Stefna að byggingu nýs heilsuhótels í Hveragerði jón hákon halldórsson skrifar 6. ágúst 2015 07:00 Áformað er að heilsuhótelið verði byggt á lóð Heilsustofnunar Náttúrulækningafélagsins. vísir/pjetur Náttúrulækningafélag Íslands hefur síðustu þrjú ár skoðað möguleika á að byggja upp heilsuþjónustu fyrir almenning og ferðamenn í Hveragerði. Á dögunum var lögð inn umsókn til Hveragerðisbæjar um verkefnið. Þetta segir Ingi Þór Jónsson, stjórnarmaður hjá Náttúrulækningafélaginu. Erindi þessa efnis er hjá skipulagsyfirvöldum til umfjöllunar með tilliti til breytinga á aðal- og deiliskipulagi og segir Ingi Þór að vonast sé til þess að skýr svör liggi fyrir fljótlega. „Við erum búin að skoða markaðinn og fara mjög vandlega yfir þetta. Hugmyndin snýr að því að vera sem næst náttúrunni og að upplifunin sé vatnið og krafturinn úr jörðinni og náttúran og hreina loftið,“ segir Ingi Þór. Áformað er að byggingin verði 8.500 fermetrar að flatarmáli, 90 herbergi með heilsulind og gróðurhúsum. Markhópurinn yrði fólk á bilinu 30 til 70 ára. Ingi Þór segir að aukin eftirspurn sé eftir heilsuþjónustu, bæði vellíðunar- og lækningaþjónustu, og gert sé ráð fyrir að á næstu árum og áratugum muni sú eftirspurn aukast verulega. „Það eru allt að fimmtán prósent ferðamanna í Evrópu sem eru skilgreind heilsuferðamenn,“ segir Ingi Þór, en einnig sé vaxandi markaður í Bandaríkjunum. Hann segir að inn í áformin spili 60 ára reynsla af rekstri Heilsustofnunar Náttúrulækningafélagsins í endurhæfingu. Heilsustofnunin muni þó starfa áfram með svipuðum hætti og verið hefur. „Við viljum vanda til verka og enn er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um verkið en það skýrist von bráðar,“ segir Ingi. Frekari heilsutengd ferðaþjónusta er ráðgerð í nágrenni Hveragerðis. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að bæjarráð hefði samþykkt beiðni eignarhaldsfélagsins First um forgang að byggingarlóð til byggingar heilsulindar í Ölfusdal. Hugmyndirnar ganga út á byggingu hostels auk fjölbreyttrar aðstöðu fyrir náttúruböð. Undirbúningur er kominn vel á veg, en verkefnið er unnið í samstarfi við EFLU verkfræðistofu og nokkra arkitekta. Hugmyndir First ehf. ganga út á byggingu 65 herbergja hostels auk fjölbreyttrar aðstöðu fyrir náttúruböð. „Á hostelinu verður gisting ódýr og þarna verða baðlón með heitu vatni, leirböð og gufuböð auk aðstöðu fyrir viðeigandi slökunarmeðferðir,“ sagði Ólafur Sigurðsson hjá First ehf. í samtali við Fréttablaðið. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Náttúrulækningafélag Íslands hefur síðustu þrjú ár skoðað möguleika á að byggja upp heilsuþjónustu fyrir almenning og ferðamenn í Hveragerði. Á dögunum var lögð inn umsókn til Hveragerðisbæjar um verkefnið. Þetta segir Ingi Þór Jónsson, stjórnarmaður hjá Náttúrulækningafélaginu. Erindi þessa efnis er hjá skipulagsyfirvöldum til umfjöllunar með tilliti til breytinga á aðal- og deiliskipulagi og segir Ingi Þór að vonast sé til þess að skýr svör liggi fyrir fljótlega. „Við erum búin að skoða markaðinn og fara mjög vandlega yfir þetta. Hugmyndin snýr að því að vera sem næst náttúrunni og að upplifunin sé vatnið og krafturinn úr jörðinni og náttúran og hreina loftið,“ segir Ingi Þór. Áformað er að byggingin verði 8.500 fermetrar að flatarmáli, 90 herbergi með heilsulind og gróðurhúsum. Markhópurinn yrði fólk á bilinu 30 til 70 ára. Ingi Þór segir að aukin eftirspurn sé eftir heilsuþjónustu, bæði vellíðunar- og lækningaþjónustu, og gert sé ráð fyrir að á næstu árum og áratugum muni sú eftirspurn aukast verulega. „Það eru allt að fimmtán prósent ferðamanna í Evrópu sem eru skilgreind heilsuferðamenn,“ segir Ingi Þór, en einnig sé vaxandi markaður í Bandaríkjunum. Hann segir að inn í áformin spili 60 ára reynsla af rekstri Heilsustofnunar Náttúrulækningafélagsins í endurhæfingu. Heilsustofnunin muni þó starfa áfram með svipuðum hætti og verið hefur. „Við viljum vanda til verka og enn er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um verkið en það skýrist von bráðar,“ segir Ingi. Frekari heilsutengd ferðaþjónusta er ráðgerð í nágrenni Hveragerðis. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að bæjarráð hefði samþykkt beiðni eignarhaldsfélagsins First um forgang að byggingarlóð til byggingar heilsulindar í Ölfusdal. Hugmyndirnar ganga út á byggingu hostels auk fjölbreyttrar aðstöðu fyrir náttúruböð. Undirbúningur er kominn vel á veg, en verkefnið er unnið í samstarfi við EFLU verkfræðistofu og nokkra arkitekta. Hugmyndir First ehf. ganga út á byggingu 65 herbergja hostels auk fjölbreyttrar aðstöðu fyrir náttúruböð. „Á hostelinu verður gisting ódýr og þarna verða baðlón með heitu vatni, leirböð og gufuböð auk aðstöðu fyrir viðeigandi slökunarmeðferðir,“ sagði Ólafur Sigurðsson hjá First ehf. í samtali við Fréttablaðið.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira