Stækkum griðasvæði hvala Sóley Tómasdóttir skrifar 28. maí 2015 07:00 Langflestir ferðamenn koma hingað til lands til að skoða og upplifa íslenska náttúru. Flestir koma við í Reykjavík til lengri eða skemmri tíma, enda má hér njóta fjölbreyttra menningarviðburða, skoða söfn og byggingar, kaupa íslenska hönnun og borða á fyrsta flokks veitingastöðum. Þess utan er skammt í stórkostlega náttúru, fjöll og fjöru og sjóinn sjálfan. Reykjavík er eina höfuðborg heims sem býður upp á hvalaskoðunarferðir. Hvalaskoðunin hefur verið að vaxa og dafna í gömlu höfninni í Reykjavík. Hún er gríðarmikilvæg fyrir borgarlífið, höfnina og miðborgina, þar sem erlendir ferðamenn staldra lengur við en áður, þar er meira líf og fjölbreyttari viðskipti. Hvalaskoðun er ein vinsælasta afþreying erlendra ferðamanna hér á landi, aðeins Bláa lónið er stærra á landsvísu. Það er bagalegt að á sama stað og þessi blómlega þjónusta er starfrækt séu hvalveiðibátar á hrefnuveiðum og það yfir mesta ferðamannatímann. Rúmlega 500 hrefnur hafa verið veiddar á Faxaflóa frá því hvalveiðar hófust á ný við Íslandsstrendur, í umtalsverðri andstöðu við náttúru- og dýraverndunarsamtök. Hvalveiðar og hvalaskoðun fer illa saman. Forsvarsfólk hvalaskoðunarfyrirtækja segir æ erfiðara að nálgast hrefnuna, hún sé styggari og minna af henni á svæðinu en áður. Hrefnuveiðimenn hafa tekið undir þetta, þótt þeir kenni öðru en veiðum um. Reykjavík hefur einsett sér að taka vel á móti ferðamönnum sem hingað koma. Við reynum að styrkja innviði og skapa grunn fyrir blómlega þjónustu, menningu og fjölbreytt mannlíf. Fulltrúar allra flokka hafa ítrekað lýst yfir eindregnum vilja til stækkunar griðasvæðis hvala á Faxaflóa, nú síðast með sameiginlegri ályktun sem samþykkt var í borgarstjórn í desember sl. þar sem skorað var á ríkisstjórnina að stækka griðasvæðið. Griðasvæði hafa sýnt sig vera áhrifaríka leið til að tryggja vöxt og viðgang ábyrgrar hvalaskoðunar og hafa veitt hvölum og höfrungum mikilvæga vernd um allan heim frá því það fyrsta var sett á laggirnar í Glacier-flóa í Alaska árið 1925. Fleiri slík svæði hafa reynst vel, s.s. Ligurian-svæðið í Miðjarðarhafinu sem stofnað var árið 1994. Nú þegar hvalveiðitímabilið er að hefjast, á sama tíma og ferðamönnum fjölgar ört, er brýnt að árétta þessa ályktun borgarstjórnar. Ég hvet atvinnuvegaráðherra til að stækka griðasvæðið og taka þannig tillit til hvalaskoðunarinnar sem og þeirra sáttmála sem Ísland á aðild að til að tryggja dýravernd og dýravelferð. Þar fara hagsmunir hvala og manna saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Langflestir ferðamenn koma hingað til lands til að skoða og upplifa íslenska náttúru. Flestir koma við í Reykjavík til lengri eða skemmri tíma, enda má hér njóta fjölbreyttra menningarviðburða, skoða söfn og byggingar, kaupa íslenska hönnun og borða á fyrsta flokks veitingastöðum. Þess utan er skammt í stórkostlega náttúru, fjöll og fjöru og sjóinn sjálfan. Reykjavík er eina höfuðborg heims sem býður upp á hvalaskoðunarferðir. Hvalaskoðunin hefur verið að vaxa og dafna í gömlu höfninni í Reykjavík. Hún er gríðarmikilvæg fyrir borgarlífið, höfnina og miðborgina, þar sem erlendir ferðamenn staldra lengur við en áður, þar er meira líf og fjölbreyttari viðskipti. Hvalaskoðun er ein vinsælasta afþreying erlendra ferðamanna hér á landi, aðeins Bláa lónið er stærra á landsvísu. Það er bagalegt að á sama stað og þessi blómlega þjónusta er starfrækt séu hvalveiðibátar á hrefnuveiðum og það yfir mesta ferðamannatímann. Rúmlega 500 hrefnur hafa verið veiddar á Faxaflóa frá því hvalveiðar hófust á ný við Íslandsstrendur, í umtalsverðri andstöðu við náttúru- og dýraverndunarsamtök. Hvalveiðar og hvalaskoðun fer illa saman. Forsvarsfólk hvalaskoðunarfyrirtækja segir æ erfiðara að nálgast hrefnuna, hún sé styggari og minna af henni á svæðinu en áður. Hrefnuveiðimenn hafa tekið undir þetta, þótt þeir kenni öðru en veiðum um. Reykjavík hefur einsett sér að taka vel á móti ferðamönnum sem hingað koma. Við reynum að styrkja innviði og skapa grunn fyrir blómlega þjónustu, menningu og fjölbreytt mannlíf. Fulltrúar allra flokka hafa ítrekað lýst yfir eindregnum vilja til stækkunar griðasvæðis hvala á Faxaflóa, nú síðast með sameiginlegri ályktun sem samþykkt var í borgarstjórn í desember sl. þar sem skorað var á ríkisstjórnina að stækka griðasvæðið. Griðasvæði hafa sýnt sig vera áhrifaríka leið til að tryggja vöxt og viðgang ábyrgrar hvalaskoðunar og hafa veitt hvölum og höfrungum mikilvæga vernd um allan heim frá því það fyrsta var sett á laggirnar í Glacier-flóa í Alaska árið 1925. Fleiri slík svæði hafa reynst vel, s.s. Ligurian-svæðið í Miðjarðarhafinu sem stofnað var árið 1994. Nú þegar hvalveiðitímabilið er að hefjast, á sama tíma og ferðamönnum fjölgar ört, er brýnt að árétta þessa ályktun borgarstjórnar. Ég hvet atvinnuvegaráðherra til að stækka griðasvæðið og taka þannig tillit til hvalaskoðunarinnar sem og þeirra sáttmála sem Ísland á aðild að til að tryggja dýravernd og dýravelferð. Þar fara hagsmunir hvala og manna saman.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun