Vítahringur einkabílsins Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 4. júlí 2015 11:15 Þau tíðindi bárust í vikunni að samhugur væri meðal allra sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins um nýtt svæðisskipulag. Hryggjarstykki skipulagsins væri afkastamikið samgöngukerfi, svokölluð Borgarlína, sem tengja myndi kjarna sveitarfélaganna við allt höfuðborgarsvæðið. Hagstofan gerir ráð fyrir mikilli fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu næstu árin. Segja spárnar höfuðborgarbúa verða tæplega 300.000 talsins árið 2040. Eigi höfuðborgarsvæðið að bera allt þetta fólk þurfa skipulagsmál að taka mið af því. Taka þarf ferðavenjur borgarbúa til endurskoðunar og styrkja almenningssamgöngur svo um munar. Samfélagið hefur þróast umtalsvert síðustu árin samhliða fjölgun einkabílsins. Íbúðabyggð hefur dreifst og sífellt fleiri ferðast lengri veg í leit að þjónustu, atvinnu eða menntun. Aukin dreifing íbúðabyggðar gerir rekstur almenningssamgangna bæði torveldari og kostnaðarsamari – og til verður vítahringur einkabílsins – dreifð byggð með slökum almenningssamgöngum kallar á fleiri bíla. Talsverð hætta er á samspili milli fyrirsjáanlegrar fólksfjölgunar og aukningar á bílaumferð. Það verður tæpast ódýrt fyrir litla og gisna borg að veita einkabílnum raunverulega samkeppni. Sé ætlunin að byggja háþróað almenningssamgöngukerfi af metnaði, stuðla að aukinni notkun, draga úr umferðarteppum og tryggja umhverfisvænni ferðamáta, er líklegt að verðmiðinn verði hár. Guðmundur Freyr Úlfarsson, prófessor í samgöngufræðum við Háskóla Íslands, segir fyrirætlanir um léttlestarkerfið Borgarlínu vera sóun á skattfé. Slíkt samgöngukerfi verði óhagkvæmt og stofnfjárfestingin gífurleg. Hann gefur því lítið fyrir kostnaðar- og ábatagreiningu kerfisins sem bendir til umfangsmikils sparnaðar fyrir samfélagið allt. Hvað sem því líður mun beinn þjóðhagslegur gróði af öflugum almenningssamgöngum og heilsufarslegur ábati af því að ganga eða hjóla, verða mikill. Íslendingar veigra sér margir við að nota almenningssamgöngur enda felur ferðamátinn í sér einhverja göngu. Virðist veðurfarið þar helsta röksemdin. Nokkuð veikburða röksemd í flestum tilfellum enda fjölmargar erlendar borgir sem reka öflugar almenningssamgöngur við svipuð veðurskilyrði. Þó nokkrir notendur einkabílsins hafa ítrekað lýst andstöðu sinni við sumarlokanir í miðbæ Reykjavíkur og segja óásættanlegt að neyðast til göngu nokkurn spöl. Það var því áhugavert þegar Björn Teitsson og Andri Gunnar Lyngberg hjá Trípólí arkitektum birtu úttekt sína í vikunni. Þar kom í ljós að ökumenn sem leggja bíl sínum í miðborg Reykjavíkur þurfa að ganga í mesta lagi 350 metra, svo nálgast megi alla verslun og þjónustu við Laugaveg – þrátt fyrir sumarlokanir. Það er varla mikið fyrir fullfrískt fólk. Það er fagnaðarefni að sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins sammælist um framtíðarsýn í samgöngumálum. Hvort Borgarlína reynist hagkvæmur kostur er erfitt að meta. Þó er ljóst að ferðamáti borgarbúa þarf gagngera endurskoðun ef mæta á áætlaðri fólksfjölgun af skynsemi. Umbætur á almenningssamgöngum eru nauðsynleg fjárfesting og mikilvægt kjaramál fyrir marga – en meðalnotandi einkabíls eyðir verulegum hluta ráðstöfunartekna sinna í rekstur bifreiðar. Gera þarf almenningssamgöngur að raunverulegum kosti fyrir fjölbreyttari hópa, bíllausan lífsstíl að heillandi valmöguleika og umhverfisvænni ferðamáta að algjöru forgangsmáli. Það er hagsmunamál öllum til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Þau tíðindi bárust í vikunni að samhugur væri meðal allra sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins um nýtt svæðisskipulag. Hryggjarstykki skipulagsins væri afkastamikið samgöngukerfi, svokölluð Borgarlína, sem tengja myndi kjarna sveitarfélaganna við allt höfuðborgarsvæðið. Hagstofan gerir ráð fyrir mikilli fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu næstu árin. Segja spárnar höfuðborgarbúa verða tæplega 300.000 talsins árið 2040. Eigi höfuðborgarsvæðið að bera allt þetta fólk þurfa skipulagsmál að taka mið af því. Taka þarf ferðavenjur borgarbúa til endurskoðunar og styrkja almenningssamgöngur svo um munar. Samfélagið hefur þróast umtalsvert síðustu árin samhliða fjölgun einkabílsins. Íbúðabyggð hefur dreifst og sífellt fleiri ferðast lengri veg í leit að þjónustu, atvinnu eða menntun. Aukin dreifing íbúðabyggðar gerir rekstur almenningssamgangna bæði torveldari og kostnaðarsamari – og til verður vítahringur einkabílsins – dreifð byggð með slökum almenningssamgöngum kallar á fleiri bíla. Talsverð hætta er á samspili milli fyrirsjáanlegrar fólksfjölgunar og aukningar á bílaumferð. Það verður tæpast ódýrt fyrir litla og gisna borg að veita einkabílnum raunverulega samkeppni. Sé ætlunin að byggja háþróað almenningssamgöngukerfi af metnaði, stuðla að aukinni notkun, draga úr umferðarteppum og tryggja umhverfisvænni ferðamáta, er líklegt að verðmiðinn verði hár. Guðmundur Freyr Úlfarsson, prófessor í samgöngufræðum við Háskóla Íslands, segir fyrirætlanir um léttlestarkerfið Borgarlínu vera sóun á skattfé. Slíkt samgöngukerfi verði óhagkvæmt og stofnfjárfestingin gífurleg. Hann gefur því lítið fyrir kostnaðar- og ábatagreiningu kerfisins sem bendir til umfangsmikils sparnaðar fyrir samfélagið allt. Hvað sem því líður mun beinn þjóðhagslegur gróði af öflugum almenningssamgöngum og heilsufarslegur ábati af því að ganga eða hjóla, verða mikill. Íslendingar veigra sér margir við að nota almenningssamgöngur enda felur ferðamátinn í sér einhverja göngu. Virðist veðurfarið þar helsta röksemdin. Nokkuð veikburða röksemd í flestum tilfellum enda fjölmargar erlendar borgir sem reka öflugar almenningssamgöngur við svipuð veðurskilyrði. Þó nokkrir notendur einkabílsins hafa ítrekað lýst andstöðu sinni við sumarlokanir í miðbæ Reykjavíkur og segja óásættanlegt að neyðast til göngu nokkurn spöl. Það var því áhugavert þegar Björn Teitsson og Andri Gunnar Lyngberg hjá Trípólí arkitektum birtu úttekt sína í vikunni. Þar kom í ljós að ökumenn sem leggja bíl sínum í miðborg Reykjavíkur þurfa að ganga í mesta lagi 350 metra, svo nálgast megi alla verslun og þjónustu við Laugaveg – þrátt fyrir sumarlokanir. Það er varla mikið fyrir fullfrískt fólk. Það er fagnaðarefni að sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins sammælist um framtíðarsýn í samgöngumálum. Hvort Borgarlína reynist hagkvæmur kostur er erfitt að meta. Þó er ljóst að ferðamáti borgarbúa þarf gagngera endurskoðun ef mæta á áætlaðri fólksfjölgun af skynsemi. Umbætur á almenningssamgöngum eru nauðsynleg fjárfesting og mikilvægt kjaramál fyrir marga – en meðalnotandi einkabíls eyðir verulegum hluta ráðstöfunartekna sinna í rekstur bifreiðar. Gera þarf almenningssamgöngur að raunverulegum kosti fyrir fjölbreyttari hópa, bíllausan lífsstíl að heillandi valmöguleika og umhverfisvænni ferðamáta að algjöru forgangsmáli. Það er hagsmunamál öllum til heilla.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun