Tala látinna hækkar enn guðsteinn bjarnason skrifar 28. apríl 2015 07:00 Íbúar bera burt eigur sínar með aðstoð björgunarfólks, sem byrjað er að leita í rústunum í bænum Baktapúr, rétt hjá höfuðborginni Katmandú. fréttablaðið/EPA Þúsundir manna bíða aðstoðar í einangruðum og afskekktum fjallaþorpum skammt frá upptökum jarðskjálftans stóra sem varð á laugardaginn. Matar- og vatnsbirgðir eru á þrotum og húsin víða rústir einar þannig að fólk þarf að hafast við úti í því erfiða veðri sem spáð er næstu dagana, þrumuveðri með roki, rigningu og jafnvel snjókomu í efstu byggðunum. Rafmagns- og farsímakerfi liggja víða niðri. Jarðskjálftinn mældist 7,8 stig og kostaði þúsundir manna lífið. Síðdegis í gær var staðfest tala látinna komin yfir fjögur þúsund og óttast var að hún ætti enn eftir að hækka. Bandaríska landfræðistofnunin USGS segir allar líkur á því að hún verði komin yfir tíu þúsund þegar endanlegt mat verður gert. Víða í hinum afskekktu þorpum er enn ekkert vitað um afdrif fólks. Nepal er fátækt fjallaland og var illa undirbúið undir hamfarir af þessu tagi. Samgöngur eru erfiðar og eyðileggingin af völdum jarðskjálftans gerir þær enn erfiðari. Óttast er að stórir eftirskjálftar eigi enn eftir að valda meira tjóni.Sjá einnig: Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Að sögn UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, bitna hamfarir sem þessar illa á börnum. Á verst leiknu svæðunum í Nepal eru að minnsta kosti 940 þúsund börn sem þurfa á brýnni aðstoð að halda. Þótt Nepal sé á flekamótum hátt uppi í Himalajafjöllunum þá eru mjög stórir jarðskjálftar þar ekki sérlega algengir. Bandaríska landfræðistofnunin USGS segir að á síðustu hundrað árum hafi einungis fjórir skjálftar stærri en 6 orðið á þessum slóðum. Sá stærsti varð árið 1934, mældist 8 stig og kostaði rúmlega tíu þúsund mannslíf. Nokkrir Íslendingar voru í Nepal þegar jarðskjálftinn reið yfir, þar á meðal þau Ingólfur Axelsson og Vilborg Arna Gissurardóttir sem ætluðu að klífa Everest. Þau voru bæði komin niður í grunnbúðir fjallsins í gær. Ingólfur skýrði frá því á Facebook-síðu sinni í gær að þrír úr hópi hans hefðu farist í snjóflóðinu, sem varð í hlíðum fjallsins í kjölfar jarðskjálftans. Einnig voru fjögur ungmenni þar á ferðalagi en voru öll komin til bæjarins Pokhara í gær. Þau biðu eftir að komast þaðan til höfuðborgarinnar Katmandú, en þaðan eiga þau flug til Kína á morgun.Sjá einnig: Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Tveir Íslendingar eru á leið til Nepal að sinna hjálparstörfum þar. Þetta eru þeir Gísli Rafn Ólafsson og Andri Rafn Sveinsson, sem báðir eru félagar í Björgunarsveitum Hafnarfjarðar. Þeir fara þangað á vegum Nethope, sem eru regnhlífarsamtök 42 stærstu hjálparsamtaka heims. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar verður íslensk rústabjörgunarsveit ekki send til Nepal að þessu sinni, þar sem nægilega margar slíkar sveitir væru þegar komnar til Nepal eða lagðar af stað. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Vilborg Arna Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Þúsundir manna bíða aðstoðar í einangruðum og afskekktum fjallaþorpum skammt frá upptökum jarðskjálftans stóra sem varð á laugardaginn. Matar- og vatnsbirgðir eru á þrotum og húsin víða rústir einar þannig að fólk þarf að hafast við úti í því erfiða veðri sem spáð er næstu dagana, þrumuveðri með roki, rigningu og jafnvel snjókomu í efstu byggðunum. Rafmagns- og farsímakerfi liggja víða niðri. Jarðskjálftinn mældist 7,8 stig og kostaði þúsundir manna lífið. Síðdegis í gær var staðfest tala látinna komin yfir fjögur þúsund og óttast var að hún ætti enn eftir að hækka. Bandaríska landfræðistofnunin USGS segir allar líkur á því að hún verði komin yfir tíu þúsund þegar endanlegt mat verður gert. Víða í hinum afskekktu þorpum er enn ekkert vitað um afdrif fólks. Nepal er fátækt fjallaland og var illa undirbúið undir hamfarir af þessu tagi. Samgöngur eru erfiðar og eyðileggingin af völdum jarðskjálftans gerir þær enn erfiðari. Óttast er að stórir eftirskjálftar eigi enn eftir að valda meira tjóni.Sjá einnig: Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Að sögn UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, bitna hamfarir sem þessar illa á börnum. Á verst leiknu svæðunum í Nepal eru að minnsta kosti 940 þúsund börn sem þurfa á brýnni aðstoð að halda. Þótt Nepal sé á flekamótum hátt uppi í Himalajafjöllunum þá eru mjög stórir jarðskjálftar þar ekki sérlega algengir. Bandaríska landfræðistofnunin USGS segir að á síðustu hundrað árum hafi einungis fjórir skjálftar stærri en 6 orðið á þessum slóðum. Sá stærsti varð árið 1934, mældist 8 stig og kostaði rúmlega tíu þúsund mannslíf. Nokkrir Íslendingar voru í Nepal þegar jarðskjálftinn reið yfir, þar á meðal þau Ingólfur Axelsson og Vilborg Arna Gissurardóttir sem ætluðu að klífa Everest. Þau voru bæði komin niður í grunnbúðir fjallsins í gær. Ingólfur skýrði frá því á Facebook-síðu sinni í gær að þrír úr hópi hans hefðu farist í snjóflóðinu, sem varð í hlíðum fjallsins í kjölfar jarðskjálftans. Einnig voru fjögur ungmenni þar á ferðalagi en voru öll komin til bæjarins Pokhara í gær. Þau biðu eftir að komast þaðan til höfuðborgarinnar Katmandú, en þaðan eiga þau flug til Kína á morgun.Sjá einnig: Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Tveir Íslendingar eru á leið til Nepal að sinna hjálparstörfum þar. Þetta eru þeir Gísli Rafn Ólafsson og Andri Rafn Sveinsson, sem báðir eru félagar í Björgunarsveitum Hafnarfjarðar. Þeir fara þangað á vegum Nethope, sem eru regnhlífarsamtök 42 stærstu hjálparsamtaka heims. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar verður íslensk rústabjörgunarsveit ekki send til Nepal að þessu sinni, þar sem nægilega margar slíkar sveitir væru þegar komnar til Nepal eða lagðar af stað.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Vilborg Arna Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira