Það sem ekki má segja Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 13. ágúst 2015 12:00 Nú loksins hafa allir séð að það verður að byggja nýjan Landspítala. Hugmyndir um nýjan spítala eru áratuga gamlar og hefur miklu fjármagni verið varið í undirbúning og skipulag á liðnum árum. Allir þekkja söguna um „símapeningana“ sem áttu að fara í spítalann og svo kom hrun. Komið er að því að hefjast á handa og byggja við Hringbraut fyrsta áfanga sem er sjúkrahótel. En er ekki ástæða til að staldra aðeins við og endurskoða ákvarðanir sem voru teknar á liðinni öld og byrjun þessarar. Sem fæðingarlæknir á Landspítalanum ber mér skylda til að upplýsa þjóðina og ráðamenn um að það er engin ný fæðingardeild fyrirhuguð í hinu nýja sjúkrahúsi. Við tökum nú á móti nýjum Íslendingum í rúmlega 60 ára gömlu húsi og það verður áður en við vitum 100 ára gamalt. Skrifstofur okkar og hvíldaraðstaða lækna á erfiðum vöktum er í svo kölluðum Ljósmæðraskóla sem er áfastur kvennadeildarhúsinu til vesturs. Í þessu húsi hefur nú komið upp grunur um skaðlega myglu. Starfsfólk finnur fyrir einkennum þess en þau hverfa þegar farið er í lengri frí en koma síðan strax aftur um leið og tekið er til starfa á ný. Þessum húsakosti hefur verið viðhaldið eins og gengur en allir vita að hér þarf stöðugt að hlúa að og bæta. Við sem störfum á kvennadeildinni höfum lagt okkar af mörkum og stofnuðum m.a. Styrktarfélagið Líf til að safna fé til handa deildinni. Margar þær lagfæringar hafa verið til bóta en stundum er eins og verið sé að ausa í botnlausa fötu. Staðsetning spítalans er eitthvað sem ekki má ræða að því er virðist. Það getur vel verið að Hringbrautin hafi hentað best á 20 öldinni. En hættum að horfa í baksýnisspegilinn og horfum fram á veginn til loka 21. aldar. Höfum hagsmuni næstu kynslóðar að leiðarljósi en ekki pólitíska skammtímahagsmuni eða það sem hentar í dag. Það getur vel verið að nálægð við Háskólann henti sumum og að flugvöllurinn sé nú, þessa dagana, ekki langt frá. En samgöngumálin í umhverfi Hringbrautarinnar eru langt frá því að vera í lagi í dag. Það vitum við sem erum lengi heim úr vinnunni daglega vegna umferðarteppu. Það munu ekki allir hjóla til og frá vinnu með börnin á bögglaberanum. Ef við horfum á miðborgir annarra landa annars vegar og stórrar þyrpingar sjúkrahúsbygginga í köngulóarlíki með endalausum ranghölum og tengibyggingum hins vegar, þá fer slíkt alls ekki saman. Það er nokkuð sem menn forðast í miðborgarskipulagi. Í staðinn viljum við sjá eina stórra einingu, t.d. á Vífilsstaðasvæðinu sem er meira miðsvæðis ef horft er á allt stór-Reykjavíkursvæðið og nágrannabyggðarlög. Þar mætti byggja fallega einingu og nýta sér náttúruna sem þar er við meðferð skjólstæðinga spítalans. Íslenska þjóðin má ekki gera þau mistök að fara í þessa framkvæmd með bundið fyrir augun og með banana í eyrunum og framkvæma bara af því að það var búið að ákveða að gera svo. Við þurfum ekki að leita langt til að sjá misgáfulegar milljarðaframkvæmdir eins og heitavatnsgöngin í Vaðlaheiði eða lífshættulegar verksmiðjuframkvæmdir á jarðskjálftasvæðinu við Bakka. Mistökin eru til að læra af, við skulum forðast þau. Það er skylda okkar að tryggja að komandi Íslendingar fæðist í nútímalegri byggingu á réttum stað ef horft er til framtíðar. Nýta mætti húsnæðið við Hringbraut til margra góðra hluta og þar eru mikil verðmæti í dýrum lóðum. Hættum að horfa til baka því þangað stefnum við ekki. Verum stórhuga og þorum að skipta um skoðun, það er bara merki um kjark og greind. Nú hef ég sagt það sem ekki má segja en margir hugsa og lái mér hver sem vill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú loksins hafa allir séð að það verður að byggja nýjan Landspítala. Hugmyndir um nýjan spítala eru áratuga gamlar og hefur miklu fjármagni verið varið í undirbúning og skipulag á liðnum árum. Allir þekkja söguna um „símapeningana“ sem áttu að fara í spítalann og svo kom hrun. Komið er að því að hefjast á handa og byggja við Hringbraut fyrsta áfanga sem er sjúkrahótel. En er ekki ástæða til að staldra aðeins við og endurskoða ákvarðanir sem voru teknar á liðinni öld og byrjun þessarar. Sem fæðingarlæknir á Landspítalanum ber mér skylda til að upplýsa þjóðina og ráðamenn um að það er engin ný fæðingardeild fyrirhuguð í hinu nýja sjúkrahúsi. Við tökum nú á móti nýjum Íslendingum í rúmlega 60 ára gömlu húsi og það verður áður en við vitum 100 ára gamalt. Skrifstofur okkar og hvíldaraðstaða lækna á erfiðum vöktum er í svo kölluðum Ljósmæðraskóla sem er áfastur kvennadeildarhúsinu til vesturs. Í þessu húsi hefur nú komið upp grunur um skaðlega myglu. Starfsfólk finnur fyrir einkennum þess en þau hverfa þegar farið er í lengri frí en koma síðan strax aftur um leið og tekið er til starfa á ný. Þessum húsakosti hefur verið viðhaldið eins og gengur en allir vita að hér þarf stöðugt að hlúa að og bæta. Við sem störfum á kvennadeildinni höfum lagt okkar af mörkum og stofnuðum m.a. Styrktarfélagið Líf til að safna fé til handa deildinni. Margar þær lagfæringar hafa verið til bóta en stundum er eins og verið sé að ausa í botnlausa fötu. Staðsetning spítalans er eitthvað sem ekki má ræða að því er virðist. Það getur vel verið að Hringbrautin hafi hentað best á 20 öldinni. En hættum að horfa í baksýnisspegilinn og horfum fram á veginn til loka 21. aldar. Höfum hagsmuni næstu kynslóðar að leiðarljósi en ekki pólitíska skammtímahagsmuni eða það sem hentar í dag. Það getur vel verið að nálægð við Háskólann henti sumum og að flugvöllurinn sé nú, þessa dagana, ekki langt frá. En samgöngumálin í umhverfi Hringbrautarinnar eru langt frá því að vera í lagi í dag. Það vitum við sem erum lengi heim úr vinnunni daglega vegna umferðarteppu. Það munu ekki allir hjóla til og frá vinnu með börnin á bögglaberanum. Ef við horfum á miðborgir annarra landa annars vegar og stórrar þyrpingar sjúkrahúsbygginga í köngulóarlíki með endalausum ranghölum og tengibyggingum hins vegar, þá fer slíkt alls ekki saman. Það er nokkuð sem menn forðast í miðborgarskipulagi. Í staðinn viljum við sjá eina stórra einingu, t.d. á Vífilsstaðasvæðinu sem er meira miðsvæðis ef horft er á allt stór-Reykjavíkursvæðið og nágrannabyggðarlög. Þar mætti byggja fallega einingu og nýta sér náttúruna sem þar er við meðferð skjólstæðinga spítalans. Íslenska þjóðin má ekki gera þau mistök að fara í þessa framkvæmd með bundið fyrir augun og með banana í eyrunum og framkvæma bara af því að það var búið að ákveða að gera svo. Við þurfum ekki að leita langt til að sjá misgáfulegar milljarðaframkvæmdir eins og heitavatnsgöngin í Vaðlaheiði eða lífshættulegar verksmiðjuframkvæmdir á jarðskjálftasvæðinu við Bakka. Mistökin eru til að læra af, við skulum forðast þau. Það er skylda okkar að tryggja að komandi Íslendingar fæðist í nútímalegri byggingu á réttum stað ef horft er til framtíðar. Nýta mætti húsnæðið við Hringbraut til margra góðra hluta og þar eru mikil verðmæti í dýrum lóðum. Hættum að horfa til baka því þangað stefnum við ekki. Verum stórhuga og þorum að skipta um skoðun, það er bara merki um kjark og greind. Nú hef ég sagt það sem ekki má segja en margir hugsa og lái mér hver sem vill.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun