Fall – það er gott orð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2015 13:00 "Þegar ég var að klára læknanámið var ég bara ekkert sannfærður um að mig langaði að verða læknir,“ segir Hlynur Níels. Vísir/Ernir „Ég hef þetta skriftarbrölt mitt frá pabba en hann náði því miður ekki að lesa fyrstu bókina mína,“ segir Hlynur Níels Grímsson læknir, sem er að undirbúa útför föður síns þegar ég slæ á þráðinn að forvitnast um bókina hans Krabbaveisluna. Þótt bókin sé frumraun hans í útgáfu kveðst hann ekki muna eftir sér öðruvísi en með sögur í kollinum. „Margir segja að þeir fæðist með tilhneigingu til að skrifa og ég hlýt að vera í þeim hópi, ég veit það hljómar eins og klisja,“ segir hann og telur alger forréttindi að fá að gefa út, því hann hafi skrifað fyrir skúffuna í tuttugu ár. Hlynur Níels hefur líka verið læknir í tuttugu ár og er í 80% stöðu sem krabbameinslæknir á Landspítalanum. „Ég útskrifaðist úr læknadeildinni 1993, síðan var ég eitt ár í Bandaríkjunum í mastersnámi í ensku og enskum bókmenntum.“ Er það ekki dálítið spes ferill hjá lækni? verður blaðamanni að orði. „Jú, það er verulegt hliðarspor,“ svarar hann hlæjandi. „En þegar ég var að klára læknanámið var ég bara ekkert sannfærður um að mig langaði að vera læknir. Þannig að ég sótti um í ríkisháskólanum í New York og komst inn, þar varð ég að manni.“ Hann kveðst hafa mismikinn tíma og misgóðar aðstæður til að skrifa. „En hugmyndirnar eru þarna og þurfa sinn farveg – ég veit þetta er líka eins og klisja.“ Krabbaveislan gerist á spítala. „Það var auðveldast fyrir mig, fyrst ég gat látið það sem ég ætlaði að segja gerast þar,“ viðurkennir Hlynur Níels. „Þá þurfti ég ekki að byrja á núllpunkti.“ Án þess að vilja taka spennuna frá væntanlegum lesendum spyr ég aðeins út í efnið. „Aðalsöguhetjan er læknir, veikur læknir. Maður sem er búinn að skáka sjálfum sér út í horn, það er ljóst í upphafi bókarinnar,“ upplýsir höfundurinn. „Svo gerast atburðir á spítalanum og líka úti í þjóðfélaginu, bókin er um það hvernig spilast úr þeim. Ég vann mikið erlendis á árunum kringum hrunið og kollegarnir spurðu: „Hvernig gat þetta gerst á Íslandi? Þið eruð svo flott þjóð.“ Ég átti í erfiðleikum með að svara þessu og lá uppi í sófa eitt kvöldið að velta þessu fyrir mér. Það var upp úr því sem bókin fæddist.“ Þannig að fólk verður að lesa hana til að komast að því af hverju hrunið varð? „Ég held að ég hafi nú ekki svarið með stóru S. En þetta er kannski ein útgáfan – mín útgáfa. Bókin er annars vegar um persónulegt fall manns og hins vegar fall heils þjóðfélags. Fall – það er gott orð.“Úr bókinni Krabbaveislan:Þarna er hún komin hugsaði ég með mér þar sem hún lá alklædd á rúminu sínu með stórum útskornum róðukrossi yfir höfðagaflinum og lokkarnir sveifluðust til og frá yfir andliti hins ljósa mans. Á náttborðið sitt hafði hún á úthugsaðan hátt dreift bókum þannig að ég komst bara ekki hjá því að verða imponeraður enda titlar eins og „God, Sex and Women“ og „The Church of the She“, undirtitill „God, The Woman“, eins og gerðir fyrir slíkt og slíkir titlar ERU trúlega gerðir fyrir slíkt ýkt sýkt en reyndar verð ég að viðurkenna að það sem imponeraði langmest þessa nótt voru brjóstin á henni sem líka hafði verið komið fyrir á úthugsaðan hátt í push-up haldara og V-flegnum velflegnum svörtum bol þannig að andstæður hvítrar húðarinnar og svarts silkis mættust í djúpu og fyrir mig ókleifu gili en upp skal á Kjöl klífa og allt það er jú hamrað inn í sanna Íslendinga allt frá barnæsku en þeir eru margir kilirnir í þessu lífi og ekki allir þannig að maður komist upp enda enn mun þó reimt á Kili og svo framvegis. Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Ég hef þetta skriftarbrölt mitt frá pabba en hann náði því miður ekki að lesa fyrstu bókina mína,“ segir Hlynur Níels Grímsson læknir, sem er að undirbúa útför föður síns þegar ég slæ á þráðinn að forvitnast um bókina hans Krabbaveisluna. Þótt bókin sé frumraun hans í útgáfu kveðst hann ekki muna eftir sér öðruvísi en með sögur í kollinum. „Margir segja að þeir fæðist með tilhneigingu til að skrifa og ég hlýt að vera í þeim hópi, ég veit það hljómar eins og klisja,“ segir hann og telur alger forréttindi að fá að gefa út, því hann hafi skrifað fyrir skúffuna í tuttugu ár. Hlynur Níels hefur líka verið læknir í tuttugu ár og er í 80% stöðu sem krabbameinslæknir á Landspítalanum. „Ég útskrifaðist úr læknadeildinni 1993, síðan var ég eitt ár í Bandaríkjunum í mastersnámi í ensku og enskum bókmenntum.“ Er það ekki dálítið spes ferill hjá lækni? verður blaðamanni að orði. „Jú, það er verulegt hliðarspor,“ svarar hann hlæjandi. „En þegar ég var að klára læknanámið var ég bara ekkert sannfærður um að mig langaði að vera læknir. Þannig að ég sótti um í ríkisháskólanum í New York og komst inn, þar varð ég að manni.“ Hann kveðst hafa mismikinn tíma og misgóðar aðstæður til að skrifa. „En hugmyndirnar eru þarna og þurfa sinn farveg – ég veit þetta er líka eins og klisja.“ Krabbaveislan gerist á spítala. „Það var auðveldast fyrir mig, fyrst ég gat látið það sem ég ætlaði að segja gerast þar,“ viðurkennir Hlynur Níels. „Þá þurfti ég ekki að byrja á núllpunkti.“ Án þess að vilja taka spennuna frá væntanlegum lesendum spyr ég aðeins út í efnið. „Aðalsöguhetjan er læknir, veikur læknir. Maður sem er búinn að skáka sjálfum sér út í horn, það er ljóst í upphafi bókarinnar,“ upplýsir höfundurinn. „Svo gerast atburðir á spítalanum og líka úti í þjóðfélaginu, bókin er um það hvernig spilast úr þeim. Ég vann mikið erlendis á árunum kringum hrunið og kollegarnir spurðu: „Hvernig gat þetta gerst á Íslandi? Þið eruð svo flott þjóð.“ Ég átti í erfiðleikum með að svara þessu og lá uppi í sófa eitt kvöldið að velta þessu fyrir mér. Það var upp úr því sem bókin fæddist.“ Þannig að fólk verður að lesa hana til að komast að því af hverju hrunið varð? „Ég held að ég hafi nú ekki svarið með stóru S. En þetta er kannski ein útgáfan – mín útgáfa. Bókin er annars vegar um persónulegt fall manns og hins vegar fall heils þjóðfélags. Fall – það er gott orð.“Úr bókinni Krabbaveislan:Þarna er hún komin hugsaði ég með mér þar sem hún lá alklædd á rúminu sínu með stórum útskornum róðukrossi yfir höfðagaflinum og lokkarnir sveifluðust til og frá yfir andliti hins ljósa mans. Á náttborðið sitt hafði hún á úthugsaðan hátt dreift bókum þannig að ég komst bara ekki hjá því að verða imponeraður enda titlar eins og „God, Sex and Women“ og „The Church of the She“, undirtitill „God, The Woman“, eins og gerðir fyrir slíkt og slíkir titlar ERU trúlega gerðir fyrir slíkt ýkt sýkt en reyndar verð ég að viðurkenna að það sem imponeraði langmest þessa nótt voru brjóstin á henni sem líka hafði verið komið fyrir á úthugsaðan hátt í push-up haldara og V-flegnum velflegnum svörtum bol þannig að andstæður hvítrar húðarinnar og svarts silkis mættust í djúpu og fyrir mig ókleifu gili en upp skal á Kjöl klífa og allt það er jú hamrað inn í sanna Íslendinga allt frá barnæsku en þeir eru margir kilirnir í þessu lífi og ekki allir þannig að maður komist upp enda enn mun þó reimt á Kili og svo framvegis.
Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira