Auðlindir í þjóðareign Stefán Jón Hafstein skrifar 5. maí 2015 07:00 Ef stjórnmálamönnum er ekki treystandi fyrir auðlindum þjóðarinnar er þeim ekki treystandi fyrir neinu. Ísland er eitt auðlindaríkasta land í heimi. Mjög varlega áætlað á hver Íslendingur 4-6 milljónir króna í náttúruauðlindum og trúlegt er að þessi upphæð sé mun hærri. Það er gagnlegt að velta fyrir sér hve vellauðug þjóðin er. Það var einmitt gert á málþingi um auðlindir í þjóðareign á dögunum. Dr. Sigurður Jóhannesson hagfræðingur fræddi fullt hús gesta um það að líklega sé heildarverðmæti fiskistofnanna við Ísland 1.100-1.200 milljarðar króna. Fáir gera sér líklega ljóst hve jarðvarmi til húshitunar er okkur dýrmætur. Sparnaður okkar af jarðhitaveitum er afar mikill og heildarverðmæti á bilinu 235-460 milljarðar króna. Er þá ótalin þriðja stóra auðlindin sem er fallorka og jarðhiti til rafmangsframleiðslu. Því miður er það nú almennt viðurkennd staðreynd að arðsemi orkufyrirtækja er lítil. Gagnvart almennum neytendum birtist lág arðsemi í mun lægri rafmagnsreikningum en gerist í grannríkjum svo ekki er hægt að kvarta, en því miður fá erlend stóriðjuver að njóta kostakjara af þessari mikilvægu auðlind líka. Verðmæti þeirrar orku sem nú er virkjuð með fallorku og jarðhita til rafmagnsframleiðslu er á bilinu 20-100 milljarðar króna og tekur stóriðja mest af arðinum. Samtals erum við því með 1.300-1.800 milljarða virði í gjöfum guðs og enn er eftir að virkja upp í helming af möguleikum landsins í fallorku og jarðhita. Er þá engu spáð um hugsanlegan olíufund.Ómetanlegar auðlindir En hvað með náttúru landsins sem lokkar að ferðamenn? Hér ræðum við stundum um ómetanleg gæði. Hagfræðingar viðurkenna að aðferðir þeirra til að meta slík verðmæti eru ekki háþróaðar. En það má leita leiða. Ferðaþjónusta skapar 300 milljarða í gjaldeyristekjur á ári, 80% ferðamanna segjast koma vegna náttúru landsins. Ef hér væri engin áhugaverð náttúra myndu árlegar gjaldeyristekjur hugsanlega skerðast um 240 milljarða. Og eru þá ótalin sóknarfærin í framtíðinni. Það er ákaflega mikilvægt að gera sér grein fyrir því að „ómetanlegar“ auðlindir eru að öllum líkindum mun meira virði en við höfum ennþá ímyndað okkur eins og þróun síðustu ára sýnir. Afleiðingarnar geta verið miklar ef við gætum ekki að. Þannig verður „ódýrara“ að leggja háspennulínur yfir hálendið en fara lengri leið, en þá og því aðeins að ósnortið hálendið sé metið lítils virði. Allt eins mætti reikna út að dýrasta leiðin sé sú sem eyðileggur mest af „ómetanlegum“ auðlindum.Hvað með arðinn af þessu öllu? Á málþinginu fór Indriði H. Þorláksson hagfræðingur yfir rentuna, eða arðinn, sem skapast af nýtingu þessara auðæva. Hér kemur í ljós hve hagstæðar hitaveitur okkar eru: Auðlindarentan sem rennur beint til okkar í formi lægri hitunarkostnaðar við húsin, sundlaugarnar og allt það er næstum 70 milljarðar króna á ári. Sambærileg tala fyrir raforku til almennra notenda er 3-5 milljarðar króna. En svo versnar í því þegar kemur að sölu til stóriðjuvera. Áætluð auðlindarenta af þeirri orku er 20-28 milljarðar á ári en hún rennur til eigenda verksmiðjanna en ekki eigenda auðlindarinnar vegna þess hve illa hefur verið samið. Indriði H. Þorláksson metur síðan auðlindarentuna í sjávarútvegi á meira en 50 milljarða og Jón Steinsson hagfræðingur er á svipuðu róli í nýlegri grein. Veiðigjöldin til þjóðarinnar eru lágt hlutfall af þessari rentu, um níu milljarðar, og renna því meira en 40 milljarðar af auðlindarentunni til útgerðarfyrirtækja sem eru í eigu nokkurra hundraða Íslendinga.Hinar pólitísku ályktanir Það eru ekki margir málsmetandi menn sem hafna því nú að orkuverð til stóriðju sé alltof lágt. Arðsemi orkufyrirtækjanna er óviðunandi sem væri verjandi ef almenningur nyti, en fráleitt þegar um er að ræða erlenda auðhringi. Í sjávarútvegi fá innlend fyrirtæki rentuna, en skiptingin milli þeirra og eiganda auðlindarinnar er út í hött. Þetta má sjá skýrt af dæminu með makrílinn. Þessi nýja auðlind synti inn í landhelgina stuttu eftir Hrun, búhnykkurinn mikli kom og það var landhelgi þjóðarinnar og lýðveldi sem tóku við. Nú er verðmæti aflaheimilda í makríl metið á 150-200 milljarða og á að afhenda útvöldum fyrirtækjum til frjálsrar notkunar og framsals næstu sex ár – og tæknilega séð um alla framtíð. Auðvelt hefði verið að selja þeim tímabundnar veiðiheimildir á sambærilegu verði og sömu fyrirtæki kaupa makrílveiðar af Færeyingum og Grænlendingum. En svo er alls ekki heldur reynt að búa svo um hnúta, án ákvæðis um þjóðareign í nýjum lögum, að útgerðirnar hafi þennan fisk til nýtingar, framsals, veðsetningar og leigu til annarra eins og þeim sýnist. Eins og Jón Steinsson hagfræðingur segir, þetta er eins og að gefa burt gullið úr námunni með því skilyrði að maður fái að vinna við gröftinn sjálfur. Vill þjóðin ekki skipta öllu gullinu sínu með réttlátum hætti? Svarið birtist meðal annars þessa dagana í öflugri undirskriftasöfnun á vefsíðunni þjóðareign.is.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Sjá meira
Ef stjórnmálamönnum er ekki treystandi fyrir auðlindum þjóðarinnar er þeim ekki treystandi fyrir neinu. Ísland er eitt auðlindaríkasta land í heimi. Mjög varlega áætlað á hver Íslendingur 4-6 milljónir króna í náttúruauðlindum og trúlegt er að þessi upphæð sé mun hærri. Það er gagnlegt að velta fyrir sér hve vellauðug þjóðin er. Það var einmitt gert á málþingi um auðlindir í þjóðareign á dögunum. Dr. Sigurður Jóhannesson hagfræðingur fræddi fullt hús gesta um það að líklega sé heildarverðmæti fiskistofnanna við Ísland 1.100-1.200 milljarðar króna. Fáir gera sér líklega ljóst hve jarðvarmi til húshitunar er okkur dýrmætur. Sparnaður okkar af jarðhitaveitum er afar mikill og heildarverðmæti á bilinu 235-460 milljarðar króna. Er þá ótalin þriðja stóra auðlindin sem er fallorka og jarðhiti til rafmangsframleiðslu. Því miður er það nú almennt viðurkennd staðreynd að arðsemi orkufyrirtækja er lítil. Gagnvart almennum neytendum birtist lág arðsemi í mun lægri rafmagnsreikningum en gerist í grannríkjum svo ekki er hægt að kvarta, en því miður fá erlend stóriðjuver að njóta kostakjara af þessari mikilvægu auðlind líka. Verðmæti þeirrar orku sem nú er virkjuð með fallorku og jarðhita til rafmagnsframleiðslu er á bilinu 20-100 milljarðar króna og tekur stóriðja mest af arðinum. Samtals erum við því með 1.300-1.800 milljarða virði í gjöfum guðs og enn er eftir að virkja upp í helming af möguleikum landsins í fallorku og jarðhita. Er þá engu spáð um hugsanlegan olíufund.Ómetanlegar auðlindir En hvað með náttúru landsins sem lokkar að ferðamenn? Hér ræðum við stundum um ómetanleg gæði. Hagfræðingar viðurkenna að aðferðir þeirra til að meta slík verðmæti eru ekki háþróaðar. En það má leita leiða. Ferðaþjónusta skapar 300 milljarða í gjaldeyristekjur á ári, 80% ferðamanna segjast koma vegna náttúru landsins. Ef hér væri engin áhugaverð náttúra myndu árlegar gjaldeyristekjur hugsanlega skerðast um 240 milljarða. Og eru þá ótalin sóknarfærin í framtíðinni. Það er ákaflega mikilvægt að gera sér grein fyrir því að „ómetanlegar“ auðlindir eru að öllum líkindum mun meira virði en við höfum ennþá ímyndað okkur eins og þróun síðustu ára sýnir. Afleiðingarnar geta verið miklar ef við gætum ekki að. Þannig verður „ódýrara“ að leggja háspennulínur yfir hálendið en fara lengri leið, en þá og því aðeins að ósnortið hálendið sé metið lítils virði. Allt eins mætti reikna út að dýrasta leiðin sé sú sem eyðileggur mest af „ómetanlegum“ auðlindum.Hvað með arðinn af þessu öllu? Á málþinginu fór Indriði H. Þorláksson hagfræðingur yfir rentuna, eða arðinn, sem skapast af nýtingu þessara auðæva. Hér kemur í ljós hve hagstæðar hitaveitur okkar eru: Auðlindarentan sem rennur beint til okkar í formi lægri hitunarkostnaðar við húsin, sundlaugarnar og allt það er næstum 70 milljarðar króna á ári. Sambærileg tala fyrir raforku til almennra notenda er 3-5 milljarðar króna. En svo versnar í því þegar kemur að sölu til stóriðjuvera. Áætluð auðlindarenta af þeirri orku er 20-28 milljarðar á ári en hún rennur til eigenda verksmiðjanna en ekki eigenda auðlindarinnar vegna þess hve illa hefur verið samið. Indriði H. Þorláksson metur síðan auðlindarentuna í sjávarútvegi á meira en 50 milljarða og Jón Steinsson hagfræðingur er á svipuðu róli í nýlegri grein. Veiðigjöldin til þjóðarinnar eru lágt hlutfall af þessari rentu, um níu milljarðar, og renna því meira en 40 milljarðar af auðlindarentunni til útgerðarfyrirtækja sem eru í eigu nokkurra hundraða Íslendinga.Hinar pólitísku ályktanir Það eru ekki margir málsmetandi menn sem hafna því nú að orkuverð til stóriðju sé alltof lágt. Arðsemi orkufyrirtækjanna er óviðunandi sem væri verjandi ef almenningur nyti, en fráleitt þegar um er að ræða erlenda auðhringi. Í sjávarútvegi fá innlend fyrirtæki rentuna, en skiptingin milli þeirra og eiganda auðlindarinnar er út í hött. Þetta má sjá skýrt af dæminu með makrílinn. Þessi nýja auðlind synti inn í landhelgina stuttu eftir Hrun, búhnykkurinn mikli kom og það var landhelgi þjóðarinnar og lýðveldi sem tóku við. Nú er verðmæti aflaheimilda í makríl metið á 150-200 milljarða og á að afhenda útvöldum fyrirtækjum til frjálsrar notkunar og framsals næstu sex ár – og tæknilega séð um alla framtíð. Auðvelt hefði verið að selja þeim tímabundnar veiðiheimildir á sambærilegu verði og sömu fyrirtæki kaupa makrílveiðar af Færeyingum og Grænlendingum. En svo er alls ekki heldur reynt að búa svo um hnúta, án ákvæðis um þjóðareign í nýjum lögum, að útgerðirnar hafi þennan fisk til nýtingar, framsals, veðsetningar og leigu til annarra eins og þeim sýnist. Eins og Jón Steinsson hagfræðingur segir, þetta er eins og að gefa burt gullið úr námunni með því skilyrði að maður fái að vinna við gröftinn sjálfur. Vill þjóðin ekki skipta öllu gullinu sínu með réttlátum hætti? Svarið birtist meðal annars þessa dagana í öflugri undirskriftasöfnun á vefsíðunni þjóðareign.is.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun