Lífið

Böðuðu sig í alvöru kindablóði í Blood burst

Guðrún Ansnes skrifar
Mammút
Mammút Mynd/aðsend
„Það er mikill hryllingur í blóði á sama tíma er þetta vökvinn sem heldur okkur á lífi.“ segir Katrína Mogensen, söngkona hljómsveitarinnar Mammút, sem á dögunum gaf út sitt fyrsta myndband þar sem sungið er á ensku. Myndbandið er við lagið Blood burst (Blóðberg) og má með sanni segja að mikið rokk og ról sé í gangi, ásamt blóði.

„já, þetta er kindablóð“ segir Katrína og bætir við að þær Sunneva Ása Weisappel, sem er leikstjóri myndbandsins, hafi báðar notast mikið við kindablóð í sinni listsköpun, en Mammút baðaði hár sitt í kindablóði þegar hljómsveitin kom fram á Iceland Airwaves hátíðinni í fyrra.

„Sunneva fékk algjörlega frjálsar hendur í hugmyndavinnu og í gerð myndbandsins. Anni Ólafsdóttir og Sunneva klipptu það einnig,“ útskýrir Katrína, sem er gríðarlega ánægð með útkomuna. „Við gerðum þetta bara, þegar tilgangurinn er sköpun fer adrenalínið að stjórna. Það er ekki fyrr en eftir á sem maður fer að sjá hversu sjúkt og firrt það er að leika sér að blóði“ segir Katrína.

Hljómsveitin er nú í óðaönn við að semja efni fyrir nýja plötu sem væntanleg er næsta vor, en nýlega gerði bandið samning við Bella Union útgáfuna í Bretlandi. Er Mammút því komin um borð í sama útgáfuskip og Fleet Foxes, The Flaming Lips, John Grant og Father John Misty. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×