Þröngþingi Íslendinga Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 4. júní 2015 07:00 Það er að bera í bakkafullan lækinn að skrifa enn einn pistilinn um þá stöðu sem upp er komin á Alþingi Íslendinga. Raunar er sá lækur orðinn svo bakkafullur að úr honum flæðir um tún og haga, götur og stræti og hlustir allra þeirra sem nenna að fylgjast með því sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar taka sér fyrir hendur þessa dagana. Staðan er þannig að engin starfsáætlun er í gildi, reynt er að koma nefndafundum á þegar færi gefst, óvíst er hvenær stór mál koma inn og enginn veit hvernig vinnunni mun fram vinda. Vinnu sem felst í því að setja okkur sem í þessu landi búum lög. Nú er svo komið að búið er að taka rammann, erfiðasta mál ríkisstjórnarinnar, af dagskrá og óvíst hvað um það verður. Það hefur hins vegar litlu breytt, enda enginn hörgull á stórum málum sem kljúfa þingheim. Þegar rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða hvarf af dagskrá birtist fljótlega frumvarp til breytinga á lögum um stjórnarráð. Og nú hafa þingmenn rætt það dögum saman og lítið lát virðist á þeirri umræðu. Málið er samt einfaldara en margur kann að hyggja. Í grunninn snýst deilan um það að ríkisstjórnin vill koma fjöldamörgum málum í gegnum þingið á eins fáum dögum og mögulegt er. Stjórnarandstaðan er á móti mörgum þessara mála og þar sem stjórnarliðum hefur ekki tekist að nýta tímann betur en raun ber vitni er sú staða upp komin að langar umræður um einstök mál stöðva alla afgreiðslu. Þetta gátu allir sagt sér að myndi gerast, hver sá sem fylgst hefur með stjórnmálum í meira en korter veit að þessi staða kemur upp á hverju ári, miserfið þó. Til að gera hana sem auðveldasta gildir að koma málum sem fyrst inn í þingið og afgreiða snemma. Það hafa ráðherrar ekki tileinkað sér. Árangur áfram – ekkert stopp, var eitt sinn kosningaslagorð Framsóknarflokksins. Hafi ætlunin verið að losna við stoppin hefði mátt halda betur á málum í þinginu. Og margir forystumanna flokksins mættu líka hafa það í huga að það er ekki líklegt til að liðka fyrir samningum að snupra hinn samningsaðilann nokkuð reglulega. Eða varla taldi Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra það bæta stöðuna að sproksetja Guðmund Steingrímsson á Facebook, eða hvað? En kannski eru menn bara orðnir svona pirraðir. Svo einfalt er það að öllum á að vera ljóst að samningar nást ekki nema með samræðum. Þær hafa litlar farið fram og nú er svo komið að ekki verða þingfundir á mánudag. Í sovésku skákbiblíunni er að finna mörg gullkorn sem lúta að aga og reglum. Þar er mikið lagt upp úr því að hafa áætlun í öllu sem gert er og á einum stað segir: „Og svörtum er réttilega refsað fyrir að tefla án áætlunar.“ Á Alþingi virðast allir tefla án áætlunar. Alþingi er hætt að verðskulda forskeytið al-, enda trauðla hægt að segja að þar sé hugað að al-menningi, al-mannahagsmunum eða al-mennilegum samskiptavenjum yfir höfuð. Þröngir hagsmunir ráða þar för. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er að bera í bakkafullan lækinn að skrifa enn einn pistilinn um þá stöðu sem upp er komin á Alþingi Íslendinga. Raunar er sá lækur orðinn svo bakkafullur að úr honum flæðir um tún og haga, götur og stræti og hlustir allra þeirra sem nenna að fylgjast með því sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar taka sér fyrir hendur þessa dagana. Staðan er þannig að engin starfsáætlun er í gildi, reynt er að koma nefndafundum á þegar færi gefst, óvíst er hvenær stór mál koma inn og enginn veit hvernig vinnunni mun fram vinda. Vinnu sem felst í því að setja okkur sem í þessu landi búum lög. Nú er svo komið að búið er að taka rammann, erfiðasta mál ríkisstjórnarinnar, af dagskrá og óvíst hvað um það verður. Það hefur hins vegar litlu breytt, enda enginn hörgull á stórum málum sem kljúfa þingheim. Þegar rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða hvarf af dagskrá birtist fljótlega frumvarp til breytinga á lögum um stjórnarráð. Og nú hafa þingmenn rætt það dögum saman og lítið lát virðist á þeirri umræðu. Málið er samt einfaldara en margur kann að hyggja. Í grunninn snýst deilan um það að ríkisstjórnin vill koma fjöldamörgum málum í gegnum þingið á eins fáum dögum og mögulegt er. Stjórnarandstaðan er á móti mörgum þessara mála og þar sem stjórnarliðum hefur ekki tekist að nýta tímann betur en raun ber vitni er sú staða upp komin að langar umræður um einstök mál stöðva alla afgreiðslu. Þetta gátu allir sagt sér að myndi gerast, hver sá sem fylgst hefur með stjórnmálum í meira en korter veit að þessi staða kemur upp á hverju ári, miserfið þó. Til að gera hana sem auðveldasta gildir að koma málum sem fyrst inn í þingið og afgreiða snemma. Það hafa ráðherrar ekki tileinkað sér. Árangur áfram – ekkert stopp, var eitt sinn kosningaslagorð Framsóknarflokksins. Hafi ætlunin verið að losna við stoppin hefði mátt halda betur á málum í þinginu. Og margir forystumanna flokksins mættu líka hafa það í huga að það er ekki líklegt til að liðka fyrir samningum að snupra hinn samningsaðilann nokkuð reglulega. Eða varla taldi Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra það bæta stöðuna að sproksetja Guðmund Steingrímsson á Facebook, eða hvað? En kannski eru menn bara orðnir svona pirraðir. Svo einfalt er það að öllum á að vera ljóst að samningar nást ekki nema með samræðum. Þær hafa litlar farið fram og nú er svo komið að ekki verða þingfundir á mánudag. Í sovésku skákbiblíunni er að finna mörg gullkorn sem lúta að aga og reglum. Þar er mikið lagt upp úr því að hafa áætlun í öllu sem gert er og á einum stað segir: „Og svörtum er réttilega refsað fyrir að tefla án áætlunar.“ Á Alþingi virðast allir tefla án áætlunar. Alþingi er hætt að verðskulda forskeytið al-, enda trauðla hægt að segja að þar sé hugað að al-menningi, al-mannahagsmunum eða al-mennilegum samskiptavenjum yfir höfuð. Þröngir hagsmunir ráða þar för.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun