Skáldsagan Vonarstræti 12 eftir Ármann Jakobsson Halldór Þorsteinsson skrifar 11. ágúst 2015 07:00 Það er álitamál hvort ekki mætti alveg eins kalla þetta verk leikrit sökum þess hversu stútfullt það er af samtölum. Höfundi þess tekst svo ljómandi vel að ljá hinu látna og þjóðþekkta fólki bráðlifandi rödd. Mér er því spurn hvers vegna engum listamanni eða réttara sagt leikskáldi skuli ekki hafa dottið í hug að leikgera þetta stórbrotna verk. Það lægi alveg beint við að nota samtölin í skáldsögunni svo að segja alveg óbreytt í leikriti. Skáldsagan gerist á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Persónurnar í sögunni eru fjölmargar og gæddar slíkri lífsorku að maður hefur það á tilfinningunni að þær séu eiginlega enn sprelllifandi. Ekki tel ég ástæðu til að nefna þær allar með nafni, enda yrði það alltof langur listi, en þó sakar ekki að nefna örfáar þeirra eins og Skúla Thoroddsen og Theodóru, Hannes Hafstein, Bjarna frá Vogi, Björn Jónsson, ritstjóra Ísafoldar, föður Sveins Björnssonar, fyrsta forseta Íslands, Benedikt Sveinsson, bókavarðar á Landsbókasafninu, föður Bjarna, forsætisráðherra og fleiri og fleiri merka menn og konur. Förum nú út í allt aðra sálma. Skúli Thoroddsen, fyrrv. sýslumaður Ísfirðinga, ritstjóri Þjóðviljans, eigandi Bessastaða og sömuleiðis eigandi prentsmiðju á Ísafirði, Bessastöðum og í Reykjavík. Hann fékkst enn fremur við verslunarstörf. Þessi mikli hugsjónamaður lét reisa Vonarstræti 12 árið 1908 og réði engan annan en Runólf Ólafsson til að hanna húsið, en hann var eins og kunnugt er einn af fremstu arkitektum þjóðarinnar. Mér til mikillar furðu vissu fáir þetta, þar meðtaldir nokkrir núlifandi kollegar hans, sem ég þekki. En nú kemur rúsínan í pylsuendann og er hún ekki par fögur, þó ekki sé meira sagt, því Alþingi ákvað að flytja húsið frá Tjörninni, þar sem það naut sín fullkomlega og átti í rauninni hvergi annars staðar að vera, yfir í Kirkjustræti og heitir nú Skúlahús. Ekki er hægt að segja að mikill fagurkerabragur hafi einkennt þá vanhugsuðu framkvæmd. Það er ekki með nokkru móti hægt að ljúga upp á okkar blessuðu alþingismenn. Ég hef auk þess hermt að arkitektinn Hjörleifur Stefánsson hafi lagt blessun sína yfir þennan dæmalausa flutning. Að lokum er rétt að geta þess að ég bjó í Vonarstræti 12 í hér um bil fjögur ár og það meira að segja í sjálfu kvistherberginu, en þaðan getur maður notið útsýnis yfir Tjörnina, sem er eitt helsta djásn höfuðborgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Það er álitamál hvort ekki mætti alveg eins kalla þetta verk leikrit sökum þess hversu stútfullt það er af samtölum. Höfundi þess tekst svo ljómandi vel að ljá hinu látna og þjóðþekkta fólki bráðlifandi rödd. Mér er því spurn hvers vegna engum listamanni eða réttara sagt leikskáldi skuli ekki hafa dottið í hug að leikgera þetta stórbrotna verk. Það lægi alveg beint við að nota samtölin í skáldsögunni svo að segja alveg óbreytt í leikriti. Skáldsagan gerist á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Persónurnar í sögunni eru fjölmargar og gæddar slíkri lífsorku að maður hefur það á tilfinningunni að þær séu eiginlega enn sprelllifandi. Ekki tel ég ástæðu til að nefna þær allar með nafni, enda yrði það alltof langur listi, en þó sakar ekki að nefna örfáar þeirra eins og Skúla Thoroddsen og Theodóru, Hannes Hafstein, Bjarna frá Vogi, Björn Jónsson, ritstjóra Ísafoldar, föður Sveins Björnssonar, fyrsta forseta Íslands, Benedikt Sveinsson, bókavarðar á Landsbókasafninu, föður Bjarna, forsætisráðherra og fleiri og fleiri merka menn og konur. Förum nú út í allt aðra sálma. Skúli Thoroddsen, fyrrv. sýslumaður Ísfirðinga, ritstjóri Þjóðviljans, eigandi Bessastaða og sömuleiðis eigandi prentsmiðju á Ísafirði, Bessastöðum og í Reykjavík. Hann fékkst enn fremur við verslunarstörf. Þessi mikli hugsjónamaður lét reisa Vonarstræti 12 árið 1908 og réði engan annan en Runólf Ólafsson til að hanna húsið, en hann var eins og kunnugt er einn af fremstu arkitektum þjóðarinnar. Mér til mikillar furðu vissu fáir þetta, þar meðtaldir nokkrir núlifandi kollegar hans, sem ég þekki. En nú kemur rúsínan í pylsuendann og er hún ekki par fögur, þó ekki sé meira sagt, því Alþingi ákvað að flytja húsið frá Tjörninni, þar sem það naut sín fullkomlega og átti í rauninni hvergi annars staðar að vera, yfir í Kirkjustræti og heitir nú Skúlahús. Ekki er hægt að segja að mikill fagurkerabragur hafi einkennt þá vanhugsuðu framkvæmd. Það er ekki með nokkru móti hægt að ljúga upp á okkar blessuðu alþingismenn. Ég hef auk þess hermt að arkitektinn Hjörleifur Stefánsson hafi lagt blessun sína yfir þennan dæmalausa flutning. Að lokum er rétt að geta þess að ég bjó í Vonarstræti 12 í hér um bil fjögur ár og það meira að segja í sjálfu kvistherberginu, en þaðan getur maður notið útsýnis yfir Tjörnina, sem er eitt helsta djásn höfuðborgarinnar.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun