Ekki bara fjármagnsskortur sem hindrar uppbyggingu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2015 08:00 Ráðherra ferðamála segir þau vandræði sem komið hafa upp vegna ágangs erlendra ferðamanna ekki koma á óvart. Náttúrupassinn hafi átt að taka heildstætt á þessum málum. Vísir/Pjetur „Það sem kemur kannski mest á óvart er að þetta komi á óvart,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, um fregnir af salernisvandræðum erlendra ferðamanna hérlendis. Ragnheiður segir náttúrupassann hafa átt að vera heildstæða lausn á ýmsum vandamálum sem aukinn fjöldi ferðamanna hefur í för með sér. „Vegna þess að það eru svo margir sem bera ábyrgð í þessum málum að það er ekki hægt að leysa þetta nema með samstarfi.“Ragnheiður Elín Árnadóttir - iðnaðar- og viðskiptaráðherra -Ríkisstjórnin ákvað í maí, eftir að ljóst varð að ekkert yrði úr frumvarpi um náttúrupassa, að veita 850 milljónir til verkefna á fjölförnum ferðamannastöðum. Ragnheiður segir að þar af hafi um tíu prósent fjárhæðarinnar farið í að bæta salernisaðstöðu víða um land. „Það sem vekur athygli mína við þessar fréttir er að þær koma frá stöðum þar sem þessi mál eru bara alveg í lagi. Þetta er þá bara eitthvert hegðunarvandamál sem ég bara veit ekki hvernig á að leysa og það eru ferðaþjónustuaðilar sem þurfa að taka á þessu máli með sínum gestum. Þetta er bara meira eins og uppeldismál,“ segir Ragnheiður. Ráðherra telur ljóst að það sé ekki aðeins skortur á fjármagni sem valdi vandræðum við uppbyggingu ferðamannastaða. Ragnheiður nefnir sem dæmi að í fyrra hafi ráðuneytið úthlutað 380 milljónum króna úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum. „Þetta átti að klárast fyrir sumartraffíkina, til að koma í veg fyrir skemmdir á náttúrunni og tryggja öryggi ferðamanna. Í sumarbyrjun núna 2015 voru enn eftir í sjóðnum af þessari sérstöku fjárveitingu tæplega 200 milljónir sem ekki hafa gengið út þar sem greitt er út eftir framvindu verkefnisins,“ segir Ragnheiður. Hún nefnir sem dæmi að í sumum tilfellum hafi ekki fengist verktakar, sumarið hafi verið rigningasamt eða að komið hafi í ljós að það þyrfti að hanna meira. „Allar skýringar góðar og gildar en þetta segir manni að það er ekki bara skortur á fjármagni sem er að hefta uppbyggingu og úrbætur á ferðamannastöðum heldur oft skipulagsmál á forræði sveitarfélaga eða skortur á undirbúningi. Þarna verðum við einfaldlega að taka höndum saman og leysa úr.“ Ragnheiður tekur að einhverju leyti undir með þeim Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, sem og flokksbróður sínum, Jóni Gunnarssyni, sem lýstu því yfir um helgina að þau teldu rétt að virðisaukaskattur yrði hækkaður á ferðaþjónustu, en hann hefur mestmegnis verið í lægra þrepi skattsins, og sumar greinar verið undanþegnar virðisaukaskatti. Hún segir vinnu þegar hafna við að fækka undanþágum í greininni. Hvalaskoðunarferðir hafi verið teknar inn í kerfið, baðstaðir verði einnig settir inn og þá séu eftir hópbifreiðar og leigubílar. „Fjármálaráðherra er að vinna með Samtökum ferðaþjónustunnar í þessum málum. Þetta er ekki síður ferðaþjónustuaðilunum í hag þar sem þeir hafa ekki getað nýtt sér innskatt vegna þessa. Varðandi þrepin þá tek ég undir það sem komið hefur fram en við þurfum að fara kannski gætilegar í þeim efnum þar sem við erum í samkeppni við útlönd og það þarf að passa að við séum samkeppnishæf. Framtíðarstefnan er að vera bara með eitt virðisaukaskattþrep sem gildir almennt fyrir alla og án undanþága. Þannig kerfi vil ég sjá,“ segir Ragnheiður Elín. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
„Það sem kemur kannski mest á óvart er að þetta komi á óvart,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, um fregnir af salernisvandræðum erlendra ferðamanna hérlendis. Ragnheiður segir náttúrupassann hafa átt að vera heildstæða lausn á ýmsum vandamálum sem aukinn fjöldi ferðamanna hefur í för með sér. „Vegna þess að það eru svo margir sem bera ábyrgð í þessum málum að það er ekki hægt að leysa þetta nema með samstarfi.“Ragnheiður Elín Árnadóttir - iðnaðar- og viðskiptaráðherra -Ríkisstjórnin ákvað í maí, eftir að ljóst varð að ekkert yrði úr frumvarpi um náttúrupassa, að veita 850 milljónir til verkefna á fjölförnum ferðamannastöðum. Ragnheiður segir að þar af hafi um tíu prósent fjárhæðarinnar farið í að bæta salernisaðstöðu víða um land. „Það sem vekur athygli mína við þessar fréttir er að þær koma frá stöðum þar sem þessi mál eru bara alveg í lagi. Þetta er þá bara eitthvert hegðunarvandamál sem ég bara veit ekki hvernig á að leysa og það eru ferðaþjónustuaðilar sem þurfa að taka á þessu máli með sínum gestum. Þetta er bara meira eins og uppeldismál,“ segir Ragnheiður. Ráðherra telur ljóst að það sé ekki aðeins skortur á fjármagni sem valdi vandræðum við uppbyggingu ferðamannastaða. Ragnheiður nefnir sem dæmi að í fyrra hafi ráðuneytið úthlutað 380 milljónum króna úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum. „Þetta átti að klárast fyrir sumartraffíkina, til að koma í veg fyrir skemmdir á náttúrunni og tryggja öryggi ferðamanna. Í sumarbyrjun núna 2015 voru enn eftir í sjóðnum af þessari sérstöku fjárveitingu tæplega 200 milljónir sem ekki hafa gengið út þar sem greitt er út eftir framvindu verkefnisins,“ segir Ragnheiður. Hún nefnir sem dæmi að í sumum tilfellum hafi ekki fengist verktakar, sumarið hafi verið rigningasamt eða að komið hafi í ljós að það þyrfti að hanna meira. „Allar skýringar góðar og gildar en þetta segir manni að það er ekki bara skortur á fjármagni sem er að hefta uppbyggingu og úrbætur á ferðamannastöðum heldur oft skipulagsmál á forræði sveitarfélaga eða skortur á undirbúningi. Þarna verðum við einfaldlega að taka höndum saman og leysa úr.“ Ragnheiður tekur að einhverju leyti undir með þeim Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, sem og flokksbróður sínum, Jóni Gunnarssyni, sem lýstu því yfir um helgina að þau teldu rétt að virðisaukaskattur yrði hækkaður á ferðaþjónustu, en hann hefur mestmegnis verið í lægra þrepi skattsins, og sumar greinar verið undanþegnar virðisaukaskatti. Hún segir vinnu þegar hafna við að fækka undanþágum í greininni. Hvalaskoðunarferðir hafi verið teknar inn í kerfið, baðstaðir verði einnig settir inn og þá séu eftir hópbifreiðar og leigubílar. „Fjármálaráðherra er að vinna með Samtökum ferðaþjónustunnar í þessum málum. Þetta er ekki síður ferðaþjónustuaðilunum í hag þar sem þeir hafa ekki getað nýtt sér innskatt vegna þessa. Varðandi þrepin þá tek ég undir það sem komið hefur fram en við þurfum að fara kannski gætilegar í þeim efnum þar sem við erum í samkeppni við útlönd og það þarf að passa að við séum samkeppnishæf. Framtíðarstefnan er að vera bara með eitt virðisaukaskattþrep sem gildir almennt fyrir alla og án undanþága. Þannig kerfi vil ég sjá,“ segir Ragnheiður Elín.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent