Það sem ekki má segja Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 13. ágúst 2015 12:00 Nú loksins hafa allir séð að það verður að byggja nýjan Landspítala. Hugmyndir um nýjan spítala eru áratuga gamlar og hefur miklu fjármagni verið varið í undirbúning og skipulag á liðnum árum. Allir þekkja söguna um „símapeningana“ sem áttu að fara í spítalann og svo kom hrun. Komið er að því að hefjast á handa og byggja við Hringbraut fyrsta áfanga sem er sjúkrahótel. En er ekki ástæða til að staldra aðeins við og endurskoða ákvarðanir sem voru teknar á liðinni öld og byrjun þessarar. Sem fæðingarlæknir á Landspítalanum ber mér skylda til að upplýsa þjóðina og ráðamenn um að það er engin ný fæðingardeild fyrirhuguð í hinu nýja sjúkrahúsi. Við tökum nú á móti nýjum Íslendingum í rúmlega 60 ára gömlu húsi og það verður áður en við vitum 100 ára gamalt. Skrifstofur okkar og hvíldaraðstaða lækna á erfiðum vöktum er í svo kölluðum Ljósmæðraskóla sem er áfastur kvennadeildarhúsinu til vesturs. Í þessu húsi hefur nú komið upp grunur um skaðlega myglu. Starfsfólk finnur fyrir einkennum þess en þau hverfa þegar farið er í lengri frí en koma síðan strax aftur um leið og tekið er til starfa á ný. Þessum húsakosti hefur verið viðhaldið eins og gengur en allir vita að hér þarf stöðugt að hlúa að og bæta. Við sem störfum á kvennadeildinni höfum lagt okkar af mörkum og stofnuðum m.a. Styrktarfélagið Líf til að safna fé til handa deildinni. Margar þær lagfæringar hafa verið til bóta en stundum er eins og verið sé að ausa í botnlausa fötu. Staðsetning spítalans er eitthvað sem ekki má ræða að því er virðist. Það getur vel verið að Hringbrautin hafi hentað best á 20 öldinni. En hættum að horfa í baksýnisspegilinn og horfum fram á veginn til loka 21. aldar. Höfum hagsmuni næstu kynslóðar að leiðarljósi en ekki pólitíska skammtímahagsmuni eða það sem hentar í dag. Það getur vel verið að nálægð við Háskólann henti sumum og að flugvöllurinn sé nú, þessa dagana, ekki langt frá. En samgöngumálin í umhverfi Hringbrautarinnar eru langt frá því að vera í lagi í dag. Það vitum við sem erum lengi heim úr vinnunni daglega vegna umferðarteppu. Það munu ekki allir hjóla til og frá vinnu með börnin á bögglaberanum. Ef við horfum á miðborgir annarra landa annars vegar og stórrar þyrpingar sjúkrahúsbygginga í köngulóarlíki með endalausum ranghölum og tengibyggingum hins vegar, þá fer slíkt alls ekki saman. Það er nokkuð sem menn forðast í miðborgarskipulagi. Í staðinn viljum við sjá eina stórra einingu, t.d. á Vífilsstaðasvæðinu sem er meira miðsvæðis ef horft er á allt stór-Reykjavíkursvæðið og nágrannabyggðarlög. Þar mætti byggja fallega einingu og nýta sér náttúruna sem þar er við meðferð skjólstæðinga spítalans. Íslenska þjóðin má ekki gera þau mistök að fara í þessa framkvæmd með bundið fyrir augun og með banana í eyrunum og framkvæma bara af því að það var búið að ákveða að gera svo. Við þurfum ekki að leita langt til að sjá misgáfulegar milljarðaframkvæmdir eins og heitavatnsgöngin í Vaðlaheiði eða lífshættulegar verksmiðjuframkvæmdir á jarðskjálftasvæðinu við Bakka. Mistökin eru til að læra af, við skulum forðast þau. Það er skylda okkar að tryggja að komandi Íslendingar fæðist í nútímalegri byggingu á réttum stað ef horft er til framtíðar. Nýta mætti húsnæðið við Hringbraut til margra góðra hluta og þar eru mikil verðmæti í dýrum lóðum. Hættum að horfa til baka því þangað stefnum við ekki. Verum stórhuga og þorum að skipta um skoðun, það er bara merki um kjark og greind. Nú hef ég sagt það sem ekki má segja en margir hugsa og lái mér hver sem vill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú loksins hafa allir séð að það verður að byggja nýjan Landspítala. Hugmyndir um nýjan spítala eru áratuga gamlar og hefur miklu fjármagni verið varið í undirbúning og skipulag á liðnum árum. Allir þekkja söguna um „símapeningana“ sem áttu að fara í spítalann og svo kom hrun. Komið er að því að hefjast á handa og byggja við Hringbraut fyrsta áfanga sem er sjúkrahótel. En er ekki ástæða til að staldra aðeins við og endurskoða ákvarðanir sem voru teknar á liðinni öld og byrjun þessarar. Sem fæðingarlæknir á Landspítalanum ber mér skylda til að upplýsa þjóðina og ráðamenn um að það er engin ný fæðingardeild fyrirhuguð í hinu nýja sjúkrahúsi. Við tökum nú á móti nýjum Íslendingum í rúmlega 60 ára gömlu húsi og það verður áður en við vitum 100 ára gamalt. Skrifstofur okkar og hvíldaraðstaða lækna á erfiðum vöktum er í svo kölluðum Ljósmæðraskóla sem er áfastur kvennadeildarhúsinu til vesturs. Í þessu húsi hefur nú komið upp grunur um skaðlega myglu. Starfsfólk finnur fyrir einkennum þess en þau hverfa þegar farið er í lengri frí en koma síðan strax aftur um leið og tekið er til starfa á ný. Þessum húsakosti hefur verið viðhaldið eins og gengur en allir vita að hér þarf stöðugt að hlúa að og bæta. Við sem störfum á kvennadeildinni höfum lagt okkar af mörkum og stofnuðum m.a. Styrktarfélagið Líf til að safna fé til handa deildinni. Margar þær lagfæringar hafa verið til bóta en stundum er eins og verið sé að ausa í botnlausa fötu. Staðsetning spítalans er eitthvað sem ekki má ræða að því er virðist. Það getur vel verið að Hringbrautin hafi hentað best á 20 öldinni. En hættum að horfa í baksýnisspegilinn og horfum fram á veginn til loka 21. aldar. Höfum hagsmuni næstu kynslóðar að leiðarljósi en ekki pólitíska skammtímahagsmuni eða það sem hentar í dag. Það getur vel verið að nálægð við Háskólann henti sumum og að flugvöllurinn sé nú, þessa dagana, ekki langt frá. En samgöngumálin í umhverfi Hringbrautarinnar eru langt frá því að vera í lagi í dag. Það vitum við sem erum lengi heim úr vinnunni daglega vegna umferðarteppu. Það munu ekki allir hjóla til og frá vinnu með börnin á bögglaberanum. Ef við horfum á miðborgir annarra landa annars vegar og stórrar þyrpingar sjúkrahúsbygginga í köngulóarlíki með endalausum ranghölum og tengibyggingum hins vegar, þá fer slíkt alls ekki saman. Það er nokkuð sem menn forðast í miðborgarskipulagi. Í staðinn viljum við sjá eina stórra einingu, t.d. á Vífilsstaðasvæðinu sem er meira miðsvæðis ef horft er á allt stór-Reykjavíkursvæðið og nágrannabyggðarlög. Þar mætti byggja fallega einingu og nýta sér náttúruna sem þar er við meðferð skjólstæðinga spítalans. Íslenska þjóðin má ekki gera þau mistök að fara í þessa framkvæmd með bundið fyrir augun og með banana í eyrunum og framkvæma bara af því að það var búið að ákveða að gera svo. Við þurfum ekki að leita langt til að sjá misgáfulegar milljarðaframkvæmdir eins og heitavatnsgöngin í Vaðlaheiði eða lífshættulegar verksmiðjuframkvæmdir á jarðskjálftasvæðinu við Bakka. Mistökin eru til að læra af, við skulum forðast þau. Það er skylda okkar að tryggja að komandi Íslendingar fæðist í nútímalegri byggingu á réttum stað ef horft er til framtíðar. Nýta mætti húsnæðið við Hringbraut til margra góðra hluta og þar eru mikil verðmæti í dýrum lóðum. Hættum að horfa til baka því þangað stefnum við ekki. Verum stórhuga og þorum að skipta um skoðun, það er bara merki um kjark og greind. Nú hef ég sagt það sem ekki má segja en margir hugsa og lái mér hver sem vill.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar