62 auðkýfingar Stefán Jón Hafstein skrifar 23. janúar 2016 07:00 Sextíu og tveir auðkýfingar í heiminum eiga meiri eignir en fátækari helmingur mannkyns, 3,6 milljarðar. Ég vil skoða þetta í því samhengi að mannkyn allt stendur nú frammi fyrir gríðarlegum áskorunum upp á líf og dauða. Sönnun þess er að á liðnu ári komu ríki veraldar saman, ekki einu sinni heldur tvisvar, og gáfu öllu mannkyni þau hátíðlegu loforð að bjarga heiminum. Fyrst með því að samþykkja heimsmarkmið um sjálfbæra þróun: Eyða fátækt og hungri, auka jöfnuð, bæta jafnrétti kynja, stuðla að friði – og á að uppfylla eftir fimmtán stutt ár. Svo ætla ríki heimsins að stöðva hnattræna hlýnun sem ógnar vistkerfi okkar og lífi. Við ætlum að bjarga heiminum – en hann vill ekkert endilega láta bjarga sér.Hver borgar? Loforð um sjálfbær heimsmarkmið fyrir árið 2030 kosta gríðarlegt fé. Við gætum spurt: Hvernig er sú tala í samanburði við framlög til þróunarmála til þessa? Örfá velmegandi ríki heims hafa náð því yfirlýsta markmiði að veita 0,7% af landsframleiðslu til þróunarmála. Þetta einfalda loforð sem ekki hefur verið efnt þyrfti nú að tvöfalda eða þrefalda. Hvað þá með hitt stóra loforðið um að stöðva hlýnun jarðar sem hefur staðið síðan iðnbylting hófst fyrir 200 árum? Hér dugar ekkert minna en umskipti á lífsháttum, efnahagslífi, daglegum neysluvenjum. Nýbyltingin þarf að vera á sams konar stærðarkvarða og iðnbyltingin sjálf, nema á miklu skemmri tíma. Þessi nýbylting er ekki bara nauðsynleg heldur stórhættuleg – fyrir þá sem græða á óbreyttu ástandi. Til dæmis fyrir þennan smáhóp jarðarbúa sem á meira en helmingur mannkyns. Jafnvel líka fyrir þetta eina prósent Íslendinga sem á næstum fjórðung af öllum auði Íslands.EKKI sameiginlegir hagsmunir Loforð mannkyns til handa sjálfu sér eru merkileg heimspólitísk tíðindi. Við, þessi mörgu, ætlum ekki endalaust að borga fyrir forréttindi hinna fáu. Í þessu samhengi held ég að undirstaða allra framfara fyrir mannkyn felist í tvennu: Auknum jöfnuði og auknu lýðræði. Óhóflegur auður færir ríku fólki óhófleg völd. Það kaupir sér stjórnmálamenn, alþjóðabanka, lögfræðingaheri og hagfræðingastóð sem skilgreina tilgang lífsins út frá auðvaldshagsmunum sínum. Þessi áróður grefur sig inn í menntamusteri og fjölmiðla, menningu og umræðu eins og veira sem borar sig inn í hverja frumu samfélagsins og leitast við að útrýma mótstöðuafli almannahagsmuna. Jafnari auður skapar ný valdahlutföll og leiðin til þess er meira lýðræði – betra lýðræði. Það er útilokað að ímynda sér að þeir 62 auðkýfingar sem eiga samtals meira af eignum en fátækasti helmingur mannkyns vilji skipta upp á nýtt.Samhengið við Ísland Fyrir nokkrum vikum hitti ég unga konu frá Kólumbíu, hún vinnur fyrir friðarsamtök sem stilla til friðar á átakasvæðum í meira en 20 löndum. Friðarferli á átakasvæðum er það erfiðasta sem fólk kemst í. Svo ég spurði þessa ungu konu, hvaða aðferð notið þið við svona erfiðar aðstæður? „Við leitum uppi möguleika til að skapa tækifæri,“ sagði hún. Tækifærin eru ekki þarna úti og bíða eftir að vera uppgötvuð, þau eru búin til. Samtökin leita uppi velviljaða leikendur á sviðinu, félög, fólk, stofnanir, fyrirtæki - og skapa sambönd. Leiða saman fólk til samstarfs sem oft vissi ekki um hvert annað. Samstarfið felst í að setja raunhæf markmið og hrinda þeim í framkvæmd. Oftast framhjá ríkjandi valdhöfum og hefðbundnum stofnunum. Með þessu tengist fólk þvert á hagsmuni, stjórnmálaflokka, landamæri, stríðslínur eða trúarbragðakryt. Ný spyr ég: Ef þessi aðferð virkar á átakasvæðum, gæti hún dugað okkur líka í átökum heima á Íslandi? Brjóta upp hin hefðbundnu stjórnmál og skapa samvinnu- og samfélagsvettvang sem fylgir ekki hefðbundnum valdastrúktúr heldur brýtur hann niður? Því hvort sem er á heimsvísu eða heimavísu er öruggt að það hagsmunakerfi sem skóp vandann mun ekki leggja sjálft sig niður til að leysa hann.Nauðsyn þess að byrja heima Þegar Ísland samþykkti að afmá fátækt átti það líka við um fátækt á Íslandi. Fátækir á Íslandi eru um 10% af landsmönnum. Barnahjálpin bendir á splunkunýja rannsókn sem sýnir að 10% barna í landinu líði skort og 2-3% mikinn skort. Í áratugi hefur verið talað um að hinar gríðarlegu auðlindir Íslendinga verði lýstar þjóðareign í stjórnarskrá. Nú er enn ein stjórnarskrárnefndin að gefast upp. Lífsþreytt valdastofnun sem nýtur trausts innan við 20% landsmanna hundsar kröfu meirihluta Íslendinga um auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Tugir þúsunda landsmanna samþykktu að það synjunarvald á lögum frá Alþingi sem forseti Íslands einn hefur nú – án reglu eða festu – verði falið þjóðinni til að veita fulltrúalýðræðinu aðhald. Þessi sáraeinfalda tillaga er drepin. Svona birtist okkur að jafnvel á Íslandi eru sömu átök og standa um allan heim. Um jöfnuð, forræði yfir auðlindum og lýðræðislegan rétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Sjá meira
Sextíu og tveir auðkýfingar í heiminum eiga meiri eignir en fátækari helmingur mannkyns, 3,6 milljarðar. Ég vil skoða þetta í því samhengi að mannkyn allt stendur nú frammi fyrir gríðarlegum áskorunum upp á líf og dauða. Sönnun þess er að á liðnu ári komu ríki veraldar saman, ekki einu sinni heldur tvisvar, og gáfu öllu mannkyni þau hátíðlegu loforð að bjarga heiminum. Fyrst með því að samþykkja heimsmarkmið um sjálfbæra þróun: Eyða fátækt og hungri, auka jöfnuð, bæta jafnrétti kynja, stuðla að friði – og á að uppfylla eftir fimmtán stutt ár. Svo ætla ríki heimsins að stöðva hnattræna hlýnun sem ógnar vistkerfi okkar og lífi. Við ætlum að bjarga heiminum – en hann vill ekkert endilega láta bjarga sér.Hver borgar? Loforð um sjálfbær heimsmarkmið fyrir árið 2030 kosta gríðarlegt fé. Við gætum spurt: Hvernig er sú tala í samanburði við framlög til þróunarmála til þessa? Örfá velmegandi ríki heims hafa náð því yfirlýsta markmiði að veita 0,7% af landsframleiðslu til þróunarmála. Þetta einfalda loforð sem ekki hefur verið efnt þyrfti nú að tvöfalda eða þrefalda. Hvað þá með hitt stóra loforðið um að stöðva hlýnun jarðar sem hefur staðið síðan iðnbylting hófst fyrir 200 árum? Hér dugar ekkert minna en umskipti á lífsháttum, efnahagslífi, daglegum neysluvenjum. Nýbyltingin þarf að vera á sams konar stærðarkvarða og iðnbyltingin sjálf, nema á miklu skemmri tíma. Þessi nýbylting er ekki bara nauðsynleg heldur stórhættuleg – fyrir þá sem græða á óbreyttu ástandi. Til dæmis fyrir þennan smáhóp jarðarbúa sem á meira en helmingur mannkyns. Jafnvel líka fyrir þetta eina prósent Íslendinga sem á næstum fjórðung af öllum auði Íslands.EKKI sameiginlegir hagsmunir Loforð mannkyns til handa sjálfu sér eru merkileg heimspólitísk tíðindi. Við, þessi mörgu, ætlum ekki endalaust að borga fyrir forréttindi hinna fáu. Í þessu samhengi held ég að undirstaða allra framfara fyrir mannkyn felist í tvennu: Auknum jöfnuði og auknu lýðræði. Óhóflegur auður færir ríku fólki óhófleg völd. Það kaupir sér stjórnmálamenn, alþjóðabanka, lögfræðingaheri og hagfræðingastóð sem skilgreina tilgang lífsins út frá auðvaldshagsmunum sínum. Þessi áróður grefur sig inn í menntamusteri og fjölmiðla, menningu og umræðu eins og veira sem borar sig inn í hverja frumu samfélagsins og leitast við að útrýma mótstöðuafli almannahagsmuna. Jafnari auður skapar ný valdahlutföll og leiðin til þess er meira lýðræði – betra lýðræði. Það er útilokað að ímynda sér að þeir 62 auðkýfingar sem eiga samtals meira af eignum en fátækasti helmingur mannkyns vilji skipta upp á nýtt.Samhengið við Ísland Fyrir nokkrum vikum hitti ég unga konu frá Kólumbíu, hún vinnur fyrir friðarsamtök sem stilla til friðar á átakasvæðum í meira en 20 löndum. Friðarferli á átakasvæðum er það erfiðasta sem fólk kemst í. Svo ég spurði þessa ungu konu, hvaða aðferð notið þið við svona erfiðar aðstæður? „Við leitum uppi möguleika til að skapa tækifæri,“ sagði hún. Tækifærin eru ekki þarna úti og bíða eftir að vera uppgötvuð, þau eru búin til. Samtökin leita uppi velviljaða leikendur á sviðinu, félög, fólk, stofnanir, fyrirtæki - og skapa sambönd. Leiða saman fólk til samstarfs sem oft vissi ekki um hvert annað. Samstarfið felst í að setja raunhæf markmið og hrinda þeim í framkvæmd. Oftast framhjá ríkjandi valdhöfum og hefðbundnum stofnunum. Með þessu tengist fólk þvert á hagsmuni, stjórnmálaflokka, landamæri, stríðslínur eða trúarbragðakryt. Ný spyr ég: Ef þessi aðferð virkar á átakasvæðum, gæti hún dugað okkur líka í átökum heima á Íslandi? Brjóta upp hin hefðbundnu stjórnmál og skapa samvinnu- og samfélagsvettvang sem fylgir ekki hefðbundnum valdastrúktúr heldur brýtur hann niður? Því hvort sem er á heimsvísu eða heimavísu er öruggt að það hagsmunakerfi sem skóp vandann mun ekki leggja sjálft sig niður til að leysa hann.Nauðsyn þess að byrja heima Þegar Ísland samþykkti að afmá fátækt átti það líka við um fátækt á Íslandi. Fátækir á Íslandi eru um 10% af landsmönnum. Barnahjálpin bendir á splunkunýja rannsókn sem sýnir að 10% barna í landinu líði skort og 2-3% mikinn skort. Í áratugi hefur verið talað um að hinar gríðarlegu auðlindir Íslendinga verði lýstar þjóðareign í stjórnarskrá. Nú er enn ein stjórnarskrárnefndin að gefast upp. Lífsþreytt valdastofnun sem nýtur trausts innan við 20% landsmanna hundsar kröfu meirihluta Íslendinga um auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Tugir þúsunda landsmanna samþykktu að það synjunarvald á lögum frá Alþingi sem forseti Íslands einn hefur nú – án reglu eða festu – verði falið þjóðinni til að veita fulltrúalýðræðinu aðhald. Þessi sáraeinfalda tillaga er drepin. Svona birtist okkur að jafnvel á Íslandi eru sömu átök og standa um allan heim. Um jöfnuð, forræði yfir auðlindum og lýðræðislegan rétt.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun