Ríkið sparar og þjónusta við neytendur batnar skjóðan skrifar 20. janúar 2016 09:00 Skjóðan er ósammála Kára Stefánssyni um áfengi í matvöruverslanir. Vísir/GVA Skjóðan er alloft sammála Kára Stefánssyni, ekki síst þegar kemur að spítalamálum. Vitanlega á að reisa nýjan spítala og það strax. Ekki skiptir öllu máli hvar spítalinn er, svo lauslega sé vitnað í Kára sjálfan. Skjóðan fær sig hins vegar ekki til að taka undir með Kára þegar hann leggst gegn því að leyft verði að selja áfengi í matvöruverslunum og öðrum verslunum, sem ekki eru reknar af íslenska ríkinu. Skjóðunni finnst gæta tvískinnungs hjá Kára og öðrum þeim, sem berjast gegn því að einkaaðilum verði leyft að selja áfengi í verslunum. Einkaaðilar selja í dag áfengi á hundruðum veitingastaða og kráa án þess að amast sé við því. Það eru því haldlítil rök að sala áfengis í matvöruverslunum stefni þeim sem veikir eru fyrir áfengi í hættu. Það er hundalógík að telja í lagi að einkaaðilar selji áfenga drykki á börum en sé ekki treystandi til þess að afgreiða þá í lokuðum umbúðum í verslunum. Svo er það segin saga að fyllibyttur finna alltaf leiðir til að verða sér úti um áfengi. Þeir sem sjaldan umgangast áfengi eru líklegri en bytturnar til að passa ekki upp á að eiga rauðvínsflösku með sunnudagssteikinni eða púrtvín til að bjóða góðri frænku, sem óvænt ber að garði. Þannig er líklegt að skert aðgengi að áfengi bitni fremur á þeim hófsömu en hinum sem þykir sopinn full góður. Engin rök hafa verið færð fyrir því að verði sala áfengis leyfð í verslunum á vegum einkaaðila muni það fyrst og fremst gagnast einu eða tveimur fyrirtækjum, sem sópa muni hagnaði til sín. Hví skyldu ekki spretta upp hér sérhæfðar vínverslanir eins og algengt er erlendis, t.d. í smábæjum í Bretlandi? Sala áfengis getur orðið lyftistöng fyrir kaupmanninn á horninu, sem er í útrýmingarhættu. Ríkið sparar sér milljarða á því að þurfa ekki að reka verslanir, sem eingöngu selja áfengi, og heldur um leið þeim tekjum sem innheimtar eru með áfengisgjaldi. Einhverjar verslanir geta ákveðið að selja ekki áfengi, rétt eins og Bónus selur ekki tóbak í dag. Kári og aðrir þeir, sem ekki vilja hafa rauðvínið á sama stað og steikina, geta þá beint viðskiptum sínum til vínlausra verslana. Fyllibyttunum fjölgar ekkert við að áfengi sé selt í matvöruverslunum, ekki frekar en þeim hefur fjölgað með fjölgun vínveitingastaða. Skjóðan sér engin rök, sem hníga að því að ríkið stundi verslun með áfengi í einokunarverslunum, nú eða selji snyrtivörur í Keflavík eða reki fjölmiðla í Reykjavík.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Tengdar fréttir Átök á Sprengisandi: Kári Stefánsson sagði kollega Vilhjálms hafa haldið því fram að Hagar hefðu samið áfengisfrumvarpið Vilhjálmur sagðist hafa meiri trú á því að viðkomandi þingmaður hefði verið úr Framsóknarflokknum. 17. janúar 2016 11:58 Hræðsluáróður afturhaldssamra eða alltof mikill fórnarkostnaður? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Kári Stefánsson tókust á um hvort leyfa skuli sölu á áfengi í matvöruverslunum. 19. janúar 2016 11:23 Ótækt að heilindi Vilhjálms skuli dregin í efa af starfsbróður hans Formaður Heimdallar telur rétt að þingmaðurinn sem virðist svo efins um ágæti áfengisfrumvarpsins stígi fram svo hægt sé að heyra hans sjónarmið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 18. janúar 2016 07:00 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Skjóðan er alloft sammála Kára Stefánssyni, ekki síst þegar kemur að spítalamálum. Vitanlega á að reisa nýjan spítala og það strax. Ekki skiptir öllu máli hvar spítalinn er, svo lauslega sé vitnað í Kára sjálfan. Skjóðan fær sig hins vegar ekki til að taka undir með Kára þegar hann leggst gegn því að leyft verði að selja áfengi í matvöruverslunum og öðrum verslunum, sem ekki eru reknar af íslenska ríkinu. Skjóðunni finnst gæta tvískinnungs hjá Kára og öðrum þeim, sem berjast gegn því að einkaaðilum verði leyft að selja áfengi í verslunum. Einkaaðilar selja í dag áfengi á hundruðum veitingastaða og kráa án þess að amast sé við því. Það eru því haldlítil rök að sala áfengis í matvöruverslunum stefni þeim sem veikir eru fyrir áfengi í hættu. Það er hundalógík að telja í lagi að einkaaðilar selji áfenga drykki á börum en sé ekki treystandi til þess að afgreiða þá í lokuðum umbúðum í verslunum. Svo er það segin saga að fyllibyttur finna alltaf leiðir til að verða sér úti um áfengi. Þeir sem sjaldan umgangast áfengi eru líklegri en bytturnar til að passa ekki upp á að eiga rauðvínsflösku með sunnudagssteikinni eða púrtvín til að bjóða góðri frænku, sem óvænt ber að garði. Þannig er líklegt að skert aðgengi að áfengi bitni fremur á þeim hófsömu en hinum sem þykir sopinn full góður. Engin rök hafa verið færð fyrir því að verði sala áfengis leyfð í verslunum á vegum einkaaðila muni það fyrst og fremst gagnast einu eða tveimur fyrirtækjum, sem sópa muni hagnaði til sín. Hví skyldu ekki spretta upp hér sérhæfðar vínverslanir eins og algengt er erlendis, t.d. í smábæjum í Bretlandi? Sala áfengis getur orðið lyftistöng fyrir kaupmanninn á horninu, sem er í útrýmingarhættu. Ríkið sparar sér milljarða á því að þurfa ekki að reka verslanir, sem eingöngu selja áfengi, og heldur um leið þeim tekjum sem innheimtar eru með áfengisgjaldi. Einhverjar verslanir geta ákveðið að selja ekki áfengi, rétt eins og Bónus selur ekki tóbak í dag. Kári og aðrir þeir, sem ekki vilja hafa rauðvínið á sama stað og steikina, geta þá beint viðskiptum sínum til vínlausra verslana. Fyllibyttunum fjölgar ekkert við að áfengi sé selt í matvöruverslunum, ekki frekar en þeim hefur fjölgað með fjölgun vínveitingastaða. Skjóðan sér engin rök, sem hníga að því að ríkið stundi verslun með áfengi í einokunarverslunum, nú eða selji snyrtivörur í Keflavík eða reki fjölmiðla í Reykjavík.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Tengdar fréttir Átök á Sprengisandi: Kári Stefánsson sagði kollega Vilhjálms hafa haldið því fram að Hagar hefðu samið áfengisfrumvarpið Vilhjálmur sagðist hafa meiri trú á því að viðkomandi þingmaður hefði verið úr Framsóknarflokknum. 17. janúar 2016 11:58 Hræðsluáróður afturhaldssamra eða alltof mikill fórnarkostnaður? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Kári Stefánsson tókust á um hvort leyfa skuli sölu á áfengi í matvöruverslunum. 19. janúar 2016 11:23 Ótækt að heilindi Vilhjálms skuli dregin í efa af starfsbróður hans Formaður Heimdallar telur rétt að þingmaðurinn sem virðist svo efins um ágæti áfengisfrumvarpsins stígi fram svo hægt sé að heyra hans sjónarmið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 18. janúar 2016 07:00 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Átök á Sprengisandi: Kári Stefánsson sagði kollega Vilhjálms hafa haldið því fram að Hagar hefðu samið áfengisfrumvarpið Vilhjálmur sagðist hafa meiri trú á því að viðkomandi þingmaður hefði verið úr Framsóknarflokknum. 17. janúar 2016 11:58
Hræðsluáróður afturhaldssamra eða alltof mikill fórnarkostnaður? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Kári Stefánsson tókust á um hvort leyfa skuli sölu á áfengi í matvöruverslunum. 19. janúar 2016 11:23
Ótækt að heilindi Vilhjálms skuli dregin í efa af starfsbróður hans Formaður Heimdallar telur rétt að þingmaðurinn sem virðist svo efins um ágæti áfengisfrumvarpsins stígi fram svo hægt sé að heyra hans sjónarmið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 18. janúar 2016 07:00