Orka og geta Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 2. febrúar 2016 07:00 Það er gríðarlega mikilvægt að styrkja innviði heilbrigðiskerfis, menntakerfis og félagslega kerfisins til þess að sporna við fjölgun [öryrkja],“ sagði Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins í föstudagsviðtali Fréttablaðsins fyrir helgi. Þar ræddi hún um fjölgun öryrkja, en nýlega var sagt frá því að öryrkjum hefði fjölgað um 29 prósent frá árinu 2005. Ellen sagði fjölgunina náttúrulega, í takti við fólksfjölgun. Það væri hins vegar hvorki hagur Öryrkjabandalagsins né samfélagsins að öryrkjum fjölgaði sérstaklega. „Það er forgangsröðun fjármuna sem veldur fjölgun örorkulífeyrisþega.“ Þeim hefur sem sagt fjölgað verulega sem hafa skerta starfsorku og þurfa því að reiða sig á framfærslu ríkisins. Það er miður, ekki aðeins fyrir samfélagið heldur fyrst og fremst fyrir einstaklingana sjálfa. Flestir vilja vera virkir þátttakendur í samfélaginu og félagsleg áhrif þess að vera útilokaður frá vinnumarkaði eru gríðarleg. Ellen segir í viðtalinu að kerfið sé vinnuletjandi, vinnumarkaðurinn ekki nægilega sveigjanlegur, kjaraskerðingar of miklar og öryrkjum séu sett mörk á öllum mögulegum stöðum. Niðurstöðu nefndar sem unnið hefur að heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins, sem sett var á laggirnar af Pétri heitnum Blöndal, þáverandi þingmanni Sjálfstæðisflokksins, er beðið með eftirvæntingu. Vinna nefndarinnar miðaði að því að horfið yrði frá kerfi örorkumats og tekið upp starfsgetumat í staðinn. Vonast var til að nefndin myndi skila af sér niðurstöðum sínum fyrir áramót en svo varð ekki. Nýr formaður nefndarinnar, Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir tillögurnar muni gera öryrkjum og ellilífeyrisþegum auðveldara að starfa. Ellilífeyrisþegar verði þá virkir lengur á vinnumarkaði og þeir sem hafa skerta starfsgetu sæki í að vinna. „Það þarf samræmt átak mjög margra ef þetta á að geta orðið að veruleika,“ segir Þorsteinn. Ríki, sveitarfélög og almennur vinnumarkaður þurfi til að mynda að bjóða þessum þjóðfélagshópum upp á hlutastörf. Nefndin hefur verið við störf í á þriðja ár. Gert er ráð fyrir að breytingarnar verði kostnaðarsamar, til að byrja með að minnsta kosti. Kerfið sjálft sem og vinnumarkaðurinn mun þurfa tíma til að aðlagast. Málaflokkurinn er á forræði félagsmálaráðherra, sem hefur átt í vök að verjast með frumvörp sín um breytingar á húsnæðismálakerfinu sem ráðherrann hefur lagt mikla áherslu á að komist til framkvæmda. Illa hefur gengið hjá ráðherra að fá málið í gegnum ríkisstjórn og andstaða samstarfsflokksins á þingi er fyrirsjáanleg. Því er hætt við að önnur stór barátta, sem er dýr og mun taka einhvern tíma að borga sig gæti orðið erfið fyrir félagsmálaráðherra. Sérstaklega stuttu fyrir kosningar. Það er mikil þörf á því að gera fólki í meiri mæli kleift að hjálpa sér sjálft. Að veita því aðstoð við að komast áfram á eigin verðleikum. Sama þó vegalengdin verði stutt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Það er gríðarlega mikilvægt að styrkja innviði heilbrigðiskerfis, menntakerfis og félagslega kerfisins til þess að sporna við fjölgun [öryrkja],“ sagði Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins í föstudagsviðtali Fréttablaðsins fyrir helgi. Þar ræddi hún um fjölgun öryrkja, en nýlega var sagt frá því að öryrkjum hefði fjölgað um 29 prósent frá árinu 2005. Ellen sagði fjölgunina náttúrulega, í takti við fólksfjölgun. Það væri hins vegar hvorki hagur Öryrkjabandalagsins né samfélagsins að öryrkjum fjölgaði sérstaklega. „Það er forgangsröðun fjármuna sem veldur fjölgun örorkulífeyrisþega.“ Þeim hefur sem sagt fjölgað verulega sem hafa skerta starfsorku og þurfa því að reiða sig á framfærslu ríkisins. Það er miður, ekki aðeins fyrir samfélagið heldur fyrst og fremst fyrir einstaklingana sjálfa. Flestir vilja vera virkir þátttakendur í samfélaginu og félagsleg áhrif þess að vera útilokaður frá vinnumarkaði eru gríðarleg. Ellen segir í viðtalinu að kerfið sé vinnuletjandi, vinnumarkaðurinn ekki nægilega sveigjanlegur, kjaraskerðingar of miklar og öryrkjum séu sett mörk á öllum mögulegum stöðum. Niðurstöðu nefndar sem unnið hefur að heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins, sem sett var á laggirnar af Pétri heitnum Blöndal, þáverandi þingmanni Sjálfstæðisflokksins, er beðið með eftirvæntingu. Vinna nefndarinnar miðaði að því að horfið yrði frá kerfi örorkumats og tekið upp starfsgetumat í staðinn. Vonast var til að nefndin myndi skila af sér niðurstöðum sínum fyrir áramót en svo varð ekki. Nýr formaður nefndarinnar, Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir tillögurnar muni gera öryrkjum og ellilífeyrisþegum auðveldara að starfa. Ellilífeyrisþegar verði þá virkir lengur á vinnumarkaði og þeir sem hafa skerta starfsgetu sæki í að vinna. „Það þarf samræmt átak mjög margra ef þetta á að geta orðið að veruleika,“ segir Þorsteinn. Ríki, sveitarfélög og almennur vinnumarkaður þurfi til að mynda að bjóða þessum þjóðfélagshópum upp á hlutastörf. Nefndin hefur verið við störf í á þriðja ár. Gert er ráð fyrir að breytingarnar verði kostnaðarsamar, til að byrja með að minnsta kosti. Kerfið sjálft sem og vinnumarkaðurinn mun þurfa tíma til að aðlagast. Málaflokkurinn er á forræði félagsmálaráðherra, sem hefur átt í vök að verjast með frumvörp sín um breytingar á húsnæðismálakerfinu sem ráðherrann hefur lagt mikla áherslu á að komist til framkvæmda. Illa hefur gengið hjá ráðherra að fá málið í gegnum ríkisstjórn og andstaða samstarfsflokksins á þingi er fyrirsjáanleg. Því er hætt við að önnur stór barátta, sem er dýr og mun taka einhvern tíma að borga sig gæti orðið erfið fyrir félagsmálaráðherra. Sérstaklega stuttu fyrir kosningar. Það er mikil þörf á því að gera fólki í meiri mæli kleift að hjálpa sér sjálft. Að veita því aðstoð við að komast áfram á eigin verðleikum. Sama þó vegalengdin verði stutt.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun