Minnsti bróðir Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2016 07:00 Engar samræmdar vinnu- eða verklagsreglur eru til hjá lögreglunni þegar grunur kemur upp um ofbeldi gegn fötluðu fólki. Fréttablaðið greindi frá þessu á laugardag en Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, lagði fram fyrirspurn til innanríkisráðherra sem svarað var fyrir helgi. Svo mikið verk þarf að vinna áður en hægt er að halda því fram að öryggi og réttarvernd fatlaðs fólks sé tryggt að formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar telur að þörf sé á sérstakri neyðaráætlun til úrbóta. Þroskahjálp samþykkti sérstaka áætlun um vernd fatlaðs fólks gegn misnotkun og ofbeldi á landsþingi sínu í október. Þar voru lögreglu- og dómsmálayfirvöld sérstaklega hvött til að setja sér skýrar verklagsreglur um hvernig bæta megi réttarvernd fatlaðs fólks. Eitt lögregluembætti hefur sett sér sínar eigin reglur við rannsókn kynferðisbrota þar sem brotaþoli er með þroskahömlun. Það er lögreglustjórinn á Suðurlandi sem gerði það að eigin frumkvæði. „Svarið við fyrirspurn minni vekur kannski fyrst og fremst spurningar um það hvort þekking þeirra sem rannsaka og dæma í málum er varða ofbeldi gegn fötluðu fólki sé nægjanlega góð,“ sagði Steinunn í samtali við Fréttablaðið. Róbert R. Spanó, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, skrifaði grein í Fréttablaðið í byrjun árs þar sem hann ræddi meðal annars um þörf á endurmenntun dómara. Hann sagði dómarastarfið sérfræðistarf og dómara þurfa að kunna lögin. Lögin hins vegar taki sífelldum breytingum og oft séu nýjar réttarreglur undir áhrifum af breyttum samfélagsviðhorfum og kenningum. Ofbeldi sem beinist gegn fötluðu fólki er þekkt og viðurkennt vandamál um allan heim. Fólk sem er fatlað er eins mismunandi og við hin og glímir við mismikla fötlun. Það er hins vegar þekkt að þeir sem beita ofbeldi velja oft að ráðast gegn þeim sem ekki fá borið hönd fyrir höfuð sér og þar eru fatlaðir í meiri hættu en aðrir. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks frá árinu 2007 leggur mikla áherslu á skyldur ríkja til að verja fatlað fólk fyrir ofbeldi. Íslenska ríkið skrifaði undir þennan samning og vinnur nú að fullgildingu hans sem þýðir að tryggja verður að öll lög og stjórnsýsluframkvæmd uppfylli kröfur og skilyrði sem hann mælir fyrir um. Í samningnum er lögð sérstök áhersla á að stjórnvöld tryggi fötluðu fólki aðgang að réttarkerfinu og vernd réttarkerfisins til jafns við aðra, meðal annars með því að laga málsmeðferð alla að þörfum þess. Ljóst er á dæmum sem liggja fyrir að fatlaðir, og þá sérstaklega fatlaðar konur, hafa ekki sama aðgang að réttarkerfinu og aðrir. Og það má óttast að þeir sem ekki hafa stigið fram og sagt sögur sínar í fjölmiðlum séu hið minnsta fyrir hendi og líklega margir. Þörfin á samræmdum reglum um ofbeldismál gegn fötluðum er mikil og jafn mikil er þörfin á menntun þeirra sem með slík mál fara. Hinn hátt í áratugar gamli samningur Sameinuðu þjóðanna sem enn hefur ekki verið fullgiltur öskrar á stjórnvöld að muna eftir sér. Alþingi kemur einmitt saman í dag. Vert væri að huga að þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Engar samræmdar vinnu- eða verklagsreglur eru til hjá lögreglunni þegar grunur kemur upp um ofbeldi gegn fötluðu fólki. Fréttablaðið greindi frá þessu á laugardag en Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, lagði fram fyrirspurn til innanríkisráðherra sem svarað var fyrir helgi. Svo mikið verk þarf að vinna áður en hægt er að halda því fram að öryggi og réttarvernd fatlaðs fólks sé tryggt að formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar telur að þörf sé á sérstakri neyðaráætlun til úrbóta. Þroskahjálp samþykkti sérstaka áætlun um vernd fatlaðs fólks gegn misnotkun og ofbeldi á landsþingi sínu í október. Þar voru lögreglu- og dómsmálayfirvöld sérstaklega hvött til að setja sér skýrar verklagsreglur um hvernig bæta megi réttarvernd fatlaðs fólks. Eitt lögregluembætti hefur sett sér sínar eigin reglur við rannsókn kynferðisbrota þar sem brotaþoli er með þroskahömlun. Það er lögreglustjórinn á Suðurlandi sem gerði það að eigin frumkvæði. „Svarið við fyrirspurn minni vekur kannski fyrst og fremst spurningar um það hvort þekking þeirra sem rannsaka og dæma í málum er varða ofbeldi gegn fötluðu fólki sé nægjanlega góð,“ sagði Steinunn í samtali við Fréttablaðið. Róbert R. Spanó, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, skrifaði grein í Fréttablaðið í byrjun árs þar sem hann ræddi meðal annars um þörf á endurmenntun dómara. Hann sagði dómarastarfið sérfræðistarf og dómara þurfa að kunna lögin. Lögin hins vegar taki sífelldum breytingum og oft séu nýjar réttarreglur undir áhrifum af breyttum samfélagsviðhorfum og kenningum. Ofbeldi sem beinist gegn fötluðu fólki er þekkt og viðurkennt vandamál um allan heim. Fólk sem er fatlað er eins mismunandi og við hin og glímir við mismikla fötlun. Það er hins vegar þekkt að þeir sem beita ofbeldi velja oft að ráðast gegn þeim sem ekki fá borið hönd fyrir höfuð sér og þar eru fatlaðir í meiri hættu en aðrir. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks frá árinu 2007 leggur mikla áherslu á skyldur ríkja til að verja fatlað fólk fyrir ofbeldi. Íslenska ríkið skrifaði undir þennan samning og vinnur nú að fullgildingu hans sem þýðir að tryggja verður að öll lög og stjórnsýsluframkvæmd uppfylli kröfur og skilyrði sem hann mælir fyrir um. Í samningnum er lögð sérstök áhersla á að stjórnvöld tryggi fötluðu fólki aðgang að réttarkerfinu og vernd réttarkerfisins til jafns við aðra, meðal annars með því að laga málsmeðferð alla að þörfum þess. Ljóst er á dæmum sem liggja fyrir að fatlaðir, og þá sérstaklega fatlaðar konur, hafa ekki sama aðgang að réttarkerfinu og aðrir. Og það má óttast að þeir sem ekki hafa stigið fram og sagt sögur sínar í fjölmiðlum séu hið minnsta fyrir hendi og líklega margir. Þörfin á samræmdum reglum um ofbeldismál gegn fötluðum er mikil og jafn mikil er þörfin á menntun þeirra sem með slík mál fara. Hinn hátt í áratugar gamli samningur Sameinuðu þjóðanna sem enn hefur ekki verið fullgiltur öskrar á stjórnvöld að muna eftir sér. Alþingi kemur einmitt saman í dag. Vert væri að huga að þessu.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar