Landsbankinn sem samfélagsbanki Helga Þórðardóttir skrifar 29. júlí 2015 07:00 Landsbankinn ætlar að reisa sér nýjar höfuðstöðvar hjá Hörpunni. Kostnaðurinn er mikill og ekki að ósekju óttast menn framúrkeyrslu. Það virðist sem bankaráð Landsbankans sé einrátt í þessu máli samkvæmt lögum. Þar með getur fámennur hópur ákveðið að byggja rándýra byggingu fyrir fyrirtæki sem er í eigu almennings að mestu leyti. Ef þessi hópur gerir mistök munu þau lenda á herðum skattgreiðenda. Ef ég skil lögin rétt þá kemur Bankasýslan í veg fyrir aðkomu kjörinna fulltrúa eða almennings á hluthafafundi. Bankastarfsemi virðist vera heilög og ósnertanleg og í raun hafin yfir lög og reglur. Bankar stjórna mun meiru en þjóðkjörnir fulltrúar okkar. Það sást vel þegar þeir fóru á hausinn haustið 2008. Kostnaður mistakanna var lagður á skattgreiðendur, nýir bankar stofnaðir fyrir almannafé og síðan nánast daginn eftir fara þeir að dæla út hagnaði og bónusgreiðslum til æðstu stjórnenda. Þrátt fyrir þessa dýru endurfæðingu á kostnað skattgreiðenda eltast þeir við almenning með nauðungaruppboðum og leggja líf fólks í rúst. Það verður að taka bankastarfsemi til algerrar endurskoðunar. Við verðum að nýta bankastarfsemi almenningi til heilla en ekki öfugt. Það er ekkert sem réttlætir það að bankar mergsjúgi almenning vegna sérstöðu sinnar í þjóðfélaginu. Hvers vegna eru ekki vextir eða annar kostnaður minnkaður í stað þess að byggja monthús niðri við höfn eða hvers vegna eru peningarnir ekki nýttir í byggingu nýs Landspítala? Ef þjóðin væri spurð væri svarið gefið. Það er orðið tímabært að við stofnum samfélagsbanka eins og Dögun stjórnmálasamtök hafa ítrekað bent á. Hið opinbera ætti hann og mestallur hagnaður færi til þjóðarinnar. Samfélagsbanki er ekki fjárfestingabanki eins og Landsbankinn er í dag heldur bara viðskiptabanki fyrir almenna viðskiptavini. Lög myndu takmarka áhættusækni og setja bankanum siðferðilegar skyldur gagnvart ríki og þjóð. Bankinn gæti boðið lægri vexti og betri kjör. Ef bankanum gengi vel væri hægt að nýta hagnaðinn til að lækka skatta eða til velferðarmála. Við ættum bankann fyrir okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Landsbankinn ætlar að reisa sér nýjar höfuðstöðvar hjá Hörpunni. Kostnaðurinn er mikill og ekki að ósekju óttast menn framúrkeyrslu. Það virðist sem bankaráð Landsbankans sé einrátt í þessu máli samkvæmt lögum. Þar með getur fámennur hópur ákveðið að byggja rándýra byggingu fyrir fyrirtæki sem er í eigu almennings að mestu leyti. Ef þessi hópur gerir mistök munu þau lenda á herðum skattgreiðenda. Ef ég skil lögin rétt þá kemur Bankasýslan í veg fyrir aðkomu kjörinna fulltrúa eða almennings á hluthafafundi. Bankastarfsemi virðist vera heilög og ósnertanleg og í raun hafin yfir lög og reglur. Bankar stjórna mun meiru en þjóðkjörnir fulltrúar okkar. Það sást vel þegar þeir fóru á hausinn haustið 2008. Kostnaður mistakanna var lagður á skattgreiðendur, nýir bankar stofnaðir fyrir almannafé og síðan nánast daginn eftir fara þeir að dæla út hagnaði og bónusgreiðslum til æðstu stjórnenda. Þrátt fyrir þessa dýru endurfæðingu á kostnað skattgreiðenda eltast þeir við almenning með nauðungaruppboðum og leggja líf fólks í rúst. Það verður að taka bankastarfsemi til algerrar endurskoðunar. Við verðum að nýta bankastarfsemi almenningi til heilla en ekki öfugt. Það er ekkert sem réttlætir það að bankar mergsjúgi almenning vegna sérstöðu sinnar í þjóðfélaginu. Hvers vegna eru ekki vextir eða annar kostnaður minnkaður í stað þess að byggja monthús niðri við höfn eða hvers vegna eru peningarnir ekki nýttir í byggingu nýs Landspítala? Ef þjóðin væri spurð væri svarið gefið. Það er orðið tímabært að við stofnum samfélagsbanka eins og Dögun stjórnmálasamtök hafa ítrekað bent á. Hið opinbera ætti hann og mestallur hagnaður færi til þjóðarinnar. Samfélagsbanki er ekki fjárfestingabanki eins og Landsbankinn er í dag heldur bara viðskiptabanki fyrir almenna viðskiptavini. Lög myndu takmarka áhættusækni og setja bankanum siðferðilegar skyldur gagnvart ríki og þjóð. Bankinn gæti boðið lægri vexti og betri kjör. Ef bankanum gengi vel væri hægt að nýta hagnaðinn til að lækka skatta eða til velferðarmála. Við ættum bankann fyrir okkur.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun