Að flækja sig í makríltrollinu Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 27. maí 2015 07:00 Þegar þetta er skrifað hafa ríflega 39.000 manns sett nafn sitt við undirskriftasöfnunina Þjóðareign. Með því skora þeir á forseta Íslands að „vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra“. Tilefni undirskriftasöfnunarinnar er frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um makrílkvóta, en það er nú á borði atvinnuveganefndar. Ljóst er að nefndarinnar bíður nokkuð erfitt hlutverk, því auk þeirra sem krefjast þess að frumvarpinu verði vísað til staðfestingar í þjóðaratkvæðagreiðslu hefur útgerðin gagnrýnt að það gangi ekki nógu langt til að fastsetja nýtingu veiðiheimilda og gjaldið fyrir þær sé of hátt. Undirskriftasöfnuninni er beint að Ólafi Ragnari Grímssyni forseta og því ekki úr vegi að líta til orða hans sjálfs, hvað álíka safnanir varðar. Fyrst er kannski ekki úr vegi að minna á að þegar Ólafur Ragnar ákvað að gefa kost á sér til endurkjörs sem forseti höfðu 30.733 skrifað undir áskorun þess efnis. Ólafur Ragnar braut blað í sögu íslenskrar stjórnskipunar þegar hann neitaði fjölmiðlalögum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar um staðfestingu. Þá höfðu 31.752 skrifað undir áskorun til forsetans um slíkt og forsetinn rökstuddi ákvörðun sína með orðum sem síðar urðu fleyg, þegar hann vísaði til gjár milli þings og þjóðar: „Því miður hefur skort samhljóminn sem þarf að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli. Fjölmiðlarnir eru sá hornsteinn í lýðræðisskipan og menningu okkar Íslendinga að ekki er farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja. Slíka gjá þarf að brúa.“ Og lausnin var einföld fyrir forsetanum þá: „Það verður best gert með því að þjóðin fái í hendur þann rétt sem henni er veittur í stjórnarskrá lýðveldisins og meti lagafrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Það er vandséð að Ólafur Ragnar líti á eign og yfirráð yfir náttúruauðlindum sem minna mikilvægt mál en hvernig reglum um fjölmiðla er háttað. Það er sagt með fullri virðingu fyrir fjölmiðlum og fjölmiðlafólki, en því hættir oft til að gera fullmikið úr eigin mikilvægi. Og miðað við orð forsetans áður er langlíklegast að hann geri einmitt það; vísi makrílfrumvarpinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Til þess að svo verði þarf Alþingi hins vegar fyrst að samþykkja frumvarpið. Þar er ekki á vísan að róa, deilur eru um frumvarpið í flestum ef ekki öllum flokkum. Sporin hljóta líka að hræða. Það er trauðla efst á óskalista sjávarútvegsráðherra að horfa á eftir frumvarpi sínu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar þetta er skrifað hafa ríflega 39.000 manns sett nafn sitt við undirskriftasöfnunina Þjóðareign. Með því skora þeir á forseta Íslands að „vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra“. Tilefni undirskriftasöfnunarinnar er frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um makrílkvóta, en það er nú á borði atvinnuveganefndar. Ljóst er að nefndarinnar bíður nokkuð erfitt hlutverk, því auk þeirra sem krefjast þess að frumvarpinu verði vísað til staðfestingar í þjóðaratkvæðagreiðslu hefur útgerðin gagnrýnt að það gangi ekki nógu langt til að fastsetja nýtingu veiðiheimilda og gjaldið fyrir þær sé of hátt. Undirskriftasöfnuninni er beint að Ólafi Ragnari Grímssyni forseta og því ekki úr vegi að líta til orða hans sjálfs, hvað álíka safnanir varðar. Fyrst er kannski ekki úr vegi að minna á að þegar Ólafur Ragnar ákvað að gefa kost á sér til endurkjörs sem forseti höfðu 30.733 skrifað undir áskorun þess efnis. Ólafur Ragnar braut blað í sögu íslenskrar stjórnskipunar þegar hann neitaði fjölmiðlalögum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar um staðfestingu. Þá höfðu 31.752 skrifað undir áskorun til forsetans um slíkt og forsetinn rökstuddi ákvörðun sína með orðum sem síðar urðu fleyg, þegar hann vísaði til gjár milli þings og þjóðar: „Því miður hefur skort samhljóminn sem þarf að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli. Fjölmiðlarnir eru sá hornsteinn í lýðræðisskipan og menningu okkar Íslendinga að ekki er farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja. Slíka gjá þarf að brúa.“ Og lausnin var einföld fyrir forsetanum þá: „Það verður best gert með því að þjóðin fái í hendur þann rétt sem henni er veittur í stjórnarskrá lýðveldisins og meti lagafrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Það er vandséð að Ólafur Ragnar líti á eign og yfirráð yfir náttúruauðlindum sem minna mikilvægt mál en hvernig reglum um fjölmiðla er háttað. Það er sagt með fullri virðingu fyrir fjölmiðlum og fjölmiðlafólki, en því hættir oft til að gera fullmikið úr eigin mikilvægi. Og miðað við orð forsetans áður er langlíklegast að hann geri einmitt það; vísi makrílfrumvarpinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Til þess að svo verði þarf Alþingi hins vegar fyrst að samþykkja frumvarpið. Þar er ekki á vísan að róa, deilur eru um frumvarpið í flestum ef ekki öllum flokkum. Sporin hljóta líka að hræða. Það er trauðla efst á óskalista sjávarútvegsráðherra að horfa á eftir frumvarpi sínu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun