Vill að dómaraefni svari spurningum í sjónvarpi Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. maí 2015 07:00 Áheyrendur sem á mál Jóns Steinars komu nokkuð víða að úr samfélaginu. fréttablaðið/gva Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, vill að nýir hæstaréttardómarar verði valdir á þann veg að hæfnisnefnd velji úr hópu umsækjenda þá umsækjendur sem uppfylli kröfur um hæfni. Ráðherra velji svo þann sem honum lítist best á og tillaga ráðherra verði svo borin undir samþykki Alþingis. Á fundi sem Jón Steinar hélt í gær um úrbætur í réttarkerfinu sagði hann að þessar hugmyndir væru í samræmi við það sem starfshópur sem skrifaði frumvarp um nýtt millidómsstig hefði lagt fram. „En ég vil meira. Ég vil að viðkomandi sem er tilnefndur mæti fyrir þingnefnd og svari þar, helst í beinni sjónvarpsútsendingu, spurningum um það hvaða grundvallarreglur gildi um starf hæstaréttardómara,“ sagði Jón Steinar. Hinn tilnefndi geti þá svarað spurningum um það hvort dómarar megi setja ný lög og hverjar séu heimildirnar. „Ég held nefnilega að sá sem þyrfti að svara slíkum spurningum í heyranda hljóði sé líklegri til að fara eftir því sem hann sagði, heldur en sá sem skríður þarna inn og hefur aldrei þurft að gera neina grein fyrir því hvaða grundvallarviðhorf hann hafi í lögfræðilegum efnum,“ sagði hann. Jón Steinar gagnrýnir reglur sem settar voru um skipan hæstaréttardómara árið 2010. Þar er gert ráð fyrir að fimm menn í dómnefnd fjalli um hæfni umsækjenda um embætti hæstaréttardómara og héraðsdómara og gefi umsögn um þá. Nefndinni er gert að taka afstöðu til þess hvaða umsækjandi sé hæfastur til að hljóta embættið. Jón Steinar segir að þar sé kominn hópur sem stjórni Hæstarétti og ráði því hverjir koma nýir inn. „Viljum við hafa þetta svona? Að það sé einhver klíka búin að koma sér fyrir í dómskerfinu sem ákveður alla nýja dómara inn í hópinn?“ spurði Jón. Jón Steinar vill líka að hæstaréttardómurum verði bannað að sitja í nefndum á vettvangi stjórnsýslunnar. „Mér finnst það fáránlegt að hæstaréttardómarar sitji í slíkum nefndum,“ sagði Jón Steinar. Hann benti á áratugalanga setu hæstaréttardómara í réttarfarsnefnd. Megininntakið í ræðu Jóns var þó að benda á álagið á Hæstarétt. Hann sagði að hver dómari hefði þurft að dæma í allt að 350 málum á ári, sem er nálægt tveimur málum á hverjum starfsdegi ársins. Álagið á dómara væri svo mikið að þeir réðu ekki við starfið. „Þeir eru bara þvingaðir í að móta starf sitt eftir þessu álagi. Þeir ráða ekkert við starfið, einfaldlega vegna þess að það er ekkert hægt,“ segir Jón Steinar. Til þess sé starfið of mikið og íþyngjandi. „Svo er nú eitt móment í þessu, að rétturinn getur ekkert viðurkennt það. Dómarar í Hæstarétti geta ekkert viðurkennt það fyrir ráðherra og fyrir þjóðinni að þeir ráði ekkert við þennan málafjölda,“ sagði Jón Steinar og bætti því við að dagskipunin væri bara ein, að klára málin. „Það virðist ekkert vera sem tekur henni fram.“ Alþingi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, vill að nýir hæstaréttardómarar verði valdir á þann veg að hæfnisnefnd velji úr hópu umsækjenda þá umsækjendur sem uppfylli kröfur um hæfni. Ráðherra velji svo þann sem honum lítist best á og tillaga ráðherra verði svo borin undir samþykki Alþingis. Á fundi sem Jón Steinar hélt í gær um úrbætur í réttarkerfinu sagði hann að þessar hugmyndir væru í samræmi við það sem starfshópur sem skrifaði frumvarp um nýtt millidómsstig hefði lagt fram. „En ég vil meira. Ég vil að viðkomandi sem er tilnefndur mæti fyrir þingnefnd og svari þar, helst í beinni sjónvarpsútsendingu, spurningum um það hvaða grundvallarreglur gildi um starf hæstaréttardómara,“ sagði Jón Steinar. Hinn tilnefndi geti þá svarað spurningum um það hvort dómarar megi setja ný lög og hverjar séu heimildirnar. „Ég held nefnilega að sá sem þyrfti að svara slíkum spurningum í heyranda hljóði sé líklegri til að fara eftir því sem hann sagði, heldur en sá sem skríður þarna inn og hefur aldrei þurft að gera neina grein fyrir því hvaða grundvallarviðhorf hann hafi í lögfræðilegum efnum,“ sagði hann. Jón Steinar gagnrýnir reglur sem settar voru um skipan hæstaréttardómara árið 2010. Þar er gert ráð fyrir að fimm menn í dómnefnd fjalli um hæfni umsækjenda um embætti hæstaréttardómara og héraðsdómara og gefi umsögn um þá. Nefndinni er gert að taka afstöðu til þess hvaða umsækjandi sé hæfastur til að hljóta embættið. Jón Steinar segir að þar sé kominn hópur sem stjórni Hæstarétti og ráði því hverjir koma nýir inn. „Viljum við hafa þetta svona? Að það sé einhver klíka búin að koma sér fyrir í dómskerfinu sem ákveður alla nýja dómara inn í hópinn?“ spurði Jón. Jón Steinar vill líka að hæstaréttardómurum verði bannað að sitja í nefndum á vettvangi stjórnsýslunnar. „Mér finnst það fáránlegt að hæstaréttardómarar sitji í slíkum nefndum,“ sagði Jón Steinar. Hann benti á áratugalanga setu hæstaréttardómara í réttarfarsnefnd. Megininntakið í ræðu Jóns var þó að benda á álagið á Hæstarétt. Hann sagði að hver dómari hefði þurft að dæma í allt að 350 málum á ári, sem er nálægt tveimur málum á hverjum starfsdegi ársins. Álagið á dómara væri svo mikið að þeir réðu ekki við starfið. „Þeir eru bara þvingaðir í að móta starf sitt eftir þessu álagi. Þeir ráða ekkert við starfið, einfaldlega vegna þess að það er ekkert hægt,“ segir Jón Steinar. Til þess sé starfið of mikið og íþyngjandi. „Svo er nú eitt móment í þessu, að rétturinn getur ekkert viðurkennt það. Dómarar í Hæstarétti geta ekkert viðurkennt það fyrir ráðherra og fyrir þjóðinni að þeir ráði ekkert við þennan málafjölda,“ sagði Jón Steinar og bætti því við að dagskipunin væri bara ein, að klára málin. „Það virðist ekkert vera sem tekur henni fram.“
Alþingi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent