Viðskipti innlent

Ódýrast að fljúga til Osló í október

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þróun flugverðs á síðasta ári til nokkurra vinsælla áfangastaða.
Þróun flugverðs á síðasta ári til nokkurra vinsælla áfangastaða. mynd/dohop
Á liðnu ári var ódýrast að fljúga frá Keflavíkurflugvelli til Osló, Edinborgar og Manchester og ódýrasti mánuðurinn til að ferðast var október. Dýrustu mánuðirnir voru svo þeir vinsælustu yfir hásumarið, júní og júlí, en þetta kemur fram í tölum sem flugleitarvefurinn Dohop hefur tekið saman um þróunina á flugverði til tíu vinsælla áfangastaða.

Meðalverð á flugi til vinsælustu áfangastaða Íslendinga er um 70 þúsund krónur í júní og júlí en um 50 þúsund krónur í október. Þá er líka ódýrasta flugið báðar leiðir í þeim mánuði, eða 28 þúsund krónur til Osló.

Minnst breyting er á flugverði milli mars- og aprílmánaða en þá helst flugverð næstum óbreytt.

Mest breytist flugverð þegar sumarhækkunin á sér stað milli maí og júni, en þá hækkar flugverð um rúmar 14.000 krónur að meðaltali. Mæsta lækkunin er síðan á milli júlí og ágúst þegar meðalverð fellur aftur um tæpar 14.000 krónur.

mynd/dohop





Fleiri fréttir

Sjá meira


×