Ódýrara að taka rútuna á völlinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2016 14:15 Ef farið er í lengri ferðir til útlanda verður ódýrara að taka rútuna á Keflavíkurflugvöll en að leggja í langtímastæði. vísir/stefán Farþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll munu geta sparað sér umtalsverðar fjárhæðir með því að taka rútu á flugvöllinn í stað þess að leggja bílnum í langtímastæði á flugvellinum en bílastæðagjaldið mun hækka úr 950 krónum fyrir sólarhringinn í 1250 krónur þann 1. apríl næstkomandi. Fjallað er um málið á vef Túrista en í grafi sem þeir birta, og sjá má hér að neðan, kemur fram að ef fjölskylda sem telur tvo fullorðna og tvö börn fer til útlanda í tvær vikur þá kostar það 15.400 krónur að leggja bílnum í langtímastæði á Keflavíkurflugvelli. Hins vegar kostar það 7.600 að taka Airport Express-rútuna á völlinn og 8.000 krónur að fara með Flybus-rútunni, en auk þeirra býður Strætó upp á sætaferðir út á Keflavíkurflugvöll. Áætlun Strætó hentar þó ekki sem þurfa að taka morgunflug til útlanda. Greint var frá því í gær að gjaldskrá bílastæða á Keflavíkurflugvelli myndi hækka en Neytendasamtökin hafa gagnrýnt hækkunina. Þau segja hana nema allt að 117 prósentum þar sem hún verður mest en í yfirlýsingu samtakanna í gær sagði meðal annars: „Isavia réttlætir þessa hækkun með fjölgun farþega. Væntanlega er þar átt við fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands. Neytendasamtökin minna á að þeir sem nota þessi bílastæði eru ekki erlendir ferðamenn heldur Íslendingar. Isavia hefur í dag einokun á bílastæðum við Leifsstöð og það er í krafti þeirrar einokunar sem Isavia treystir sér til að hækka verðið jafn mikið og nú er ráðgert.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Mótmæla harðlega tvöföldun á bílastæðagjöldum við Keflavíkurflugvöll "Isavia hefur í dag einokun á bílastæðum við Leifsstöð og það er í krafti þeirrar einokunar sem Isavia treystir sér til að hækka verðið jafn mikið og nú er ráðgert.“ 8. febrúar 2016 13:58 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Farþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll munu geta sparað sér umtalsverðar fjárhæðir með því að taka rútu á flugvöllinn í stað þess að leggja bílnum í langtímastæði á flugvellinum en bílastæðagjaldið mun hækka úr 950 krónum fyrir sólarhringinn í 1250 krónur þann 1. apríl næstkomandi. Fjallað er um málið á vef Túrista en í grafi sem þeir birta, og sjá má hér að neðan, kemur fram að ef fjölskylda sem telur tvo fullorðna og tvö börn fer til útlanda í tvær vikur þá kostar það 15.400 krónur að leggja bílnum í langtímastæði á Keflavíkurflugvelli. Hins vegar kostar það 7.600 að taka Airport Express-rútuna á völlinn og 8.000 krónur að fara með Flybus-rútunni, en auk þeirra býður Strætó upp á sætaferðir út á Keflavíkurflugvöll. Áætlun Strætó hentar þó ekki sem þurfa að taka morgunflug til útlanda. Greint var frá því í gær að gjaldskrá bílastæða á Keflavíkurflugvelli myndi hækka en Neytendasamtökin hafa gagnrýnt hækkunina. Þau segja hana nema allt að 117 prósentum þar sem hún verður mest en í yfirlýsingu samtakanna í gær sagði meðal annars: „Isavia réttlætir þessa hækkun með fjölgun farþega. Væntanlega er þar átt við fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands. Neytendasamtökin minna á að þeir sem nota þessi bílastæði eru ekki erlendir ferðamenn heldur Íslendingar. Isavia hefur í dag einokun á bílastæðum við Leifsstöð og það er í krafti þeirrar einokunar sem Isavia treystir sér til að hækka verðið jafn mikið og nú er ráðgert.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Mótmæla harðlega tvöföldun á bílastæðagjöldum við Keflavíkurflugvöll "Isavia hefur í dag einokun á bílastæðum við Leifsstöð og það er í krafti þeirrar einokunar sem Isavia treystir sér til að hækka verðið jafn mikið og nú er ráðgert.“ 8. febrúar 2016 13:58 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Mótmæla harðlega tvöföldun á bílastæðagjöldum við Keflavíkurflugvöll "Isavia hefur í dag einokun á bílastæðum við Leifsstöð og það er í krafti þeirrar einokunar sem Isavia treystir sér til að hækka verðið jafn mikið og nú er ráðgert.“ 8. febrúar 2016 13:58