Hendur mínar bundnar – aftur! Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 27. maí 2015 07:00 Ég lít í kringum mig og sé ungt fólk með bros á vör og hvíta húfu á kolli og eftirvæntingin skín úr andlitum þeirra eins og hjá mér. Fyrir framan er þéttsetinn salur af foreldrum, ættingjum og vinum. Fram undan eru ný tækifæri og útskriftarveislan sem ég var búin að hlakka heillengi til. Núna hins vegar er ég að reyna að njóta stundarinnar, veislan verður víst ekki eins og ætti að vera. Félagslegi sjóðurinn er tómur, ég fæ víst ekki að tjá mig við ættingja mína sem eru ekki fullfærir á íslensku táknmáli (ÍTM) né að njóta þess að eiga samskipti við þá, hendur mínar eru bundnar. Ég opna umslag frá lögfræðingnum. Loksins… hann boðar mig á fund, þar verður víst hægt að koma málinu sem hefur vofað yfir mér um langa hríð í einhvern farveg. Ánægjan varir stutt, því ég þarf að fresta fundinum enn eina ferðina, félagslegi sjóðurinn er tómur, hendur mínar eru bundnar og ég þarf að glíma áfram við óvissuna. Ég horfi á stúlkuna mína, hún stendur uppi á sviði og flytur ræðu. Mikið er ég stolt af henni, stúlkan mín sem var kvíðin stendur núna og geislar af öryggi og hamingju. Ég hins vegar vildi að ég gæti fylgst með því sem hún segir, var búin að panta túlk en fékk tölvupóst um að því miður væri ekki hægt að afgreiða beiðnina mína því félagslegi sjóðurinn væri tómur eina ferðina enn og hendur mínar eru bundnar. Ég mæti stundvíslega í prófið, hef verið í ökuskólanum að undirbúa mig fyrir meiraprófið. Loksins kom að því að taka prófið en ég og kennarinn lítum hvort á annað, hann getur ekki tjáð sig á ÍTM og ég reyni að útskýra að við séum að bíða eftir táknmálstúlki. Ég bíð, finn símann minn titra og lít á skjáinn – því miður, félagslegi sjóðurinn er tómur og því getur túlkur ekki komið og túlkað prófið. Hendur mínar eru bundnar, ég þarf að fresta þessu enn eina ferðina og get ekki sinnt atvinnu minni eins og til stóð. Þetta eru dæmi sem eru að gerast hjá íslenskum þjóðfélagsþegnum sem nota ÍTM í daglegu lífi. Stjórnvöld binda á okkur hendurnar og við getum ekki sinnt skyldum okkar sem húseigendur, foreldrar, skattgreiðendur, ættingjar og fleira. Í ár ákvað mennta- og menningarmálaráðuneytið að skipta fjármagninu í fjóra fjórðunga. Ekki veit ég hvernig stærðfræðikunnáttan er hjá þeim, þetta er ósköp einfalt, fjármagnið endist ekkert lengur frekar en hin árin. Hlutverk og skyldur okkar minnka ekkert þó því sé skipt í fjóra fjórðunga. Ég skora á stjórnvöld að fylgja lögum nr. 61/2011, hlúa að íslensku táknmáli og leyfa okkur að njóta jafnræðis á við aðra í íslensku þjóðlífi og sinna okkar skyldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ég lít í kringum mig og sé ungt fólk með bros á vör og hvíta húfu á kolli og eftirvæntingin skín úr andlitum þeirra eins og hjá mér. Fyrir framan er þéttsetinn salur af foreldrum, ættingjum og vinum. Fram undan eru ný tækifæri og útskriftarveislan sem ég var búin að hlakka heillengi til. Núna hins vegar er ég að reyna að njóta stundarinnar, veislan verður víst ekki eins og ætti að vera. Félagslegi sjóðurinn er tómur, ég fæ víst ekki að tjá mig við ættingja mína sem eru ekki fullfærir á íslensku táknmáli (ÍTM) né að njóta þess að eiga samskipti við þá, hendur mínar eru bundnar. Ég opna umslag frá lögfræðingnum. Loksins… hann boðar mig á fund, þar verður víst hægt að koma málinu sem hefur vofað yfir mér um langa hríð í einhvern farveg. Ánægjan varir stutt, því ég þarf að fresta fundinum enn eina ferðina, félagslegi sjóðurinn er tómur, hendur mínar eru bundnar og ég þarf að glíma áfram við óvissuna. Ég horfi á stúlkuna mína, hún stendur uppi á sviði og flytur ræðu. Mikið er ég stolt af henni, stúlkan mín sem var kvíðin stendur núna og geislar af öryggi og hamingju. Ég hins vegar vildi að ég gæti fylgst með því sem hún segir, var búin að panta túlk en fékk tölvupóst um að því miður væri ekki hægt að afgreiða beiðnina mína því félagslegi sjóðurinn væri tómur eina ferðina enn og hendur mínar eru bundnar. Ég mæti stundvíslega í prófið, hef verið í ökuskólanum að undirbúa mig fyrir meiraprófið. Loksins kom að því að taka prófið en ég og kennarinn lítum hvort á annað, hann getur ekki tjáð sig á ÍTM og ég reyni að útskýra að við séum að bíða eftir táknmálstúlki. Ég bíð, finn símann minn titra og lít á skjáinn – því miður, félagslegi sjóðurinn er tómur og því getur túlkur ekki komið og túlkað prófið. Hendur mínar eru bundnar, ég þarf að fresta þessu enn eina ferðina og get ekki sinnt atvinnu minni eins og til stóð. Þetta eru dæmi sem eru að gerast hjá íslenskum þjóðfélagsþegnum sem nota ÍTM í daglegu lífi. Stjórnvöld binda á okkur hendurnar og við getum ekki sinnt skyldum okkar sem húseigendur, foreldrar, skattgreiðendur, ættingjar og fleira. Í ár ákvað mennta- og menningarmálaráðuneytið að skipta fjármagninu í fjóra fjórðunga. Ekki veit ég hvernig stærðfræðikunnáttan er hjá þeim, þetta er ósköp einfalt, fjármagnið endist ekkert lengur frekar en hin árin. Hlutverk og skyldur okkar minnka ekkert þó því sé skipt í fjóra fjórðunga. Ég skora á stjórnvöld að fylgja lögum nr. 61/2011, hlúa að íslensku táknmáli og leyfa okkur að njóta jafnræðis á við aðra í íslensku þjóðlífi og sinna okkar skyldum.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun