Menningarlegt minnisleysi Sif Sigmarsdóttir skrifar 24. júlí 2015 07:00 Munið þið þegar það var ekkert sjónvarp á fimmtudögum? Munið þið þegar fólk drakk bjórlíki og fékk bara M&M þegar einhver fór til útlanda? Munið þið þegar Miðbær Reykjavíkur var tómur nema á Þorláksmessu og 17. júní? Þetta voru dásamlegir tímar. Var það ekki annars? Í tilraun til að afneita gráu hárunum skráði ég mig um daginn á Snapchat. Fyrir þau ykkar sem ekki berjast gegn gangi tímans með því að klæðast óviðeigandi þröngum gallabuxum frá Topshop og reynið að tileinka ykkur tækni sem þið munuð aldrei ná tökum á því hún er hönnuð fyrir heila sem eru ekki deginum eldri en tuttugu, þá er Snapchat forrit sem maður setur á símann sinn og notar til að senda öðru fólki myndir: Ég að borða bollaköku með gullslegnum glassúr eftir að hafa hlaupið maraþon með tuttugu af bestu vinum mínum; ég að sóla mig á baðströnd með hárlausa leggi og fullkomlega lakkaðar tær #hamingja. Ég veit ekki nákvæmlega til hvers forritið er en mér sýnist helsti tilgangur þess vera sá sami og annarra samfélagsmiðla, að vinna bug á sjálfshatrinu eitt andartak með því að láta öðrum líða illa. Ha, ha, sjáðu mig, ég er að gera eitthvað fáránlega skemmtilegt á meðan þú ert að gera upp á milli þess að tækla þvottafjallið eða skera þig á púls. Ég gekk um London með Snapchat á lofti og byggði sjálfa mig upp með því að brjóta vini mína niður – ég að borða ís fyrir utan Buckingham Palace – þegar ég steig skyndilega í hundaskít. Volgur saurinn vall upp fyrir sólann á hvítu sumarsandölunum mínum og skorðaðist milli tánna á mér. Ég gekk frá símanum. Það var engin leið að sveipa þessa lífsreynslu sviknum töfraljóma. Þar sem ég stóð á öðrum fæti og reyndi að þrífa skóinn með ís-servíettunni varð mér óhjákvæmilega hugsað til erlendra ferðamanna á Íslandi sem skíta eins og hundar um fjöll og firnindi, bakgarða og grafreiti þjóðskálda. „Bölvað pakk,“ muldraði ég um leið og ég blótaði í sand og ösku eiganda hundsins sem hafði kostað mig sumarsandalana. Nú skildi ég loks hvernig Íslendingum leið.Heimsmet í að firra sig sök Af umræðum í fjölmiðlum að dæma leggjast erlendir ferðamenn nú á Ísland af jafnmiklum eyðileggingarkrafti og engisprettufaraldur. Það verður ekki þverfótað fyrir þeim í miðbænum, þeir míga og skíta upp um alla veggi, kasta klinki í hvern einasta poll á Þingvöllum í þeirri trú að þeir séu óskabrunnar og týnast svo uppi á hálendi og heimta að þeim sé bjargað. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði í viðtali við Fréttablaðið fyrr í vikunni að salernisvandræði ferðamanna væru „hegðunarvandamál“. Eins og erlendir ferðamenn væru hundar sem ekki væru húsvanir. Íslenskir stjórnmálamenn eiga eflaust heimsmet í að firra sig sök. En að klína kúknum á ferðamenn líkt og Ragnheiður Elín gerir með málflutningi sínum er dálítið langt gengið. Þótt úrgangslosun megi skilgreina sem hegðun er hún ekki beint viljastýrð hegðun. Ekki frekar en fólk hefur val um að draga andann. Það þýðir ekki að bjóða til landsins ferðamönnum með markaðsherferðum, hirða af þeim gjaldeyrinn með dollaramerki í augunum en segja þeim svo að halda í sér þangað til þeir koma aftur heim til sín. Það er ekki hundinum að kenna sem skeit í forgarð Englandsdrottningar að sumarsandalarnir mínir enduðu í ruslinu. Það er eiganda hundsins að kenna. Það var hans að hirða skítinn. Að sama skapi er það hlutverk Ragnheiðar Elínar að sjá til þess að ferðamenn geti gengið örna sinna. En aftur að Snapchat.Rónar og furðufuglar „Fann varla Íslending í miðbænum“ var fyrirsögn fréttar á RÚV sem fór hátt í síðustu viku. Ég tók þátt í samíslensku andvarpi yfir þessari skelfilegu þróun – þangað til ég fékk senda ljósmynd gegnum Snapchat. Myndin var af samloku með hægelduðu svínakjöti, súrsuðum lauk og sinnepssósu. Ég var næstum búin að keyra út á flugvöll og taka næstu vél til Keflavíkur. Myndin var frá matarmarkaði í Miðbæ Reykjavíkur. Það var matarmarkaður í miðbænum! Þeir sem sakna þess tíma þegar miðbærinn var tómur fyrir utan nokkra róna og furðufugla eru haldnir menningarlegu minnisleysi. Nei, lífið var ekki betra þegar ekkert var að gera í bænum annað en að fá sér pulsu á Bæjarins bestu. Ekki frekar en það var betra þegar maður fékk bara M&M þegar einhver fór til útlanda og fólk drakk bjórlíki yfir stillimyndinni í Sjónvarpinu á fimmtudagskvöldum.Kökusneið með rjóma Eins og alræmt er orðið borga ferðamenn 1.290 kr. fyrir skitna kökusneið með rjóma. Þeir greiða fyrir lunda-lyklakippur þúsund sinnum það sem kostar að framleiða þær í Kína. Þeir eru alveg örugglega til í að borga fyrir að komast á klósettið. Vandamálið liggur hjá stjórnvöldum. Hversu erfitt getur verið að finna leið til að taka sjálfsagt gjald af ferðamönnum til að byggja upp innviði ferðaþjónustunnar og tryggja björgunarsveitunum fjármagn? Hærri hótelskattur, hærri virðisaukaskattur, komugjald, náttúrupassi. Það skiptir ekki öllu máli. Fyrir mestu er að hætta að karpa um þetta og einfaldlega græja þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun
Munið þið þegar það var ekkert sjónvarp á fimmtudögum? Munið þið þegar fólk drakk bjórlíki og fékk bara M&M þegar einhver fór til útlanda? Munið þið þegar Miðbær Reykjavíkur var tómur nema á Þorláksmessu og 17. júní? Þetta voru dásamlegir tímar. Var það ekki annars? Í tilraun til að afneita gráu hárunum skráði ég mig um daginn á Snapchat. Fyrir þau ykkar sem ekki berjast gegn gangi tímans með því að klæðast óviðeigandi þröngum gallabuxum frá Topshop og reynið að tileinka ykkur tækni sem þið munuð aldrei ná tökum á því hún er hönnuð fyrir heila sem eru ekki deginum eldri en tuttugu, þá er Snapchat forrit sem maður setur á símann sinn og notar til að senda öðru fólki myndir: Ég að borða bollaköku með gullslegnum glassúr eftir að hafa hlaupið maraþon með tuttugu af bestu vinum mínum; ég að sóla mig á baðströnd með hárlausa leggi og fullkomlega lakkaðar tær #hamingja. Ég veit ekki nákvæmlega til hvers forritið er en mér sýnist helsti tilgangur þess vera sá sami og annarra samfélagsmiðla, að vinna bug á sjálfshatrinu eitt andartak með því að láta öðrum líða illa. Ha, ha, sjáðu mig, ég er að gera eitthvað fáránlega skemmtilegt á meðan þú ert að gera upp á milli þess að tækla þvottafjallið eða skera þig á púls. Ég gekk um London með Snapchat á lofti og byggði sjálfa mig upp með því að brjóta vini mína niður – ég að borða ís fyrir utan Buckingham Palace – þegar ég steig skyndilega í hundaskít. Volgur saurinn vall upp fyrir sólann á hvítu sumarsandölunum mínum og skorðaðist milli tánna á mér. Ég gekk frá símanum. Það var engin leið að sveipa þessa lífsreynslu sviknum töfraljóma. Þar sem ég stóð á öðrum fæti og reyndi að þrífa skóinn með ís-servíettunni varð mér óhjákvæmilega hugsað til erlendra ferðamanna á Íslandi sem skíta eins og hundar um fjöll og firnindi, bakgarða og grafreiti þjóðskálda. „Bölvað pakk,“ muldraði ég um leið og ég blótaði í sand og ösku eiganda hundsins sem hafði kostað mig sumarsandalana. Nú skildi ég loks hvernig Íslendingum leið.Heimsmet í að firra sig sök Af umræðum í fjölmiðlum að dæma leggjast erlendir ferðamenn nú á Ísland af jafnmiklum eyðileggingarkrafti og engisprettufaraldur. Það verður ekki þverfótað fyrir þeim í miðbænum, þeir míga og skíta upp um alla veggi, kasta klinki í hvern einasta poll á Þingvöllum í þeirri trú að þeir séu óskabrunnar og týnast svo uppi á hálendi og heimta að þeim sé bjargað. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði í viðtali við Fréttablaðið fyrr í vikunni að salernisvandræði ferðamanna væru „hegðunarvandamál“. Eins og erlendir ferðamenn væru hundar sem ekki væru húsvanir. Íslenskir stjórnmálamenn eiga eflaust heimsmet í að firra sig sök. En að klína kúknum á ferðamenn líkt og Ragnheiður Elín gerir með málflutningi sínum er dálítið langt gengið. Þótt úrgangslosun megi skilgreina sem hegðun er hún ekki beint viljastýrð hegðun. Ekki frekar en fólk hefur val um að draga andann. Það þýðir ekki að bjóða til landsins ferðamönnum með markaðsherferðum, hirða af þeim gjaldeyrinn með dollaramerki í augunum en segja þeim svo að halda í sér þangað til þeir koma aftur heim til sín. Það er ekki hundinum að kenna sem skeit í forgarð Englandsdrottningar að sumarsandalarnir mínir enduðu í ruslinu. Það er eiganda hundsins að kenna. Það var hans að hirða skítinn. Að sama skapi er það hlutverk Ragnheiðar Elínar að sjá til þess að ferðamenn geti gengið örna sinna. En aftur að Snapchat.Rónar og furðufuglar „Fann varla Íslending í miðbænum“ var fyrirsögn fréttar á RÚV sem fór hátt í síðustu viku. Ég tók þátt í samíslensku andvarpi yfir þessari skelfilegu þróun – þangað til ég fékk senda ljósmynd gegnum Snapchat. Myndin var af samloku með hægelduðu svínakjöti, súrsuðum lauk og sinnepssósu. Ég var næstum búin að keyra út á flugvöll og taka næstu vél til Keflavíkur. Myndin var frá matarmarkaði í Miðbæ Reykjavíkur. Það var matarmarkaður í miðbænum! Þeir sem sakna þess tíma þegar miðbærinn var tómur fyrir utan nokkra róna og furðufugla eru haldnir menningarlegu minnisleysi. Nei, lífið var ekki betra þegar ekkert var að gera í bænum annað en að fá sér pulsu á Bæjarins bestu. Ekki frekar en það var betra þegar maður fékk bara M&M þegar einhver fór til útlanda og fólk drakk bjórlíki yfir stillimyndinni í Sjónvarpinu á fimmtudagskvöldum.Kökusneið með rjóma Eins og alræmt er orðið borga ferðamenn 1.290 kr. fyrir skitna kökusneið með rjóma. Þeir greiða fyrir lunda-lyklakippur þúsund sinnum það sem kostar að framleiða þær í Kína. Þeir eru alveg örugglega til í að borga fyrir að komast á klósettið. Vandamálið liggur hjá stjórnvöldum. Hversu erfitt getur verið að finna leið til að taka sjálfsagt gjald af ferðamönnum til að byggja upp innviði ferðaþjónustunnar og tryggja björgunarsveitunum fjármagn? Hærri hótelskattur, hærri virðisaukaskattur, komugjald, náttúrupassi. Það skiptir ekki öllu máli. Fyrir mestu er að hætta að karpa um þetta og einfaldlega græja þetta.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun