Makrílsréttindi Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. ágúst 2015 07:00 Ég skal standa vörð um mannréttindi og taka þátt í að þvinga önnur ríki til að virða mannréttindi, svo lengi sem það hefur ekki áhrif á viðskiptahagsmuni mína. Ef þú ert að kaupa fisk af mér, makríl til dæmis, þá ætla ég ekki að hafa skoðun á því hvernig þú ferð með þegna þína, hvort þú ræðst inn í önnur ríki eða að skipta mér yfirhöfuð nokkuð af því hvað þú gerir, annað en að kaupa makrílinn af mér. Nokkurn veginn svona má súmmera upp málflutning þeirra sem vilja að Íslendingar hætti að styðja viðskiptabann ESB á Rússa. Þvingununum var komið á í fyrra, í kjölfar framferðis Rússa á Krímskaga og í Úkraínu og sagt eiga að knýja þá til að fara eftir skilmálum vopnahlés í Úkraínu. Viðskiptabannið er um margt umdeilt. Það er margt á huldu um stríðið í Úkraínu og erfitt að finna nokkurn hvítþveginn og saklausan í þeim deilum. Þá hefur sú skoðun heyrst að viðskiptabannið sé ekki síst sett með hagsmuni ákveðinna Evrópuríkja í huga. Að minnsta kosti væru þau mörg viðskiptabönnin ef eitt gengi yfir alla. En hvað sem því líður þá er viðskiptabannið á Rússa staðreynd, sett með ákveðnum skilyrðum og ákveðnar kröfur settar fram. Viðskiptabönn eru verkfæri í vopnabúri alþjóðastjórnmála. Þau hafa oft og tíðum virkað vel; nægir að horfa til Apartheid í Suður-Afríku. Og Íslendingar hafa sem hluti af Evrópska efnahagssvæðinu, og raunar blandast aðild að Atlantshafsbandalaginu þar inn í líka, stutt viðskiptabannið. Ekki er annað að ætla en að um það hafi farið fram töluverð umræða í ríkisstjórn á sínum tíma, líklega utanríkismálanefnd líka, eða hvað? Jafn róttæk aðgerð og að styðja viðskiptabann á þjóð sem á í ríkum viðskiptum við landið hlýtur að hafa verið vel undirbúin. Og þar sem allir og amma þeirra sáu fyrir hver viðbrögð Rússa yrðu við viðskiptabanninu hlýtur ríkisstjórn Íslands að vera vel undir það búin að Rússar svari í sömu mynt og setji viðskiptabann á Ísland. Utanríkismálanefnd fundaði um málið í gær og niðurstaðan er sú að halda eigi áfram stuðningi við viðskiptabannið. Það er gott að kerfið skuli bregðast við, nefnd funda þó sumarleyfi séu og ráðherra taka afstöðu í jafn stóru máli. Allt þetta hefði þó verið hægt að sjá fyrir, því þó Rússar hafi leyft Íslendingum að höndla með fisk lengur en mörgum öðrum þjóðum sem styðja viðskiptabannið, var það alltaf tímaspursmál hvenær því linnti. Fiskútflytjendur kvarta nú sáran yfir því að halda eigi stuðningi við viðskiptabannið til streitu. Þeir virðast ekki hafa séð fyrir hver viðbrögð Rússa yrðu, sem bendir ekki til þess að þeir þekki viðskiptavini sína mjög vel. Utanfrá séð lítur það þannig út að Íslendingar hafi notið þess á meðan á því stóð að geta ein fárra þjóða selt fisk sinn í Rússlandi, en nú virðist það vera á enda. Hvað sem að endingu gerist á stefna varðandi mannréttindi ekki að ráðast af því hversu mikið við græðum eða töpum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég skal standa vörð um mannréttindi og taka þátt í að þvinga önnur ríki til að virða mannréttindi, svo lengi sem það hefur ekki áhrif á viðskiptahagsmuni mína. Ef þú ert að kaupa fisk af mér, makríl til dæmis, þá ætla ég ekki að hafa skoðun á því hvernig þú ferð með þegna þína, hvort þú ræðst inn í önnur ríki eða að skipta mér yfirhöfuð nokkuð af því hvað þú gerir, annað en að kaupa makrílinn af mér. Nokkurn veginn svona má súmmera upp málflutning þeirra sem vilja að Íslendingar hætti að styðja viðskiptabann ESB á Rússa. Þvingununum var komið á í fyrra, í kjölfar framferðis Rússa á Krímskaga og í Úkraínu og sagt eiga að knýja þá til að fara eftir skilmálum vopnahlés í Úkraínu. Viðskiptabannið er um margt umdeilt. Það er margt á huldu um stríðið í Úkraínu og erfitt að finna nokkurn hvítþveginn og saklausan í þeim deilum. Þá hefur sú skoðun heyrst að viðskiptabannið sé ekki síst sett með hagsmuni ákveðinna Evrópuríkja í huga. Að minnsta kosti væru þau mörg viðskiptabönnin ef eitt gengi yfir alla. En hvað sem því líður þá er viðskiptabannið á Rússa staðreynd, sett með ákveðnum skilyrðum og ákveðnar kröfur settar fram. Viðskiptabönn eru verkfæri í vopnabúri alþjóðastjórnmála. Þau hafa oft og tíðum virkað vel; nægir að horfa til Apartheid í Suður-Afríku. Og Íslendingar hafa sem hluti af Evrópska efnahagssvæðinu, og raunar blandast aðild að Atlantshafsbandalaginu þar inn í líka, stutt viðskiptabannið. Ekki er annað að ætla en að um það hafi farið fram töluverð umræða í ríkisstjórn á sínum tíma, líklega utanríkismálanefnd líka, eða hvað? Jafn róttæk aðgerð og að styðja viðskiptabann á þjóð sem á í ríkum viðskiptum við landið hlýtur að hafa verið vel undirbúin. Og þar sem allir og amma þeirra sáu fyrir hver viðbrögð Rússa yrðu við viðskiptabanninu hlýtur ríkisstjórn Íslands að vera vel undir það búin að Rússar svari í sömu mynt og setji viðskiptabann á Ísland. Utanríkismálanefnd fundaði um málið í gær og niðurstaðan er sú að halda eigi áfram stuðningi við viðskiptabannið. Það er gott að kerfið skuli bregðast við, nefnd funda þó sumarleyfi séu og ráðherra taka afstöðu í jafn stóru máli. Allt þetta hefði þó verið hægt að sjá fyrir, því þó Rússar hafi leyft Íslendingum að höndla með fisk lengur en mörgum öðrum þjóðum sem styðja viðskiptabannið, var það alltaf tímaspursmál hvenær því linnti. Fiskútflytjendur kvarta nú sáran yfir því að halda eigi stuðningi við viðskiptabannið til streitu. Þeir virðast ekki hafa séð fyrir hver viðbrögð Rússa yrðu, sem bendir ekki til þess að þeir þekki viðskiptavini sína mjög vel. Utanfrá séð lítur það þannig út að Íslendingar hafi notið þess á meðan á því stóð að geta ein fárra þjóða selt fisk sinn í Rússlandi, en nú virðist það vera á enda. Hvað sem að endingu gerist á stefna varðandi mannréttindi ekki að ráðast af því hversu mikið við græðum eða töpum.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun