Nasr: Sauber verður allt öðruvísi 2016 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. janúar 2016 20:00 Felipe Nasr á Sauber bílnum. Vísir/Getty Sauber tekur grimmari nálgun við hönnun 2016 bílsins en liðið gerði með bíl síðasta árs. Liðið þarf að taka stórt skref fram á við segir annar ökumanna liðsins, Felipe Nasr. Nasr náði í 27 af 36 stigum liðsins á síðasta tímabili. Sauber endaði í áttunda sæti í keppni bílasmiða á eftir Toro Rosso og undan McLaren-Honda. Nasr segir að liðið hafi ákveðið að breyta nálgun sinni við þróun bíls næsta árs. Liðið vill hanna bílinn frá grunni frekar en byggja ofan á C34 bílinn sem notaður var 2015. „Hingað til hefur liðið verið mjög raunsætt og allt sem ég hef séð lítur gjörbreytt út,“ sagði Nasr í samtali við Motorsport. „Ef við myndum halda áfram að þróa bílinn frá því í fyrra þá næðum við ekki nema litlum skrefum. Þess vegna ætlum við að leita á ný mið á næsta ári,“ bætti Nasr við. Nasr býst samt ekki við gríðarlegum framförum en ágætis skrefi fram á við. „Ég held að ég búist við skrefi fram á við. Við skiljum að bíllinn þarf að batna, við vitum hvaða veiku bletti bíllinn hefur en það er erfitt að kollvarpa þessu enda með bíl sem vinnur keppnir. Það er ekki að fara að gerast en ég veit við náum framförum,“ sagði Nasr að lokum. Formúla Tengdar fréttir Ferrari hótar að hætta í Formúlu 1 Forseti Ferrari, Sergio Marchionne hefur sagt að hann íhugi að draga Ferrari úr keppni í Formúlu 1, verði að hugmyndum um einfaldari vél frá óháðum framleiðanda. 15. desember 2015 22:30 Tvö ár síðan Schumacher lenti í skíðaslysinu Tíminn líður hratt. Í dag eru nákvæmlega tvö ár síðan Formúlukappinn Michael Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum. 29. desember 2015 22:30 Schumacher getur ekki gengið Umboðsmaður Michael Schumacher hefur blásið á sögusagnir þess efnis að ökumaðurinn sé farinn að ganga. 25. desember 2015 20:00 Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Sauber tekur grimmari nálgun við hönnun 2016 bílsins en liðið gerði með bíl síðasta árs. Liðið þarf að taka stórt skref fram á við segir annar ökumanna liðsins, Felipe Nasr. Nasr náði í 27 af 36 stigum liðsins á síðasta tímabili. Sauber endaði í áttunda sæti í keppni bílasmiða á eftir Toro Rosso og undan McLaren-Honda. Nasr segir að liðið hafi ákveðið að breyta nálgun sinni við þróun bíls næsta árs. Liðið vill hanna bílinn frá grunni frekar en byggja ofan á C34 bílinn sem notaður var 2015. „Hingað til hefur liðið verið mjög raunsætt og allt sem ég hef séð lítur gjörbreytt út,“ sagði Nasr í samtali við Motorsport. „Ef við myndum halda áfram að þróa bílinn frá því í fyrra þá næðum við ekki nema litlum skrefum. Þess vegna ætlum við að leita á ný mið á næsta ári,“ bætti Nasr við. Nasr býst samt ekki við gríðarlegum framförum en ágætis skrefi fram á við. „Ég held að ég búist við skrefi fram á við. Við skiljum að bíllinn þarf að batna, við vitum hvaða veiku bletti bíllinn hefur en það er erfitt að kollvarpa þessu enda með bíl sem vinnur keppnir. Það er ekki að fara að gerast en ég veit við náum framförum,“ sagði Nasr að lokum.
Formúla Tengdar fréttir Ferrari hótar að hætta í Formúlu 1 Forseti Ferrari, Sergio Marchionne hefur sagt að hann íhugi að draga Ferrari úr keppni í Formúlu 1, verði að hugmyndum um einfaldari vél frá óháðum framleiðanda. 15. desember 2015 22:30 Tvö ár síðan Schumacher lenti í skíðaslysinu Tíminn líður hratt. Í dag eru nákvæmlega tvö ár síðan Formúlukappinn Michael Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum. 29. desember 2015 22:30 Schumacher getur ekki gengið Umboðsmaður Michael Schumacher hefur blásið á sögusagnir þess efnis að ökumaðurinn sé farinn að ganga. 25. desember 2015 20:00 Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Ferrari hótar að hætta í Formúlu 1 Forseti Ferrari, Sergio Marchionne hefur sagt að hann íhugi að draga Ferrari úr keppni í Formúlu 1, verði að hugmyndum um einfaldari vél frá óháðum framleiðanda. 15. desember 2015 22:30
Tvö ár síðan Schumacher lenti í skíðaslysinu Tíminn líður hratt. Í dag eru nákvæmlega tvö ár síðan Formúlukappinn Michael Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum. 29. desember 2015 22:30
Schumacher getur ekki gengið Umboðsmaður Michael Schumacher hefur blásið á sögusagnir þess efnis að ökumaðurinn sé farinn að ganga. 25. desember 2015 20:00