Leiðbeinandi eftirlit eða refsivöndur? skjóðan skrifar 22. apríl 2015 11:45 Virkt samkeppniseftirlit er mikilvægt fyrir frjálsa samkeppni á markaði. Neytendur veita sjálfir öflugt samkeppniseftirlit en stundum dugar það ekki til. Á fákeppnismörkuðum á borð við eldsneytissölu, bankastarfsemi og greiðslukortaþjónustu er mikilvægt að skilvirk og öflug eftirlitsstofnun fylgist með því að stórir aðilar á markaði beiti ekki ólöglegu samráði t.d. til að knésetja smærri aðila á markaði eða hækka verð til neytenda umfram það sem eðlilegt er. Nýlega féll dómur í máli sem Samkeppniseftirlitið kærði til lögreglu fyrir margt löngu. Málið snerist um meint verðsamráð Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins á grófvöru á borð við timbur, steinull og gifsplötur. Rannsókn málsins tók fjögur ár hjá samkeppnisyfirvöldum og lögreglu. Tólf manns voru ákærðir, flestir ungir og óreyndir, en enginn stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri sætti ákæru. Ákærurnar beindust að starfsmönnum á plani en ekki stjórnendum fyrirtækjanna. Ellefu voru sýknaðir og einn millistjórnandi dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi, sem verður að telja undarlegt í ljósi þess hve erfitt hlýtur að vera að sanna samráð manns við sjálfan sig eða ólögmæti þess. Dómarinn dæmdi ríkið til að greiða samtals 90 milljónir í málsvarnarlaun hinna ákærðu. Að auki hefur margra ára rannsókn hjá Samkeppniseftirlitinu og lögreglu auk undirbúnings ákæruvaldsins vart kostað minna en 30-40 þúsund vinnustundir þannig að kostnaður ríkisins nemur samtals hátt í hálfan milljarð við þessa sneypuför. Og hvaða þúfa velti nú þessu þunga hlassi yfir á skattgreiðendur þessa lands? Jú, samkeppnisaðili sakaði ofangreind fyrirtæki um að hafa með sér verðsamráð. Alvarlegt mál, ekki satt? En hvað leiddi rannsókn málsins í ljós? Jú, starfsmenn fyrirtækjanna höfðu hringt sín á milli til að spyrja um verð á tilteknum vörum. Í einhver skipti spurði sá sem hringt var í um verð hjá hringjanda um leið og hann gaf umbeðnar upplýsingar, en slíkt mun brjóta í bága við lög. En er einhver munur á svona hringingum og því þegar starfsmenn Bónus gera verðkönnun í verslunum Krónunnar og öfugt? Felst eitthvað meira verðsamráð í símtali en að mæta á staðinn? Alveg örugglega ekki. Þarna hafa Samkeppniseftirlitið, lögregla og saksóknari sólundað hálfum milljarði í dauðadæmda málsókn þegar einfaldast hefði verið hjá forstjóra Samkeppniseftirlitsins að kalla einfaldlega stjórnendur fyrirtækjanna á fund, benda þeim á að ekki er leyfilegt að skiptast á upplýsingum um verð í síma og beina því til þeirra að veita starfsfólki sínu viðeigandi þjálfun. Annars fari málið í viðurlagaferli. Samkeppniseftirlitinu er nefnilega eins ætlað að vera leiðbeinandi eftirlitsstofnun sem stuðlar að heilbrigðri samkeppni og refsivöndur sem refsar eftir á fyrir samkeppnisbrot.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Virkt samkeppniseftirlit er mikilvægt fyrir frjálsa samkeppni á markaði. Neytendur veita sjálfir öflugt samkeppniseftirlit en stundum dugar það ekki til. Á fákeppnismörkuðum á borð við eldsneytissölu, bankastarfsemi og greiðslukortaþjónustu er mikilvægt að skilvirk og öflug eftirlitsstofnun fylgist með því að stórir aðilar á markaði beiti ekki ólöglegu samráði t.d. til að knésetja smærri aðila á markaði eða hækka verð til neytenda umfram það sem eðlilegt er. Nýlega féll dómur í máli sem Samkeppniseftirlitið kærði til lögreglu fyrir margt löngu. Málið snerist um meint verðsamráð Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins á grófvöru á borð við timbur, steinull og gifsplötur. Rannsókn málsins tók fjögur ár hjá samkeppnisyfirvöldum og lögreglu. Tólf manns voru ákærðir, flestir ungir og óreyndir, en enginn stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri sætti ákæru. Ákærurnar beindust að starfsmönnum á plani en ekki stjórnendum fyrirtækjanna. Ellefu voru sýknaðir og einn millistjórnandi dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi, sem verður að telja undarlegt í ljósi þess hve erfitt hlýtur að vera að sanna samráð manns við sjálfan sig eða ólögmæti þess. Dómarinn dæmdi ríkið til að greiða samtals 90 milljónir í málsvarnarlaun hinna ákærðu. Að auki hefur margra ára rannsókn hjá Samkeppniseftirlitinu og lögreglu auk undirbúnings ákæruvaldsins vart kostað minna en 30-40 þúsund vinnustundir þannig að kostnaður ríkisins nemur samtals hátt í hálfan milljarð við þessa sneypuför. Og hvaða þúfa velti nú þessu þunga hlassi yfir á skattgreiðendur þessa lands? Jú, samkeppnisaðili sakaði ofangreind fyrirtæki um að hafa með sér verðsamráð. Alvarlegt mál, ekki satt? En hvað leiddi rannsókn málsins í ljós? Jú, starfsmenn fyrirtækjanna höfðu hringt sín á milli til að spyrja um verð á tilteknum vörum. Í einhver skipti spurði sá sem hringt var í um verð hjá hringjanda um leið og hann gaf umbeðnar upplýsingar, en slíkt mun brjóta í bága við lög. En er einhver munur á svona hringingum og því þegar starfsmenn Bónus gera verðkönnun í verslunum Krónunnar og öfugt? Felst eitthvað meira verðsamráð í símtali en að mæta á staðinn? Alveg örugglega ekki. Þarna hafa Samkeppniseftirlitið, lögregla og saksóknari sólundað hálfum milljarði í dauðadæmda málsókn þegar einfaldast hefði verið hjá forstjóra Samkeppniseftirlitsins að kalla einfaldlega stjórnendur fyrirtækjanna á fund, benda þeim á að ekki er leyfilegt að skiptast á upplýsingum um verð í síma og beina því til þeirra að veita starfsfólki sínu viðeigandi þjálfun. Annars fari málið í viðurlagaferli. Samkeppniseftirlitinu er nefnilega eins ætlað að vera leiðbeinandi eftirlitsstofnun sem stuðlar að heilbrigðri samkeppni og refsivöndur sem refsar eftir á fyrir samkeppnisbrot.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira