Tók aldrei mark á svartsýnisröddum Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. febrúar 2016 10:47 Wow Air skilaði hagnaði í fyrsta sinn árið 2015 og nam hagnaðurinn 1,5 milljarði króna fyrir skatta. Eftir að félagið hóf áætlunarflug til Bandaríkjanna hefur farþegum frá Bandaríkjunum til Íslands fjölgað um sextíu prósent. Það höfðu ekki margir trú á Skúla Mogensen þegar hann stofnaði Wow Air enda er flugrekstur einn áhættusamasti bransi í heiminum. Eins og með öll frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtæki þá gekk fyrirtækið í gegnum sársáukafulla byrjun. Það hefur nú breyst. Tekjur Wow í fyrra námu um 17 milljörðum króna sem er 58 prósent aukning miðað við árið á undan. Fyrirtækið tapaði 794 milljónum 2012. Það var aftur tap 2013 upp á 332 milljónir og 2014 tapaði félagið rúmlega hálfum milljarði króna. Á árinu 2015 var svo hagnaður upp á einn og hálfan milljarð króna eða 1100 milljónir eftir skatta. Fyrirtækið hefði hagnast enn meira í fyrra ef hefði ekki verið fyrir fastan eldsneytiskostnað. Wow Air gerði samninga um fast eldsneytisverð 2014 sem eru nú lausir og þvi kaupir félagið flugvélabensín á „spot verði“ en eldsneytiskostnaður er um þriðjungur af rekstrarkostnaði flugfélaga. Skúli segist aldrei hafa tekið mark á svartsýnisröddum, heldur einbeitt sér á að byggja fyrirtækið upp. „Í öllum mínum samskiptum við reynslubolta að utan, þá hafa þeir verið mjög imponeraðir með það sem við höfum verið að gera. Það hefur ávallt verið hvatningin, í stað þess að hlusta á svartsýnisröflið á Íslandi,“ segir Skúli. Hann segir að Íslendingar verði að vanda sig í ferðaþjónustunni, því lítið megi út af bregða til að orðspor Íslands skaðist. „Þar er mest aðkallandi að við hefjum framvæmdir í Keflavík, ekki seinna en strax.“Sjá viðtal við Skúla í meðfylgjandi myndskeiði. Klinkið Tengdar fréttir WOW með áætlunarflug til Edinborgar í sumar Félagið fer tvær ferðir á milli Keflavíkur og Edinborgar í viku. 15. febrúar 2016 10:24 WOW air skilar 1,5 milljarða hagnaði Rekstrarhagnaður WOW air fyrir árið 2015 nam 1,5 milljörðum króna en það er viðsnúningur frá árinu á undan þegar flugfélagið tapaði 700 milljónum króna. 18. febrúar 2016 08:27 WOW air tvöfaldar sætaframboð sitt WOW air mun á þessu ári bæta við sig tveimur nýjum vélum af gerðinni Airbus A321, árgerð 2016, og verða þær afhentar félaginu í maí og júní. 16. febrúar 2016 10:28 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Wow Air skilaði hagnaði í fyrsta sinn árið 2015 og nam hagnaðurinn 1,5 milljarði króna fyrir skatta. Eftir að félagið hóf áætlunarflug til Bandaríkjanna hefur farþegum frá Bandaríkjunum til Íslands fjölgað um sextíu prósent. Það höfðu ekki margir trú á Skúla Mogensen þegar hann stofnaði Wow Air enda er flugrekstur einn áhættusamasti bransi í heiminum. Eins og með öll frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtæki þá gekk fyrirtækið í gegnum sársáukafulla byrjun. Það hefur nú breyst. Tekjur Wow í fyrra námu um 17 milljörðum króna sem er 58 prósent aukning miðað við árið á undan. Fyrirtækið tapaði 794 milljónum 2012. Það var aftur tap 2013 upp á 332 milljónir og 2014 tapaði félagið rúmlega hálfum milljarði króna. Á árinu 2015 var svo hagnaður upp á einn og hálfan milljarð króna eða 1100 milljónir eftir skatta. Fyrirtækið hefði hagnast enn meira í fyrra ef hefði ekki verið fyrir fastan eldsneytiskostnað. Wow Air gerði samninga um fast eldsneytisverð 2014 sem eru nú lausir og þvi kaupir félagið flugvélabensín á „spot verði“ en eldsneytiskostnaður er um þriðjungur af rekstrarkostnaði flugfélaga. Skúli segist aldrei hafa tekið mark á svartsýnisröddum, heldur einbeitt sér á að byggja fyrirtækið upp. „Í öllum mínum samskiptum við reynslubolta að utan, þá hafa þeir verið mjög imponeraðir með það sem við höfum verið að gera. Það hefur ávallt verið hvatningin, í stað þess að hlusta á svartsýnisröflið á Íslandi,“ segir Skúli. Hann segir að Íslendingar verði að vanda sig í ferðaþjónustunni, því lítið megi út af bregða til að orðspor Íslands skaðist. „Þar er mest aðkallandi að við hefjum framvæmdir í Keflavík, ekki seinna en strax.“Sjá viðtal við Skúla í meðfylgjandi myndskeiði.
Klinkið Tengdar fréttir WOW með áætlunarflug til Edinborgar í sumar Félagið fer tvær ferðir á milli Keflavíkur og Edinborgar í viku. 15. febrúar 2016 10:24 WOW air skilar 1,5 milljarða hagnaði Rekstrarhagnaður WOW air fyrir árið 2015 nam 1,5 milljörðum króna en það er viðsnúningur frá árinu á undan þegar flugfélagið tapaði 700 milljónum króna. 18. febrúar 2016 08:27 WOW air tvöfaldar sætaframboð sitt WOW air mun á þessu ári bæta við sig tveimur nýjum vélum af gerðinni Airbus A321, árgerð 2016, og verða þær afhentar félaginu í maí og júní. 16. febrúar 2016 10:28 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
WOW með áætlunarflug til Edinborgar í sumar Félagið fer tvær ferðir á milli Keflavíkur og Edinborgar í viku. 15. febrúar 2016 10:24
WOW air skilar 1,5 milljarða hagnaði Rekstrarhagnaður WOW air fyrir árið 2015 nam 1,5 milljörðum króna en það er viðsnúningur frá árinu á undan þegar flugfélagið tapaði 700 milljónum króna. 18. febrúar 2016 08:27
WOW air tvöfaldar sætaframboð sitt WOW air mun á þessu ári bæta við sig tveimur nýjum vélum af gerðinni Airbus A321, árgerð 2016, og verða þær afhentar félaginu í maí og júní. 16. febrúar 2016 10:28