Samfélagsperlur í vanda Frosti Logason skrifar 14. janúar 2016 07:00 Maður er nánast óvinnufær eftir fréttir þessarar viku. Viðtal við þrjá samviskufanga á Vesturlandi skilur mann eftir nær lamaðan af sorg. Óréttlætið svíður svakalega. Hvernig getur þetta verið niðurstaðan? spyr maður sig. Bankamennirnir voru að vísu fundnir sekir, í fjölskipuðum dómum á tveimur dómstigum, um brot sem voru í dómsorði sögð stórum alvarlegri en nokkur dæmi verða fundin um í íslenskri réttarsögu. Að brotin hefðu verið þaulskipulögð, drýgð af einbeittum ásetningi og eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi. En fyrr má nú vera refsigleðin. Hverju erum við sem samfélag bættari að svipta menn mannsæmandi aðbúnaði og öðrum grunnþörfum. Dvöl fanganna í svokölluðu opnu úrræði Fangelsismálastofnunar virðist vera ein samfelld martröð. Þeir fá ekki vín með matnum. Reiðnámskeið sem þeir höfðu sjálfir skipulagt og fengið heimsent í fangelsið var stöðvað á síðustu stundu. Þeir mega ekki láta almannatengslafyrirtæki sjá um samskipti sín við fangelsismálayfirvöld og þeir þurfa að nota farsíma af gömlu gerðinni, sem ekki eru nettengdir. Hugsið ykkur. Þeir fá einungis internet í borðtölvurnar sínar. Svo til að kóróna niðurlæginguna þá var þekktum alþjóðlegum fjölmiðlamanni sem fjallar um bankahrunið á heimsvísu leyft að kvikmynda í sjálfu fangelsinu sem hýsir viðkomandi bankamenn. Þetta er í raun óskiljanlegt þar sem þrot bankans undir þeirra stjórn var einungis í þriðja sæti á lista yfir stærstu gjaldþrot heimssögunnar. Já, vont er þeirra ranglæti. Sér í lagi ef hugsað er til þess að mennirnir hafa ekkert rangt gert. Þetta er auðvitað allt einhverjum öðrum að kenna. Hvar er réttlætið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun
Maður er nánast óvinnufær eftir fréttir þessarar viku. Viðtal við þrjá samviskufanga á Vesturlandi skilur mann eftir nær lamaðan af sorg. Óréttlætið svíður svakalega. Hvernig getur þetta verið niðurstaðan? spyr maður sig. Bankamennirnir voru að vísu fundnir sekir, í fjölskipuðum dómum á tveimur dómstigum, um brot sem voru í dómsorði sögð stórum alvarlegri en nokkur dæmi verða fundin um í íslenskri réttarsögu. Að brotin hefðu verið þaulskipulögð, drýgð af einbeittum ásetningi og eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi. En fyrr má nú vera refsigleðin. Hverju erum við sem samfélag bættari að svipta menn mannsæmandi aðbúnaði og öðrum grunnþörfum. Dvöl fanganna í svokölluðu opnu úrræði Fangelsismálastofnunar virðist vera ein samfelld martröð. Þeir fá ekki vín með matnum. Reiðnámskeið sem þeir höfðu sjálfir skipulagt og fengið heimsent í fangelsið var stöðvað á síðustu stundu. Þeir mega ekki láta almannatengslafyrirtæki sjá um samskipti sín við fangelsismálayfirvöld og þeir þurfa að nota farsíma af gömlu gerðinni, sem ekki eru nettengdir. Hugsið ykkur. Þeir fá einungis internet í borðtölvurnar sínar. Svo til að kóróna niðurlæginguna þá var þekktum alþjóðlegum fjölmiðlamanni sem fjallar um bankahrunið á heimsvísu leyft að kvikmynda í sjálfu fangelsinu sem hýsir viðkomandi bankamenn. Þetta er í raun óskiljanlegt þar sem þrot bankans undir þeirra stjórn var einungis í þriðja sæti á lista yfir stærstu gjaldþrot heimssögunnar. Já, vont er þeirra ranglæti. Sér í lagi ef hugsað er til þess að mennirnir hafa ekkert rangt gert. Þetta er auðvitað allt einhverjum öðrum að kenna. Hvar er réttlætið?
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun