Stál í stál á Alþingi Kolbeinn Óttarson Proppé skrifar 21. maí 2015 07:00 Katrín Júlíusdóttir Að segja að óvissa ríki um þinglok er eins og að standa í miðju kríuvarpi með ótal sár á höfðinu og fullyrða að krían sé á engan hátt árásargjarn fugl þegar kemur að því að verja varpið sitt. Það segir sitt um ástandið að samkvæmt dagskrá áttu þingstörf í gær að hefjast klukkan 10 á umræðum um störf þingsins og í kjölfarið að koma sérstök umræða um húsnæðismál. Fyrsti dagskrárliðurinn hófst klukkan 15.08. Og talandi um áætlun, samkvæmt starfsáætlun á að fresta þingi eftir rúma viku, föstudaginn 29. maí. Það þarf töluverða glámskyggni til að sjá að ekki mun takast að afgreiða öll mál sem fyrir þinginu liggja fyrir þann tíma. Ríkisstjórnin hefur lagt fram 118 frumvörp á yfirstandandi þingi. Af þeim hafa 42 verið samþykkt sem lög, en 72 eru enn óafgreidd á ýmsum stigum.Sprengja í þingið Hafi menn haft vonir um að það tækist að ljúka þingstörfum í friði og spekt urðu þær að engu þegar breytingartilllaga atvinnuveganefndar varðandi Rammann leit dagsins ljós. Með tillögunni tókst að sameina stjórnarandstöðuna þannig að nú vinnur hún sem einn maður. „Við fáum eina umræðu til að ræða þessar miklu breytingar á Rammanum. Á sama tíma eru stjórnarflokkarnir að boða breytingar á málinu. Þetta eru vond vinnubrögð ofan á enn verri vinnubrögð,“ segir Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Jón Gunnarsson„Við munum mótmæla þessum vinnubrögðum og sameinuð berjumst við í stjórnarandstöðunni gegn þessum tillögum eins lengi og með þarf. Þó vonum við að menn sjái að sér og dragi þessar breytingatillögur til baka og haldi sig við upphaflega tillögu ráðherra og láti verkefnisstjórn rammaáætlunar um að sinna sínum lögbundna faglega ferli.“ Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, segir hins vegar að málið snúist ekki um form heldur efni. „Það liggur alveg fyrir að það er grundvallarágreiningur um hvert skal stefna í nýtingu á orkuauðlindum okkar. Það er fólk hér á Alþingi sem hefur engan áhuga á að halda áfram virkjanaframkvæmdum, á meðan aðrir telja það nauðsynlegan þátt til að efla íslenskt samfélag og skapa aukin tækifæri fyrir ungt fólk að það verði haldið áfram á þessum vettvangi. Til þess er horft öfundaraugum til okkar um allan heim, þeirra tækifæra sem fyrir okkur liggja.“ Og spurður um hvort það komi til greina að gefa eftir til að liðka fyrir þinglokum, svarar hann: „Það hefur nú þegar verið dreginn til baka umdeildasti virkjanakosturinn í þessu af okkar hálfu sem er Hagavatnsvirkjun. Það virðist ekki hafa nein áhrif á þeirra málflutning og virðist ekki skipta þau neinu máli. Þannig að ég veit ekkert hversu langt þarf að ganga til að semja við þau um þessi mál. En á þessari stundu, þá sýnist mér ekkert annað vera í spilunum hér annað en að við ljúkum málum með þessum hætti og meirihluti þingsins fái að taka sína ákvörðun, eins og gerðist hér á síðasta kjörtímabili þegar þau voru með algjörlega sambærilega tillögu inni í þinginu.“ Allt í lás Á meðan ekki semst um Rammann virðist því ljóst að allt er botnfrosið. Fjöldi stórra mála bíður, Bankasýslan, makríllinn, samgönguáætlun, ívilnanir til nýfjárfestinga, lyfjalög, meðferð sakamála og lögreglulög, almannatryggingar, fjárfestingasamningur við Thorsil um kísilverksmiðju, opinber fjármál, staðgöngumæðrun, tekjustofnar sveitarfélaga, Fiskistofa og svo mætti lengi telja, enda málin mörg. Alþingi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Að segja að óvissa ríki um þinglok er eins og að standa í miðju kríuvarpi með ótal sár á höfðinu og fullyrða að krían sé á engan hátt árásargjarn fugl þegar kemur að því að verja varpið sitt. Það segir sitt um ástandið að samkvæmt dagskrá áttu þingstörf í gær að hefjast klukkan 10 á umræðum um störf þingsins og í kjölfarið að koma sérstök umræða um húsnæðismál. Fyrsti dagskrárliðurinn hófst klukkan 15.08. Og talandi um áætlun, samkvæmt starfsáætlun á að fresta þingi eftir rúma viku, föstudaginn 29. maí. Það þarf töluverða glámskyggni til að sjá að ekki mun takast að afgreiða öll mál sem fyrir þinginu liggja fyrir þann tíma. Ríkisstjórnin hefur lagt fram 118 frumvörp á yfirstandandi þingi. Af þeim hafa 42 verið samþykkt sem lög, en 72 eru enn óafgreidd á ýmsum stigum.Sprengja í þingið Hafi menn haft vonir um að það tækist að ljúka þingstörfum í friði og spekt urðu þær að engu þegar breytingartilllaga atvinnuveganefndar varðandi Rammann leit dagsins ljós. Með tillögunni tókst að sameina stjórnarandstöðuna þannig að nú vinnur hún sem einn maður. „Við fáum eina umræðu til að ræða þessar miklu breytingar á Rammanum. Á sama tíma eru stjórnarflokkarnir að boða breytingar á málinu. Þetta eru vond vinnubrögð ofan á enn verri vinnubrögð,“ segir Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Jón Gunnarsson„Við munum mótmæla þessum vinnubrögðum og sameinuð berjumst við í stjórnarandstöðunni gegn þessum tillögum eins lengi og með þarf. Þó vonum við að menn sjái að sér og dragi þessar breytingatillögur til baka og haldi sig við upphaflega tillögu ráðherra og láti verkefnisstjórn rammaáætlunar um að sinna sínum lögbundna faglega ferli.“ Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, segir hins vegar að málið snúist ekki um form heldur efni. „Það liggur alveg fyrir að það er grundvallarágreiningur um hvert skal stefna í nýtingu á orkuauðlindum okkar. Það er fólk hér á Alþingi sem hefur engan áhuga á að halda áfram virkjanaframkvæmdum, á meðan aðrir telja það nauðsynlegan þátt til að efla íslenskt samfélag og skapa aukin tækifæri fyrir ungt fólk að það verði haldið áfram á þessum vettvangi. Til þess er horft öfundaraugum til okkar um allan heim, þeirra tækifæra sem fyrir okkur liggja.“ Og spurður um hvort það komi til greina að gefa eftir til að liðka fyrir þinglokum, svarar hann: „Það hefur nú þegar verið dreginn til baka umdeildasti virkjanakosturinn í þessu af okkar hálfu sem er Hagavatnsvirkjun. Það virðist ekki hafa nein áhrif á þeirra málflutning og virðist ekki skipta þau neinu máli. Þannig að ég veit ekkert hversu langt þarf að ganga til að semja við þau um þessi mál. En á þessari stundu, þá sýnist mér ekkert annað vera í spilunum hér annað en að við ljúkum málum með þessum hætti og meirihluti þingsins fái að taka sína ákvörðun, eins og gerðist hér á síðasta kjörtímabili þegar þau voru með algjörlega sambærilega tillögu inni í þinginu.“ Allt í lás Á meðan ekki semst um Rammann virðist því ljóst að allt er botnfrosið. Fjöldi stórra mála bíður, Bankasýslan, makríllinn, samgönguáætlun, ívilnanir til nýfjárfestinga, lyfjalög, meðferð sakamála og lögreglulög, almannatryggingar, fjárfestingasamningur við Thorsil um kísilverksmiðju, opinber fjármál, staðgöngumæðrun, tekjustofnar sveitarfélaga, Fiskistofa og svo mætti lengi telja, enda málin mörg.
Alþingi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira