Viðskipti innlent

Skilyrði eftirlitsins höfðu ekki áhrif á sölu Borgunar

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. vísir/gva
„Við fáum ekki séð að nein skilyrði sem hvíldu á Landsbankanum af hálfu Samkeppniseftirlitsins hafi haft áhrif á verð eða skilmála þessarar sölu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um sölu Landsbankans á kortafyrirtækinu Borgun.

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að samkvæmt sátt við eftirlitið hafi Landsbankinn ekki mátt skipa háða stjórnarmenn í stjórn fyrirtækisins. Það máttu hins vegar meirihlutaeigendur Borgunar, Íslandsbanki. Því sagði Steinþór skilmála sáttarinnar við eftirlitið takmarka aðgengi bankans að upplýsingum um Borgun.  

Páll Gunnar er hins vegar ekki á sama máli. „Við erum ósammála því. Fyrirtæki ganga kaupum og sölum án þess að seljendur eigi alltaf stjórnarmenn sem eru háðir viðkomandi eiganda,“ segir hann.

Þá boðuðu Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, og Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður Bankasýslu ríkisins á fund í gærkvöld til að ræða hvort rétt hafi verið farið að sölu á eignum bankanna. Á meðal þess sem rætt verður á fundinum, sem fer fram á miðvikudag, er hvort Landsbankinn hafi farið eftir eigendastefnu ríkisins er hann seldi hlut sinn í Borgun.


Tengdar fréttir

Bankasýslumenn boðaðir á fund fjárlaganefndar

Fulltrúar Bankasýslunnar eiga að upplýsa hvernig eigendastefnu Bankasýslunnar hafi verið framfylgt á undanförnum misserum og hvernig það verði gert í framtíðinni.

Ekki góð innsýn í Borgun

Samkeppniseftirlitið setti þrýsting á Landsbankann, Arion banka og Íslandsbanka að breyta eignarhaldi á kortafyrirtækjum. Þetta segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×