Forsetaframboð kostar minnst tíu milljónir 6. janúar 2016 08:00 Friðjón telur líklegast að úrslit kosninganna ráðist í sjónvarpi og útvarpi sem hann kallar tilfinningamiðla. Á myndinni má sjá Herdísi Þorgeirsdóttur, Þóru Arnórsdóttur og Ólaf Ragnar Grímsson taka þátt í kappræðum fyrir forsetakosningarnar árið 2012. Kostnaður við forsetaframboð er að minnsta kosti tíu milljónir króna ef vel á að vera að sögn Friðjóns R. Friðjónssonar, almannatengils hjá Kom. Þetta sé algjört lágmark til þess að geta greitt starfsfólki laun, staðið fyrir viðburðum og ferðast um landið. Þá eigi eftir að taka mið af kostnaði við auglýsingar. „Þú þarft að eiga fyrir bensíni á bílinn sem keyrir hringinn og eiga fyrir gistingu ef þú ætlar að ferðast um landið,“ segir Friðjón en hann aðstoðaði Þóru Arnórsdóttur við forsetaframboð hennar fyrir fjórum árum. Ekki sé hægt að ætlast til þess að fólk taki sér nokkurra mánaða frí frá annarri vinnu án þess að fá fyrir það greitt.Friðjón R. Friðjónsson almanntengill hjá Kom segir ekki ætlast til að fólk vinni launalaust fyrir forsetaframbjóðendur svo mánuðum skipti.Friðjón bendir á að í framboði Þóru hafi tugir manna komið að kosningabaráttunni með einhverjum hætti. „Frambjóðandinn getur ekki haldið utan um dagskrána sína, það þarf alltaf einhver að vera búinn að skipuleggja næsta fund og fundinn þar á eftir,“ segir hann en framboð Þóru kostaði fimmtán milljónir króna. Erfitt sé að safna mjög háum upphæðum í kosningabaráttunni vegna þess hve þröngar skorður séu á framlögum til framboðanna að sögn Friðjóns. Hver lögaðili megi ekki gefa meira en 400 þúsund krónur og gefa þurfi upp hver styrki hvern frambjóðanda. „Það er ekkert hlaupið að því að safna 15 milljónum,“ bendir Friðjón á. Því skipti gott skipulag mestu máli. „Ég held að það skipti máli að geta búið til gott skipulag og góða kosningabaráttu sem getur nýtt peninginn og vakið athygli og komið þér í fjölmiðla með einum eða öðrum hætti.“ Lítt þekktir aðilar eigi hins vegar litla von. „Ég held að það sé ekki hægt að auglýsa sig í embætti,“ segir Friðjón. Forsetar hingað til hafi allir verið landsþekktir áður en kosningabaráttan hófst. Hið sama hafi gilt um flesta þá sem náð hafi árangri í kosningum til stjórnlagaráðs og stærstu prófkjörum flokkanna. Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Kostnaður við forsetaframboð er að minnsta kosti tíu milljónir króna ef vel á að vera að sögn Friðjóns R. Friðjónssonar, almannatengils hjá Kom. Þetta sé algjört lágmark til þess að geta greitt starfsfólki laun, staðið fyrir viðburðum og ferðast um landið. Þá eigi eftir að taka mið af kostnaði við auglýsingar. „Þú þarft að eiga fyrir bensíni á bílinn sem keyrir hringinn og eiga fyrir gistingu ef þú ætlar að ferðast um landið,“ segir Friðjón en hann aðstoðaði Þóru Arnórsdóttur við forsetaframboð hennar fyrir fjórum árum. Ekki sé hægt að ætlast til þess að fólk taki sér nokkurra mánaða frí frá annarri vinnu án þess að fá fyrir það greitt.Friðjón R. Friðjónsson almanntengill hjá Kom segir ekki ætlast til að fólk vinni launalaust fyrir forsetaframbjóðendur svo mánuðum skipti.Friðjón bendir á að í framboði Þóru hafi tugir manna komið að kosningabaráttunni með einhverjum hætti. „Frambjóðandinn getur ekki haldið utan um dagskrána sína, það þarf alltaf einhver að vera búinn að skipuleggja næsta fund og fundinn þar á eftir,“ segir hann en framboð Þóru kostaði fimmtán milljónir króna. Erfitt sé að safna mjög háum upphæðum í kosningabaráttunni vegna þess hve þröngar skorður séu á framlögum til framboðanna að sögn Friðjóns. Hver lögaðili megi ekki gefa meira en 400 þúsund krónur og gefa þurfi upp hver styrki hvern frambjóðanda. „Það er ekkert hlaupið að því að safna 15 milljónum,“ bendir Friðjón á. Því skipti gott skipulag mestu máli. „Ég held að það skipti máli að geta búið til gott skipulag og góða kosningabaráttu sem getur nýtt peninginn og vakið athygli og komið þér í fjölmiðla með einum eða öðrum hætti.“ Lítt þekktir aðilar eigi hins vegar litla von. „Ég held að það sé ekki hægt að auglýsa sig í embætti,“ segir Friðjón. Forsetar hingað til hafi allir verið landsþekktir áður en kosningabaráttan hófst. Hið sama hafi gilt um flesta þá sem náð hafi árangri í kosningum til stjórnlagaráðs og stærstu prófkjörum flokkanna.
Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira