Stúdentar frá MR – sameinist! Benedikt Jóhannesson skrifar 21. maí 2015 07:00 Nú eru á lífi rúmlega tíu þúsund stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík. Það er meira en einn af hverjum tuttugu og fimm Íslendingum tuttugu ára og eldri. Stúdentum frá MR þykir vænt um skólann sinn og þeir minnast skólaáranna flestir með hlýju. Hefðir eru sterkar í MR. Ein sú sterkasta er viljinn til þess að standa sig vel. Nemendur skólans hafa skarað fram úr í keppni af ýmsu tagi ár eftir ár. Tungumál, raungreinar, söngur og stuttmyndagerð eru meðal þeirra sviða þar sem MR-ingar náðu lofsverðum árangri í vor. Þegar í háskóla er komið hafa stúdentar frá skólanum upp til hópa reynst vel undirbúnir og þeir koma vel út í samanburði við nemendur frá frá öðrum skólum. Góðir starfsmenn og góður andi meðal nemenda fleytir þeim langt. En til að skólinn geti boðið nemendum sínum upp á góða menntun þarf aðstaða og tæki að vera í takt við tímann. Hollvinafélag Menntaskólans í Reykjavík var stofnað til þess að koma á, efla og viðhalda tengslum milli yngri og eldri nemenda skólans og annarra, sem bera hag skólans fyrir brjósti. Jafnframt vill félagið styðja við uppbyggingu skólans og efla skóla- og félagsstarf MR með því að afla fjár til stuðnings skólastarfi MR. Hollvinafélagið efnir nú til söfnunar meðal allra núlifandi stúdenta frá MR og hefur sent kröfu í heimabanka þeirra. Fjárhæðin er 2.900 krónur á hvern um sig en þátttaka í söfnuninni er algerlega frjáls og engum skylt að borga. Peningum sem safnað verður mun verða varið til kaupa á tækjum sem nýta má við kennslu, en nefna má að tölvukostur skólans er kominn til ára sinna. MR hefur á liðnum árum oft notið gjafmildi fyrrum nemenda sem hafa stutt skólann til þess að efla skólastarfið. Stjórn Hollvinafélagsins biður alla stúdenta að bregðast vel við þessari beiðni og leggja þannig sitt af mörkum til þess að efla Menntaskólann í Reykjavík. Reikningurinn er 512-14-402158 og kt. 650214-0720. Margt smátt gerir eitt stórt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Nú eru á lífi rúmlega tíu þúsund stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík. Það er meira en einn af hverjum tuttugu og fimm Íslendingum tuttugu ára og eldri. Stúdentum frá MR þykir vænt um skólann sinn og þeir minnast skólaáranna flestir með hlýju. Hefðir eru sterkar í MR. Ein sú sterkasta er viljinn til þess að standa sig vel. Nemendur skólans hafa skarað fram úr í keppni af ýmsu tagi ár eftir ár. Tungumál, raungreinar, söngur og stuttmyndagerð eru meðal þeirra sviða þar sem MR-ingar náðu lofsverðum árangri í vor. Þegar í háskóla er komið hafa stúdentar frá skólanum upp til hópa reynst vel undirbúnir og þeir koma vel út í samanburði við nemendur frá frá öðrum skólum. Góðir starfsmenn og góður andi meðal nemenda fleytir þeim langt. En til að skólinn geti boðið nemendum sínum upp á góða menntun þarf aðstaða og tæki að vera í takt við tímann. Hollvinafélag Menntaskólans í Reykjavík var stofnað til þess að koma á, efla og viðhalda tengslum milli yngri og eldri nemenda skólans og annarra, sem bera hag skólans fyrir brjósti. Jafnframt vill félagið styðja við uppbyggingu skólans og efla skóla- og félagsstarf MR með því að afla fjár til stuðnings skólastarfi MR. Hollvinafélagið efnir nú til söfnunar meðal allra núlifandi stúdenta frá MR og hefur sent kröfu í heimabanka þeirra. Fjárhæðin er 2.900 krónur á hvern um sig en þátttaka í söfnuninni er algerlega frjáls og engum skylt að borga. Peningum sem safnað verður mun verða varið til kaupa á tækjum sem nýta má við kennslu, en nefna má að tölvukostur skólans er kominn til ára sinna. MR hefur á liðnum árum oft notið gjafmildi fyrrum nemenda sem hafa stutt skólann til þess að efla skólastarfið. Stjórn Hollvinafélagsins biður alla stúdenta að bregðast vel við þessari beiðni og leggja þannig sitt af mörkum til þess að efla Menntaskólann í Reykjavík. Reikningurinn er 512-14-402158 og kt. 650214-0720. Margt smátt gerir eitt stórt.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun