Leiðbeinandi eftirlit eða refsivöndur? skjóðan skrifar 22. apríl 2015 11:45 Virkt samkeppniseftirlit er mikilvægt fyrir frjálsa samkeppni á markaði. Neytendur veita sjálfir öflugt samkeppniseftirlit en stundum dugar það ekki til. Á fákeppnismörkuðum á borð við eldsneytissölu, bankastarfsemi og greiðslukortaþjónustu er mikilvægt að skilvirk og öflug eftirlitsstofnun fylgist með því að stórir aðilar á markaði beiti ekki ólöglegu samráði t.d. til að knésetja smærri aðila á markaði eða hækka verð til neytenda umfram það sem eðlilegt er. Nýlega féll dómur í máli sem Samkeppniseftirlitið kærði til lögreglu fyrir margt löngu. Málið snerist um meint verðsamráð Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins á grófvöru á borð við timbur, steinull og gifsplötur. Rannsókn málsins tók fjögur ár hjá samkeppnisyfirvöldum og lögreglu. Tólf manns voru ákærðir, flestir ungir og óreyndir, en enginn stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri sætti ákæru. Ákærurnar beindust að starfsmönnum á plani en ekki stjórnendum fyrirtækjanna. Ellefu voru sýknaðir og einn millistjórnandi dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi, sem verður að telja undarlegt í ljósi þess hve erfitt hlýtur að vera að sanna samráð manns við sjálfan sig eða ólögmæti þess. Dómarinn dæmdi ríkið til að greiða samtals 90 milljónir í málsvarnarlaun hinna ákærðu. Að auki hefur margra ára rannsókn hjá Samkeppniseftirlitinu og lögreglu auk undirbúnings ákæruvaldsins vart kostað minna en 30-40 þúsund vinnustundir þannig að kostnaður ríkisins nemur samtals hátt í hálfan milljarð við þessa sneypuför. Og hvaða þúfa velti nú þessu þunga hlassi yfir á skattgreiðendur þessa lands? Jú, samkeppnisaðili sakaði ofangreind fyrirtæki um að hafa með sér verðsamráð. Alvarlegt mál, ekki satt? En hvað leiddi rannsókn málsins í ljós? Jú, starfsmenn fyrirtækjanna höfðu hringt sín á milli til að spyrja um verð á tilteknum vörum. Í einhver skipti spurði sá sem hringt var í um verð hjá hringjanda um leið og hann gaf umbeðnar upplýsingar, en slíkt mun brjóta í bága við lög. En er einhver munur á svona hringingum og því þegar starfsmenn Bónus gera verðkönnun í verslunum Krónunnar og öfugt? Felst eitthvað meira verðsamráð í símtali en að mæta á staðinn? Alveg örugglega ekki. Þarna hafa Samkeppniseftirlitið, lögregla og saksóknari sólundað hálfum milljarði í dauðadæmda málsókn þegar einfaldast hefði verið hjá forstjóra Samkeppniseftirlitsins að kalla einfaldlega stjórnendur fyrirtækjanna á fund, benda þeim á að ekki er leyfilegt að skiptast á upplýsingum um verð í síma og beina því til þeirra að veita starfsfólki sínu viðeigandi þjálfun. Annars fari málið í viðurlagaferli. Samkeppniseftirlitinu er nefnilega eins ætlað að vera leiðbeinandi eftirlitsstofnun sem stuðlar að heilbrigðri samkeppni og refsivöndur sem refsar eftir á fyrir samkeppnisbrot.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Virkt samkeppniseftirlit er mikilvægt fyrir frjálsa samkeppni á markaði. Neytendur veita sjálfir öflugt samkeppniseftirlit en stundum dugar það ekki til. Á fákeppnismörkuðum á borð við eldsneytissölu, bankastarfsemi og greiðslukortaþjónustu er mikilvægt að skilvirk og öflug eftirlitsstofnun fylgist með því að stórir aðilar á markaði beiti ekki ólöglegu samráði t.d. til að knésetja smærri aðila á markaði eða hækka verð til neytenda umfram það sem eðlilegt er. Nýlega féll dómur í máli sem Samkeppniseftirlitið kærði til lögreglu fyrir margt löngu. Málið snerist um meint verðsamráð Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins á grófvöru á borð við timbur, steinull og gifsplötur. Rannsókn málsins tók fjögur ár hjá samkeppnisyfirvöldum og lögreglu. Tólf manns voru ákærðir, flestir ungir og óreyndir, en enginn stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri sætti ákæru. Ákærurnar beindust að starfsmönnum á plani en ekki stjórnendum fyrirtækjanna. Ellefu voru sýknaðir og einn millistjórnandi dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi, sem verður að telja undarlegt í ljósi þess hve erfitt hlýtur að vera að sanna samráð manns við sjálfan sig eða ólögmæti þess. Dómarinn dæmdi ríkið til að greiða samtals 90 milljónir í málsvarnarlaun hinna ákærðu. Að auki hefur margra ára rannsókn hjá Samkeppniseftirlitinu og lögreglu auk undirbúnings ákæruvaldsins vart kostað minna en 30-40 þúsund vinnustundir þannig að kostnaður ríkisins nemur samtals hátt í hálfan milljarð við þessa sneypuför. Og hvaða þúfa velti nú þessu þunga hlassi yfir á skattgreiðendur þessa lands? Jú, samkeppnisaðili sakaði ofangreind fyrirtæki um að hafa með sér verðsamráð. Alvarlegt mál, ekki satt? En hvað leiddi rannsókn málsins í ljós? Jú, starfsmenn fyrirtækjanna höfðu hringt sín á milli til að spyrja um verð á tilteknum vörum. Í einhver skipti spurði sá sem hringt var í um verð hjá hringjanda um leið og hann gaf umbeðnar upplýsingar, en slíkt mun brjóta í bága við lög. En er einhver munur á svona hringingum og því þegar starfsmenn Bónus gera verðkönnun í verslunum Krónunnar og öfugt? Felst eitthvað meira verðsamráð í símtali en að mæta á staðinn? Alveg örugglega ekki. Þarna hafa Samkeppniseftirlitið, lögregla og saksóknari sólundað hálfum milljarði í dauðadæmda málsókn þegar einfaldast hefði verið hjá forstjóra Samkeppniseftirlitsins að kalla einfaldlega stjórnendur fyrirtækjanna á fund, benda þeim á að ekki er leyfilegt að skiptast á upplýsingum um verð í síma og beina því til þeirra að veita starfsfólki sínu viðeigandi þjálfun. Annars fari málið í viðurlagaferli. Samkeppniseftirlitinu er nefnilega eins ætlað að vera leiðbeinandi eftirlitsstofnun sem stuðlar að heilbrigðri samkeppni og refsivöndur sem refsar eftir á fyrir samkeppnisbrot.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira