Úrslitin í Iowa komu flestum á óvart Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. febrúar 2016 07:00 Ted Cruz, hinn óvænti sigurvegari repúblikana í Iowa, ásamt föður sínum Rafael Cruz. vísir/Epa Úrslitin úr forkosningum repúblikana og demókrata í Iowa reyndust harla frábrugðin því sem skoðanakannanir höfðu bent til. Fyrirfram virtist Hillary Clinton eiga nokkuð öruggan sigur vísan meðal demókrata en hún fékk innan við hálfu prósenti meira en Bernie Sanders, sem lengst af þótti frekar ólíklegur til stórvirkja. Clinton lýsti yfir sigri en Sanders fór fram á að öll gögn um atkvæðatalningu yrðu birt svo hægt verði að fara yfir þau. Sanders fagnaði hins vegar árangrinum og sagði þetta góða byrjun á kosningabaráttunni: „Kvöldið í kvöld sýnir bandarísku þjóðinni fram á að þetta er kosningaframboð sem getur sigrað,“ sagði hann þegar úrslitin lágu fyrir. Martin O’Malley, þriðji maðurinn í Demókrataflokknum sem sóst hefur eftir útnefningu, tilkynnti svo í gær að hann væri hættur. Honum hafði lengi verið spáð vel innan við fimm prósenta fylgi og fékk svo ekki einu sinni eitt prósent atkvæða í Iowa. Í herbúðum repúblikana beið milljarðamæringurinn Donald Trump síðan óvænt ósigur fyrir öldungadeildarþingmanninum Ted Cruz, sem hefur ekki síður en Trump vakið furðu fyrir undarlegar yfirlýsingar. Í þriðja sæti hjá repúblikönum varð Marco Rubio, sem gerir sér nú vonir um að fá helstu ráðamenn flokksins til að fylkja sér að baki honum. Hann sé nú eina von ráðsettari afla innan flokksins, sem ættu erfitt með að sætta sig við utangarðsmennina og ólíkindatólin Cruz og Trump. „Þetta er augnablikið sem þeir sögðu að aldrei gæti komið,“ sagði Rubio þegar úrslitin voru ljós. „Mánuðum saman sögðu þeir að við ættum engan möguleika.“ Annar repúblikani, sem er í náðinni hjá flokkseigendamaskínunni, er Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri í Flórída. Hann fékk hins vegar ekki nema 2,8 prósent atkvæða og lenti í sjötta sæti þrátt fyrir að hafa eytt nærri tveimur milljörðum íslenskra króna í kosningaauglýsingar í Iowa. Þetta er meira fé en nokkur hinna frambjóðendanna notaði þar. Repúblikaninn Mike Huckabee sagðist í gær vera hættur við framboð, enda fékk hann ekki nema 1,8 prósent atkvæða. Enn eru þó ellefu eftir í slagnum hjá Repúblikanaflokknum, þótt sjö þeirra hafi ekki náð fimm prósenta fylgi. Næstu forkosningar verða haldnar í New Hampshire í næstu viku, en forsetaefni flokkanna verða endanlega valin á landsþingum þeirra í júlí. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Úrslitin úr forkosningum repúblikana og demókrata í Iowa reyndust harla frábrugðin því sem skoðanakannanir höfðu bent til. Fyrirfram virtist Hillary Clinton eiga nokkuð öruggan sigur vísan meðal demókrata en hún fékk innan við hálfu prósenti meira en Bernie Sanders, sem lengst af þótti frekar ólíklegur til stórvirkja. Clinton lýsti yfir sigri en Sanders fór fram á að öll gögn um atkvæðatalningu yrðu birt svo hægt verði að fara yfir þau. Sanders fagnaði hins vegar árangrinum og sagði þetta góða byrjun á kosningabaráttunni: „Kvöldið í kvöld sýnir bandarísku þjóðinni fram á að þetta er kosningaframboð sem getur sigrað,“ sagði hann þegar úrslitin lágu fyrir. Martin O’Malley, þriðji maðurinn í Demókrataflokknum sem sóst hefur eftir útnefningu, tilkynnti svo í gær að hann væri hættur. Honum hafði lengi verið spáð vel innan við fimm prósenta fylgi og fékk svo ekki einu sinni eitt prósent atkvæða í Iowa. Í herbúðum repúblikana beið milljarðamæringurinn Donald Trump síðan óvænt ósigur fyrir öldungadeildarþingmanninum Ted Cruz, sem hefur ekki síður en Trump vakið furðu fyrir undarlegar yfirlýsingar. Í þriðja sæti hjá repúblikönum varð Marco Rubio, sem gerir sér nú vonir um að fá helstu ráðamenn flokksins til að fylkja sér að baki honum. Hann sé nú eina von ráðsettari afla innan flokksins, sem ættu erfitt með að sætta sig við utangarðsmennina og ólíkindatólin Cruz og Trump. „Þetta er augnablikið sem þeir sögðu að aldrei gæti komið,“ sagði Rubio þegar úrslitin voru ljós. „Mánuðum saman sögðu þeir að við ættum engan möguleika.“ Annar repúblikani, sem er í náðinni hjá flokkseigendamaskínunni, er Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri í Flórída. Hann fékk hins vegar ekki nema 2,8 prósent atkvæða og lenti í sjötta sæti þrátt fyrir að hafa eytt nærri tveimur milljörðum íslenskra króna í kosningaauglýsingar í Iowa. Þetta er meira fé en nokkur hinna frambjóðendanna notaði þar. Repúblikaninn Mike Huckabee sagðist í gær vera hættur við framboð, enda fékk hann ekki nema 1,8 prósent atkvæða. Enn eru þó ellefu eftir í slagnum hjá Repúblikanaflokknum, þótt sjö þeirra hafi ekki náð fimm prósenta fylgi. Næstu forkosningar verða haldnar í New Hampshire í næstu viku, en forsetaefni flokkanna verða endanlega valin á landsþingum þeirra í júlí.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira