Samkeppni er óttalegt vesen skjóðan skrifar 13. janúar 2016 08:00 Tvö af stóru olíufélögunum þremur tóku ekki þátt í útboði Landssambands smábátaeigenda á sjö milljónum lítra af eldsneyti seint á síðasta ári. Hvorki Olís né N1 sáu ástæðu til að senda inn tilboð. Fyrr á árinu hunsaði Olís annað útboð fyrir kaup á 23 milljónum lítra og N1 hefur neitað að gefa upp hvort það tók þátt. Skeljungur hreppti hnossið í báðum tilvikum. Samtals námu þessi útboð nálægt 20 prósentum af eldsneytiskaupum í sjávarútvegi á ári hverju þannig að eftir einhverju hefur væntanlega verið að slægjast. Skýringar Olís og N1 á þátttökuleysi sínu er að útboðsskilmálar hafi ekki hentað innra skipulagi fyrirtækjanna. Þá sögðust talsmenn alla vega annars fyrirtækisins vera ósáttir við að fyrirtækið sem sá um útboðið hefði tekjur af eldsneytiskaupum smábáta út samningstímann. Smábátaeigendur eru margir og smáir og kaup hvers og eins vega ekki þungt í heildarmyndinni hjá olíufélögunum, en þegar þeir koma fram sem ein blokk er um stórviðskipti að ræða. Það er varla hægt að draga aðra ályktun af áhugaleysi stóru olíufélaganna á þessum eldsneytisútboðum en að þau séu enn við sama heygarðshornið og á árum áður. Samkeppniseftirlitið rannsakaði meint ólöglegt samráð þeirra á markaði hérlendis 1993-2001. Það endaði með því að þau voru sektuð um 1,5 milljarða 2005. Héraðsdómur felldi sektina niður mikið til af tæknilegum ástæðum. Í raun hefur engin endanleg niðurstaða fengist í þessu máli. Olíufélögunum var á sínum tíma m.a. gefið að sök að hafa haft með sér samráð um að keppa ekki um viðskipti stórra viðskiptavina. Þetta lýsti sér m.a. í því að oft var það einungis eitt félag sem gerði tilboð þegar eldsneytisviðskipti stórfyrirtækja og opinberra aðila voru boðin út. Þetta er nákvæmlega það sem gerðist í útboðunum á síðasta ári. Full ástæða er fyrir Samkeppniseftirlitið að hefja þegar í stað rannsókn á því hvort olíufélögin höfðu með sér samráð um að einungis eitt þeirra byði í viðskiptin við smábátasjómenn. Slíkt samráð er ólöglegt. Fákeppni ríkir á ýmsum sviðum hér á landi. Okur bankanna og ófyrirleitni þeirra í garð viðskiptavina sinna talar sínu máli. Fallegar ímyndarauglýsingar breyta þar engu um. Stóru olíufélögin virðast nær enga samkeppni stunda. Kannski á það að líta út sem samkeppni að nokkrum sinnum í mánuði auglýsir eitt þeirra nokkurra króna afslátt af eldsneytislítranum til vildarvina og innan klukkustundar eru hin búin að bjóða sínum vildarvinum það sama. Þetta er hins vegar engin samkeppni. Það getur verið flókið að stunda samkeppni – kannski of flókið fyrir olíufélögin? Skjóðan Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Tvö af stóru olíufélögunum þremur tóku ekki þátt í útboði Landssambands smábátaeigenda á sjö milljónum lítra af eldsneyti seint á síðasta ári. Hvorki Olís né N1 sáu ástæðu til að senda inn tilboð. Fyrr á árinu hunsaði Olís annað útboð fyrir kaup á 23 milljónum lítra og N1 hefur neitað að gefa upp hvort það tók þátt. Skeljungur hreppti hnossið í báðum tilvikum. Samtals námu þessi útboð nálægt 20 prósentum af eldsneytiskaupum í sjávarútvegi á ári hverju þannig að eftir einhverju hefur væntanlega verið að slægjast. Skýringar Olís og N1 á þátttökuleysi sínu er að útboðsskilmálar hafi ekki hentað innra skipulagi fyrirtækjanna. Þá sögðust talsmenn alla vega annars fyrirtækisins vera ósáttir við að fyrirtækið sem sá um útboðið hefði tekjur af eldsneytiskaupum smábáta út samningstímann. Smábátaeigendur eru margir og smáir og kaup hvers og eins vega ekki þungt í heildarmyndinni hjá olíufélögunum, en þegar þeir koma fram sem ein blokk er um stórviðskipti að ræða. Það er varla hægt að draga aðra ályktun af áhugaleysi stóru olíufélaganna á þessum eldsneytisútboðum en að þau séu enn við sama heygarðshornið og á árum áður. Samkeppniseftirlitið rannsakaði meint ólöglegt samráð þeirra á markaði hérlendis 1993-2001. Það endaði með því að þau voru sektuð um 1,5 milljarða 2005. Héraðsdómur felldi sektina niður mikið til af tæknilegum ástæðum. Í raun hefur engin endanleg niðurstaða fengist í þessu máli. Olíufélögunum var á sínum tíma m.a. gefið að sök að hafa haft með sér samráð um að keppa ekki um viðskipti stórra viðskiptavina. Þetta lýsti sér m.a. í því að oft var það einungis eitt félag sem gerði tilboð þegar eldsneytisviðskipti stórfyrirtækja og opinberra aðila voru boðin út. Þetta er nákvæmlega það sem gerðist í útboðunum á síðasta ári. Full ástæða er fyrir Samkeppniseftirlitið að hefja þegar í stað rannsókn á því hvort olíufélögin höfðu með sér samráð um að einungis eitt þeirra byði í viðskiptin við smábátasjómenn. Slíkt samráð er ólöglegt. Fákeppni ríkir á ýmsum sviðum hér á landi. Okur bankanna og ófyrirleitni þeirra í garð viðskiptavina sinna talar sínu máli. Fallegar ímyndarauglýsingar breyta þar engu um. Stóru olíufélögin virðast nær enga samkeppni stunda. Kannski á það að líta út sem samkeppni að nokkrum sinnum í mánuði auglýsir eitt þeirra nokkurra króna afslátt af eldsneytislítranum til vildarvina og innan klukkustundar eru hin búin að bjóða sínum vildarvinum það sama. Þetta er hins vegar engin samkeppni. Það getur verið flókið að stunda samkeppni – kannski of flókið fyrir olíufélögin?
Skjóðan Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira