Ætla mér að vinna Ólympíugull Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. ágúst 2015 06:30 Helgi kastar af krafti. Fréttablaðið/getty „Þetta er búið að vera á teikniborðinu mjög lengi sem gerir það að verkum að það er ennþá sætara að hafa loksins náð þessu,“ sagði Helgi Sveinsson, spjótkastari úr Ármanni, í samtali við Fréttablaðið í gær en Helgi setti nýtt heimsmet í spjótkasti fatlaðra í flokki F-42. Var þetta í þriðja sinn sem Helgi kastaði lengra en fyrra heimsmet en þetta var í fyrsta sinn sem hann gerði það á móti sem er viðurkennt af Alþjóðafrjálsíþróttasamtökum fatlaðra.Stór áfangi að ná þessu „Þetta er mjög skrýtið í íþróttaheimi fatlaðra, það er tekin ákvörðun um hvort mót teljist vera gild á skrifstofu nefndarinnar og ef þetta er ekki á slíku móti telst kastið ekki til metabókanna,“ sagði Helgi sem furðaði sig á þessu. „Ég fékk þessi fyrri tvö köst ekki gild þrátt fyrir að allt saman væri eftir bókinni. Þetta eru reglurnar og það er víst ekki hægt að breyta þeim neitt svo ég þurfti bara að endurtaka leikinn úti,“ sagði Helgi en hann setti metið í Noregi. Helgi er heims- og Evrópumeistari í greininni og hann náði loksins heimsmetinu af Fu Yanlong með 56,04 metra kasti. Fu setti sitt met á Ólympíuleikunum 2012 með kasti upp á 52,79 metra og bætti Helgi því metið um rúmlega þrjá metra en hann hafði áður kastað 53,06 metra á mótinu í Noregi. „Þetta er stór áfangi. Ég vissi að ég gæti þetta en það er gott að ég náði að klára þetta og stimpla mig inn og sýna að ég sé ekkert í þessu til gamans. Ég er að þessu til þess að ná árangri.“Stækkar sjóndeildarhringinn Helgi verður meðal þátttakenda á Ólympíuleikum fatlaðra í Ríó á næsta ári en keppt verður í flokkum F42-44 saman. Helgi sagði að metið myndi gefa honum aukinn kraft við æfingar fyrir Ólympíuleikana. „Þetta stækkar sjóndeildarhringinn í markmiðum fyrir Ólympíuleikana. Núna get ég reynt að leggja meira á mig til þess að ná settum markmiðum og markmiðin stækka á sama tíma. Stefnan er auðvitað að verða Ólympíumeistari og það hefur verið markmið mitt lengi. Þetta markmið kom fyrr en ég bjóst við og þetta á bara eftir að gefa mér aukinn kraft við æfingarnar.“Allur frítími minn fer í þetta Helgi hefur undanfarna mánuði minnkað við sig vinnu til þess að geta nýtt tímann betur til æfinga. Hann segir að það hafi borgað sig og að hann hafi tekið miklum framförum á þessum tíma. „Ég hef unnið hjá Össuri í gegn um allan minn spjótkastsferil en ég ákvað fyrir stuttu að minnka við mig vinnu til þess að geta náð markmiðum mínum í íþróttinni. Það hefur skilað sér, bæði hef ég fundið fyrir því og þjálfarar mínir segja að það sé auðvelt að sjá bætinguna undanfarna mánuði.“ Helgi hefur nýtt allan þann frítíma sem hann hefur til þess að æfa en hingað til hefur hann að mestu greitt kostnað við þetta sjálfu „Það er eiginlega það erfiðasta í þessu, ég er varla með styrktaraðila í þessu. Frítíminn minn frá vinnu og mínir eigin peningar hafa farið í þessa íþrótt en það sem drífur mig áfram er þorstinn í árangur. Ég hef fórnað ýmsu til þess að ná markmiðum mínum á undanförnum árum,“ sagði Helgi.Dreymir um atvinnumennsku Helgi sagði að draumurinn væri að fá styrktaraðila sem gerði það að verkum að hann gæti einbeitt sér alfarið að æfingum árið fyrir leikana. „Stærsti draumurinn er að fá styrktaraðila næsta árið sem gerði það að verkum að ég gæti einbeitt mér algerlega að því að æfa fyrir Ríó. Þá yrði ég fyrsti maðurinn í íþróttagrein fatlaðra á Íslandi sem væri atvinnumaður með það að markmiði að ná gulli í Ríó. Þá gæti ég einbeitt mér að því að æfa tvisvar á dag og einbeitt mér betur að undirbúningnum.“ Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Sjá meira
„Þetta er búið að vera á teikniborðinu mjög lengi sem gerir það að verkum að það er ennþá sætara að hafa loksins náð þessu,“ sagði Helgi Sveinsson, spjótkastari úr Ármanni, í samtali við Fréttablaðið í gær en Helgi setti nýtt heimsmet í spjótkasti fatlaðra í flokki F-42. Var þetta í þriðja sinn sem Helgi kastaði lengra en fyrra heimsmet en þetta var í fyrsta sinn sem hann gerði það á móti sem er viðurkennt af Alþjóðafrjálsíþróttasamtökum fatlaðra.Stór áfangi að ná þessu „Þetta er mjög skrýtið í íþróttaheimi fatlaðra, það er tekin ákvörðun um hvort mót teljist vera gild á skrifstofu nefndarinnar og ef þetta er ekki á slíku móti telst kastið ekki til metabókanna,“ sagði Helgi sem furðaði sig á þessu. „Ég fékk þessi fyrri tvö köst ekki gild þrátt fyrir að allt saman væri eftir bókinni. Þetta eru reglurnar og það er víst ekki hægt að breyta þeim neitt svo ég þurfti bara að endurtaka leikinn úti,“ sagði Helgi en hann setti metið í Noregi. Helgi er heims- og Evrópumeistari í greininni og hann náði loksins heimsmetinu af Fu Yanlong með 56,04 metra kasti. Fu setti sitt met á Ólympíuleikunum 2012 með kasti upp á 52,79 metra og bætti Helgi því metið um rúmlega þrjá metra en hann hafði áður kastað 53,06 metra á mótinu í Noregi. „Þetta er stór áfangi. Ég vissi að ég gæti þetta en það er gott að ég náði að klára þetta og stimpla mig inn og sýna að ég sé ekkert í þessu til gamans. Ég er að þessu til þess að ná árangri.“Stækkar sjóndeildarhringinn Helgi verður meðal þátttakenda á Ólympíuleikum fatlaðra í Ríó á næsta ári en keppt verður í flokkum F42-44 saman. Helgi sagði að metið myndi gefa honum aukinn kraft við æfingar fyrir Ólympíuleikana. „Þetta stækkar sjóndeildarhringinn í markmiðum fyrir Ólympíuleikana. Núna get ég reynt að leggja meira á mig til þess að ná settum markmiðum og markmiðin stækka á sama tíma. Stefnan er auðvitað að verða Ólympíumeistari og það hefur verið markmið mitt lengi. Þetta markmið kom fyrr en ég bjóst við og þetta á bara eftir að gefa mér aukinn kraft við æfingarnar.“Allur frítími minn fer í þetta Helgi hefur undanfarna mánuði minnkað við sig vinnu til þess að geta nýtt tímann betur til æfinga. Hann segir að það hafi borgað sig og að hann hafi tekið miklum framförum á þessum tíma. „Ég hef unnið hjá Össuri í gegn um allan minn spjótkastsferil en ég ákvað fyrir stuttu að minnka við mig vinnu til þess að geta náð markmiðum mínum í íþróttinni. Það hefur skilað sér, bæði hef ég fundið fyrir því og þjálfarar mínir segja að það sé auðvelt að sjá bætinguna undanfarna mánuði.“ Helgi hefur nýtt allan þann frítíma sem hann hefur til þess að æfa en hingað til hefur hann að mestu greitt kostnað við þetta sjálfu „Það er eiginlega það erfiðasta í þessu, ég er varla með styrktaraðila í þessu. Frítíminn minn frá vinnu og mínir eigin peningar hafa farið í þessa íþrótt en það sem drífur mig áfram er þorstinn í árangur. Ég hef fórnað ýmsu til þess að ná markmiðum mínum á undanförnum árum,“ sagði Helgi.Dreymir um atvinnumennsku Helgi sagði að draumurinn væri að fá styrktaraðila sem gerði það að verkum að hann gæti einbeitt sér alfarið að æfingum árið fyrir leikana. „Stærsti draumurinn er að fá styrktaraðila næsta árið sem gerði það að verkum að ég gæti einbeitt mér algerlega að því að æfa fyrir Ríó. Þá yrði ég fyrsti maðurinn í íþróttagrein fatlaðra á Íslandi sem væri atvinnumaður með það að markmiði að ná gulli í Ríó. Þá gæti ég einbeitt mér að því að æfa tvisvar á dag og einbeitt mér betur að undirbúningnum.“
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð