Einhliða tollalækkun er engin fásinna Ólafur Stephensen skrifar 22. júlí 2015 07:00 Yfirlýsingar Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, um að áformað sé að fella niður tolla á fötum og skóm um næstu áramót og tolla af öllum öðrum vörum nema matvöru fyrir árið 2017, marka mikil tímamót í íslenzkri verzlunarsögu. Þessi áform stjórnvalda eru til marks um að þau átti sig á því hversu skaðlegir tollar og önnur höft á alþjóðaviðskiptum eru. Í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins um þessi áform segir réttilega: „Tollar hafa hamlandi áhrif á viðskipti og draga úr alþjóðaviðskiptum í heild sinni. Þegar tollur er lagður á innflutta vöru hækkar verðið sem innlendir neytendur þurfa að greiða fyrir vöruna sem aftur dregur úr eftirspurn eftir henni. Afnám tolla lækkar vöruverð til neytenda, bætir samkeppnishæfni seljanda og eykur skilvirkni á innlendum markaði.“ Þessar setningar eru teknar upp úr skýrslu starfshóps um endurskoðun tollskrár og þar er orðalagið raunar enn afdráttarlausara; starfshópurinn bendir á að í skjóli tollmúra geti innlendir framleiðendur hækkað verð umfram heimsmarkaðsverð og allir tapi; aukning tekna hins opinbera verði minni en tap neytenda og framleiðenda.Mótsagnakennd stefna Í ljósi þessarar afdráttarlausu afstöðu fjármálaráðuneytisins til skaðsemi tolla skýtur vissulega skökku við að fjármálaráðherrann hafi ekki einu sinni ámálgað að gera breytingar á matartollum. Alþjóðaviðskipti með matvöru lúta ekki öðrum hagfræðilegum lögmálum en viðskipti með allar aðrar vörur. Starfshópurinn sem vann skýrsluna sem tillögur ráðherrans byggjast á var hins vegar ekki einu sinni beðinn að skoða afnám matartolla. Stefna ríkisstjórnarinnar í þessum málum er mótsagnakennd á ýmsa lund. Á sama tíma og fjármálaráðherrann boðaði afnám allra annarra tolla skrifaði landbúnaðarráðherrann upp á að tollar á mat, sem fluttur er inn á svokölluðum WTO-tollkvóta, skyldu hækka um rúmlega 7% á milli ára!Hreint engin fásinna Mjög mikilvægt og fordæmisgefandi skref varðandi breytingar á matartollum er þó stigið með áformum fjármálaráðherra. Með þeim er viðurkennt að ekkert er því til fyrirstöðu að lækka tolla einhliða. Því hefur gjarnan verið haldið fram að það sé ekki hægt; Ísland verði að semja við önnur ríki og fá eitthvað í staðinn fyrir að lækka tolla á innflutningi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra uppástóð til dæmis á Búnaðarþingi í marz síðastliðnum að það væri „hrein fásinna“ að tala um að afnema tolla einhliða án þess að fá neitt á móti. Með því væri samningsstöðu Íslands kastað á glæ. Nú hefur fjármálaráðherrann komizt að allt annarri niðurstöðu en forsætisráðherrann; það er í góðu lagi að afnema eða lækka tolla einhliða. Það hefur raunar verið gert áður hvað matvöru varðar, þegar tollar á innfluttu gróðurhúsagrænmeti voru felldir niður árið 2002. Afleiðing þeirrar tollalækkunar var veruleg verðlækkun og jafnframt aukin sala bæði innlends og erlends grænmetis. Innlend grænmetisframleiðsla hefur blómstrað síðan og unnið stórvirki í nýjungum og vöruþróun. Nú hefur verið höggvið myndarlega í tollmúrana. Þess getur ekki verið langt að bíða að verndarmúrarnir sem reistir hafa verið um innlenda matvælaframleiðslu molni líka niður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Yfirlýsingar Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, um að áformað sé að fella niður tolla á fötum og skóm um næstu áramót og tolla af öllum öðrum vörum nema matvöru fyrir árið 2017, marka mikil tímamót í íslenzkri verzlunarsögu. Þessi áform stjórnvalda eru til marks um að þau átti sig á því hversu skaðlegir tollar og önnur höft á alþjóðaviðskiptum eru. Í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins um þessi áform segir réttilega: „Tollar hafa hamlandi áhrif á viðskipti og draga úr alþjóðaviðskiptum í heild sinni. Þegar tollur er lagður á innflutta vöru hækkar verðið sem innlendir neytendur þurfa að greiða fyrir vöruna sem aftur dregur úr eftirspurn eftir henni. Afnám tolla lækkar vöruverð til neytenda, bætir samkeppnishæfni seljanda og eykur skilvirkni á innlendum markaði.“ Þessar setningar eru teknar upp úr skýrslu starfshóps um endurskoðun tollskrár og þar er orðalagið raunar enn afdráttarlausara; starfshópurinn bendir á að í skjóli tollmúra geti innlendir framleiðendur hækkað verð umfram heimsmarkaðsverð og allir tapi; aukning tekna hins opinbera verði minni en tap neytenda og framleiðenda.Mótsagnakennd stefna Í ljósi þessarar afdráttarlausu afstöðu fjármálaráðuneytisins til skaðsemi tolla skýtur vissulega skökku við að fjármálaráðherrann hafi ekki einu sinni ámálgað að gera breytingar á matartollum. Alþjóðaviðskipti með matvöru lúta ekki öðrum hagfræðilegum lögmálum en viðskipti með allar aðrar vörur. Starfshópurinn sem vann skýrsluna sem tillögur ráðherrans byggjast á var hins vegar ekki einu sinni beðinn að skoða afnám matartolla. Stefna ríkisstjórnarinnar í þessum málum er mótsagnakennd á ýmsa lund. Á sama tíma og fjármálaráðherrann boðaði afnám allra annarra tolla skrifaði landbúnaðarráðherrann upp á að tollar á mat, sem fluttur er inn á svokölluðum WTO-tollkvóta, skyldu hækka um rúmlega 7% á milli ára!Hreint engin fásinna Mjög mikilvægt og fordæmisgefandi skref varðandi breytingar á matartollum er þó stigið með áformum fjármálaráðherra. Með þeim er viðurkennt að ekkert er því til fyrirstöðu að lækka tolla einhliða. Því hefur gjarnan verið haldið fram að það sé ekki hægt; Ísland verði að semja við önnur ríki og fá eitthvað í staðinn fyrir að lækka tolla á innflutningi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra uppástóð til dæmis á Búnaðarþingi í marz síðastliðnum að það væri „hrein fásinna“ að tala um að afnema tolla einhliða án þess að fá neitt á móti. Með því væri samningsstöðu Íslands kastað á glæ. Nú hefur fjármálaráðherrann komizt að allt annarri niðurstöðu en forsætisráðherrann; það er í góðu lagi að afnema eða lækka tolla einhliða. Það hefur raunar verið gert áður hvað matvöru varðar, þegar tollar á innfluttu gróðurhúsagrænmeti voru felldir niður árið 2002. Afleiðing þeirrar tollalækkunar var veruleg verðlækkun og jafnframt aukin sala bæði innlends og erlends grænmetis. Innlend grænmetisframleiðsla hefur blómstrað síðan og unnið stórvirki í nýjungum og vöruþróun. Nú hefur verið höggvið myndarlega í tollmúrana. Þess getur ekki verið langt að bíða að verndarmúrarnir sem reistir hafa verið um innlenda matvælaframleiðslu molni líka niður.
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun