Ferrari frumsýndi í dag nýjasta bíl sinn, sem fengið hefur yfirhalningu. Bíllinn verður keppnisbíll Ferrari í ár.
SF16-H skartar gamaldags útliti, með hvítt loftinntak og almennt er meira hvítt á bílnum. Bíllinn svipar til Ferrari bíla fortíðarinnar.
Ferrari ætlar SF16-H að skora á Mercedes á hólm í ár.
SF16-H er með fjöðrun sem hefur ekki sést áður á Ferrari bílnum. Áður fyrr hélt Ferrari fast í tog fjöðrun en hefur nú skipt í fjöðrun sem ýtir frekar en togar.
Nýja fjöðrunin hefur verið talin henta akstursstíl ökumanna Ferrari, Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen betur en sú gamla.
Ferrari frumsýnir nýjan fák

Tengdar fréttir

Grosjean ánægður með fyrstu kynni af Haas bílnum
Romain Grosjean fékk að aka nýa Haas bílnum í fyrsta skiptið í vikunni, í hermi Ferrari liðsins. Hann sagðist ánægður með fyrstu kynni við bílinn.

Red Bull frumsýnir nýtt útlit
Formúlu 1 bíll Red Bull liðsins hefur fengið nýtt útlit og skartar breyttri litasamsetningu.

Frumsýningar í Formúlu 1
Formúlu 1 tímabilið hefst 18. mars næstkomandi, með föstudagsæfingum í Ástralíu. Fyrst fara fram æfingar og frumsýningar liðanna á nýjum bílum.

Myndband: McLaren setur í gang
McLaren og Honda endurnýjuðu kynni sín í Formúlu 1 fyrir síðasta tímabil. Árangurinn lét á sér standa og liðið náði aðeins í 27 stig og níunda sæti í keppni bílasmiða. Liðið ætlar að gera betur í ár.