenda Borgunar sem standast enga nánari skoðun. Þetta eru staðreyndir málsins: 1. Stjórnendur og aðrir starfsmenn Borgunar keyptu 6,24% hlut í félaginu af Landsbankanum. Tveimur mánuðum áður en tilkynnt var um sölu Visa Europe og hagnað Borgunar, seldu þessir sömu stjórnendur og starfsmenn Borgunar rúman helming af þeim hlut, án nokkurs fyrirvara um sölu Visa Europe. Allt tal um blekkingar verður algerlega fráleitt í þessu ljósi. 2. Steinþór Pálsson er orðinn margsaga um hvort og hvernig Landsbankinn kynnti sér mögulegan valrétt Visa Inc. Eins hvers vegna bankinn gerði fyrirvara í viðskiptum með eign sína í Valitor en ekki í Borgun. Staðreyndin er sú að Landsbankinn hafði mun betri aðgang að upplýsingum um þennan valrétt en Borgun. Það er ótrúlegt að Landsbankinn, eftir að hafa að eigin sögn kynnt sér gögn um valréttinn vel, hafi samt komist að þeirri niðurstöðu að Borgun, einn allra leyfishafa, hefði ekki rétt til greiðslna, kæmi til sölu Visa Europe. 3. Við sölu á hlut Landsbankans í Borgun árið 2014 höfðu fulltrúar Landsbankans aðgang að öllum upplýsingum sem máli skiptu, (þar með talið samningum við VISA),að undanskildum upplýsingum um samkeppnisaðila sína. Landsbankanum var í lófa lagt að fá ytri sérfræðinga til þess að yfirfara hverjar þær upplýsingar sem hann vildi um málefni Borgunar, hefði hann kosið að gera slíkt. 4. Alvarlegar ásakanir bankastjórans um meint lögbrot annarra í þessu máli má sjálfsagt skoða í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem Landsbankinn er kominn í. Stjórnendur Borgunar frábiðja sér með öllu að vera gerðir að blórabögglum í þessu máli. Borgunarmálið Tengdar fréttir Borgunarmál í alvarlegri stöðu Fjármála- og efnahagsráðherra segir gögn sem birst hafa í fjölmiðlum benda til þess að Landsbankinn hafi fengið mun lægra verð fyrir hlut sinn í Borgun en eðlilegt geti talist. Ráðherrann vill að málið verði upplýst. 12. febrúar 2016 07:00 Útilokar ekki málsókn vegna Borgunarmálsins Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, vill ekki útiloka að bankinn leiti réttar síns í Borgunarmálinu, þrátt fyrir svör stjórnenda Borgunar við fyrirspurn bankans. Landsbankinn hafi verið grandalaus varðandi mögulegar greiðslur til Borgunar vegna yfirtöku Vísa í Bandaríkjunum á Vísa í Evrópu. 12. febrúar 2016 19:46 Fjármálaráðherra segir stöðu Borgunarmálsins mjög alvarlega Bjarni Benediktsson segir í bréfi til Bankasýslu ríkisins að ætla megi að það verð sem Landsbankinn fékk fyrir eignarhlut sinn í Borgun hafi verið mun lægra en eðlilegt getur talist. 11. febrúar 2016 18:25 Landsbankinn óskar eftir því að Ríkisendurskoðun skoði söluna á Borgun Þetta kemur fram í svari bankans við erindi Bankasýslu ríkisins. 11. febrúar 2016 21:01 Borgun á von á fimm milljörðum í peningum vegna sölunnar á Visa Europe Fyrirtækið fær einnig forgangshlutabréf í Visa Inc. og afkomutengda greiðslu árið 2020. 9. febrúar 2016 17:33 Sofandi Landsbankamenn Landsbankamenn hafa þurft að sæta mikilli gagnrýni. Ekki síst hefur verið bent á að eðlilegt hefði verið að selja félagið í opnu ferli, 10. febrúar 2016 11:15 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Fleiri fréttir Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Sjá meira
Stjórn Borgunar segir Steinþór Pálsson, bankastjóra Landsbankans, fara ítrekað fram með dylgjur og óbeinar ásakanir um óheiðarleika og illan ásetning. Það beinist gegn stjórnendum Borgunar og standist enga nánari skoðun. Í tilkynningu frá stjórninni segir að Steinþór sé orðinn margsaga um hvort og hvernig Landsbankinn hafi kynnt sér mögulega valrétt Visa Inc. Borgun á von á 4,8 milljörðum króna vegna sölu Visa Europe. Landsbankinn seldi rúmlega þrjátíu prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir 2,2 milljarða til stjórnenda og hóps fjárfesta árið 2014 en salan hefur sætt talsverðri gagnrýni að undanförnu. Hluturinn var ekki boðinn út og því ekki á allra færi að bjóða í hann.Sjá einnig: Borgun á von á fimm milljörðum í peningum vegna sölunnar á Visa Europe Steinþór sagði í Kastljósi í kvöld að Landsbankinn væri að skoða hvort að fara ætti með málið til sérstaks saksóknara. Stjórn Borgunar gerir alvarlegar athugasemdir við framgöngu bankastjórans. Í fyrsta lagi sé allt tal um blekkingar fráleitt. Þar sem stjórnendur og starfsmenn Borgunar hafi keypt 6,24 prósenta hlut í félaginu af Landsbankanum og þeir hafi selt rúman helming þess hluta tveimur mánuðum áður en tilkynnt hafi verið um sölu Visa Europe og hagnað Borgunar. Það hafi verið gert án nokkurs fyrirvara um sölu Visa. Þá segir í tilkynningunni að Landsbankinn hafi haft mun betri aðgang að upplýsingum um valréttinn umrædda en Borgun. Einhvers vegna hafi bankinn gert fyrirvara í viðskiptum með eign sína í Valitor en ekki í valrétt Visa Inc. „Það er ótrúlegt að Landsbankinn, eftir að hafa að eigin sögn kynnt sér gögn um valréttinn vel, hafi samt komist að þeirri niðurstöðu að Borgun, einn allra leyfishafa, hefði ekki rétt til greiðslna, kæmi til sölu Visa Europe.“ Stjórnin segir að við sölu á hluti Landsbankans hafi fulltrúar hans haft aðgang að öllum upplýsingum sem málið skipti. „Alvarlegar ásakanir bankastjórans um meint lögbrot annarra í þessu máli má sjálfsagt skoða í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem Landsbankinn er kominn í. Stjórnendur Borgunar frábiðja sér með öllu að vera gerðir að blórabögglum í þessu máli“ Yfirlýsingu Borgunar í heild sinni má sjá hér að neðan. Stjórn Borgunar gerir alvarlegar athugasemdir við framgöngu Steinþórs Pálssonar bankastjóra Landsbankans í fjölmiðlum. Steinþór fer ítrekað fram með dylgjur og óbeinar ásakanir um óheiðarleika og illan ásetning stjórnenda Borgunar sem standast enga nánari skoðun. Þetta eru staðreyndir málsins: 1. Stjórnendur og aðrir starfsmenn Borgunar keyptu 6,24% hlut í félaginu af Landsbankanum. Tveimur mánuðum áður en tilkynnt var um sölu Visa Europe og hagnað Borgunar, seldu þessir sömu stjórnendur og starfsmenn Borgunar rúman helming af þeim hlut, án nokkurs fyrirvara um sölu Visa Europe. Allt tal um blekkingar verður algerlega fráleitt í þessu ljósi. 2. Steinþór Pálsson er orðinn margsaga um hvort og hvernig Landsbankinn kynnti sér mögulegan valrétt Visa Inc. Eins hvers vegna bankinn gerði fyrirvara í viðskiptum með eign sína í Valitor en ekki í Borgun. Staðreyndin er sú að Landsbankinn hafði mun betri aðgang að upplýsingum um þennan valrétt en Borgun. Það er ótrúlegt að Landsbankinn, eftir að hafa að eigin sögn kynnt sér gögn um valréttinn vel, hafi samt komist að þeirri niðurstöðu að Borgun, einn allra leyfishafa, hefði ekki rétt til greiðslna, kæmi til sölu Visa Europe. 3. Við sölu á hlut Landsbankans í Borgun árið 2014 höfðu fulltrúar Landsbankans aðgang að öllum upplýsingum sem máli skiptu, (þar með talið samningum við VISA),að undanskildum upplýsingum um samkeppnisaðila sína. Landsbankanum var í lófa lagt að fá ytri sérfræðinga til þess að yfirfara hverjar þær upplýsingar sem hann vildi um málefni Borgunar, hefði hann kosið að gera slíkt. 4. Alvarlegar ásakanir bankastjórans um meint lögbrot annarra í þessu máli má sjálfsagt skoða í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem Landsbankinn er kominn í. Stjórnendur Borgunar frábiðja sér með öllu að vera gerðir að blórabögglum í þessu máli.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Borgunarmál í alvarlegri stöðu Fjármála- og efnahagsráðherra segir gögn sem birst hafa í fjölmiðlum benda til þess að Landsbankinn hafi fengið mun lægra verð fyrir hlut sinn í Borgun en eðlilegt geti talist. Ráðherrann vill að málið verði upplýst. 12. febrúar 2016 07:00 Útilokar ekki málsókn vegna Borgunarmálsins Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, vill ekki útiloka að bankinn leiti réttar síns í Borgunarmálinu, þrátt fyrir svör stjórnenda Borgunar við fyrirspurn bankans. Landsbankinn hafi verið grandalaus varðandi mögulegar greiðslur til Borgunar vegna yfirtöku Vísa í Bandaríkjunum á Vísa í Evrópu. 12. febrúar 2016 19:46 Fjármálaráðherra segir stöðu Borgunarmálsins mjög alvarlega Bjarni Benediktsson segir í bréfi til Bankasýslu ríkisins að ætla megi að það verð sem Landsbankinn fékk fyrir eignarhlut sinn í Borgun hafi verið mun lægra en eðlilegt getur talist. 11. febrúar 2016 18:25 Landsbankinn óskar eftir því að Ríkisendurskoðun skoði söluna á Borgun Þetta kemur fram í svari bankans við erindi Bankasýslu ríkisins. 11. febrúar 2016 21:01 Borgun á von á fimm milljörðum í peningum vegna sölunnar á Visa Europe Fyrirtækið fær einnig forgangshlutabréf í Visa Inc. og afkomutengda greiðslu árið 2020. 9. febrúar 2016 17:33 Sofandi Landsbankamenn Landsbankamenn hafa þurft að sæta mikilli gagnrýni. Ekki síst hefur verið bent á að eðlilegt hefði verið að selja félagið í opnu ferli, 10. febrúar 2016 11:15 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Fleiri fréttir Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Sjá meira
Borgunarmál í alvarlegri stöðu Fjármála- og efnahagsráðherra segir gögn sem birst hafa í fjölmiðlum benda til þess að Landsbankinn hafi fengið mun lægra verð fyrir hlut sinn í Borgun en eðlilegt geti talist. Ráðherrann vill að málið verði upplýst. 12. febrúar 2016 07:00
Útilokar ekki málsókn vegna Borgunarmálsins Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, vill ekki útiloka að bankinn leiti réttar síns í Borgunarmálinu, þrátt fyrir svör stjórnenda Borgunar við fyrirspurn bankans. Landsbankinn hafi verið grandalaus varðandi mögulegar greiðslur til Borgunar vegna yfirtöku Vísa í Bandaríkjunum á Vísa í Evrópu. 12. febrúar 2016 19:46
Fjármálaráðherra segir stöðu Borgunarmálsins mjög alvarlega Bjarni Benediktsson segir í bréfi til Bankasýslu ríkisins að ætla megi að það verð sem Landsbankinn fékk fyrir eignarhlut sinn í Borgun hafi verið mun lægra en eðlilegt getur talist. 11. febrúar 2016 18:25
Landsbankinn óskar eftir því að Ríkisendurskoðun skoði söluna á Borgun Þetta kemur fram í svari bankans við erindi Bankasýslu ríkisins. 11. febrúar 2016 21:01
Borgun á von á fimm milljörðum í peningum vegna sölunnar á Visa Europe Fyrirtækið fær einnig forgangshlutabréf í Visa Inc. og afkomutengda greiðslu árið 2020. 9. febrúar 2016 17:33
Sofandi Landsbankamenn Landsbankamenn hafa þurft að sæta mikilli gagnrýni. Ekki síst hefur verið bent á að eðlilegt hefði verið að selja félagið í opnu ferli, 10. febrúar 2016 11:15