Nýta sér vaxtamun í milljarða viðskiptum Ingvar Haraldsson skrifar 12. ágúst 2015 10:00 Hrafn Steinarsson sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka. Erlendir aðilar hafa aukið eignarhlut sinn í ríkisskuldabréfum um 8,2 milljarða króna í júní og júlí. Hrafn Steinarsson, hagfræðingur og sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir fjárfesta vera að nýta sér hærri vexti sem bjóðist hér á landi miðað við í nágrannalöndum. Fjárfestarnir hafi fjármagnað kaupin með því að koma með nýtt fé til landsins á álandsgengi. Þannig komist fjárfestarnir út með féð á ný óháð því hvort liðkað verði frekar fyrir gjaldeyrishöftum eða ekki. Hrafn bendir á að efnahagsumhverfið á Íslandi sé fremur hagfellt sem skýri áhuga erlendra fjárfesta. „Ef þú horfir á hagvöxt, atvinnuleysi, viðskiptaafgang og ríkisfjármál – það er sama hvert þú lítur – þetta eru allt frekar jákvæðar tölur samanborið við önnur lönd,“ segir hann. Þá hafi Seðlabankinn brugðist við auknu flæði gjaldeyris inn í landið vegna vaxtamunarviðskipta og auknum tekjum af ferðamönnum með miklum gjaldeyrisinngripum í júlí. „Seðlabankinn er að leggjast gegn of hraðri og of mikilli styrkingu krónunnar,“ segir Hrafn. Hrafn telur aukin viðskipti erlendra aðila ekki vera áhyggjuefni eins og er enda séu þau langt frá því að vera í sama mæli og fyrir bankahrun.Hrafn segir aukið gjaldeyrisinnflæði skýrast af vaxtamunaviðskiptum og auknum tekjum af ferðamönnum. Myndin sýnir tíu daga hlaupandi meðaltal.Miklu fremur séu það góðar fréttir að erlendir aðilar hafi áhuga á Íslandi. „Ég myndi telja það frekar jákvætt að það sé áhugi fjárfesta á Íslandi. Það er gott hvað varðar afléttingu hafta ef erlend fjárfesting eykst,“ segir Hrafn. „En ef þessi viðskipti fara að verða allsráðandi á markaðnum þá er það óheppilegt. Íslenski skuldabréfamarkaðurinn er ekki það stór eða djúpur. En það er ekkert sem bendir til þess eins og er,“ segir Hrafn. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað þar sem Seðlabankinn hygðist kynna vaxtaákvörðun í næstu viku. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Erlendir aðilar hafa aukið eignarhlut sinn í ríkisskuldabréfum um 8,2 milljarða króna í júní og júlí. Hrafn Steinarsson, hagfræðingur og sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir fjárfesta vera að nýta sér hærri vexti sem bjóðist hér á landi miðað við í nágrannalöndum. Fjárfestarnir hafi fjármagnað kaupin með því að koma með nýtt fé til landsins á álandsgengi. Þannig komist fjárfestarnir út með féð á ný óháð því hvort liðkað verði frekar fyrir gjaldeyrishöftum eða ekki. Hrafn bendir á að efnahagsumhverfið á Íslandi sé fremur hagfellt sem skýri áhuga erlendra fjárfesta. „Ef þú horfir á hagvöxt, atvinnuleysi, viðskiptaafgang og ríkisfjármál – það er sama hvert þú lítur – þetta eru allt frekar jákvæðar tölur samanborið við önnur lönd,“ segir hann. Þá hafi Seðlabankinn brugðist við auknu flæði gjaldeyris inn í landið vegna vaxtamunarviðskipta og auknum tekjum af ferðamönnum með miklum gjaldeyrisinngripum í júlí. „Seðlabankinn er að leggjast gegn of hraðri og of mikilli styrkingu krónunnar,“ segir Hrafn. Hrafn telur aukin viðskipti erlendra aðila ekki vera áhyggjuefni eins og er enda séu þau langt frá því að vera í sama mæli og fyrir bankahrun.Hrafn segir aukið gjaldeyrisinnflæði skýrast af vaxtamunaviðskiptum og auknum tekjum af ferðamönnum. Myndin sýnir tíu daga hlaupandi meðaltal.Miklu fremur séu það góðar fréttir að erlendir aðilar hafi áhuga á Íslandi. „Ég myndi telja það frekar jákvætt að það sé áhugi fjárfesta á Íslandi. Það er gott hvað varðar afléttingu hafta ef erlend fjárfesting eykst,“ segir Hrafn. „En ef þessi viðskipti fara að verða allsráðandi á markaðnum þá er það óheppilegt. Íslenski skuldabréfamarkaðurinn er ekki það stór eða djúpur. En það er ekkert sem bendir til þess eins og er,“ segir Hrafn. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað þar sem Seðlabankinn hygðist kynna vaxtaákvörðun í næstu viku.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira