Vandfetað á gjaldeyrismörkuðum Skjóðan skrifar 15. apríl 2015 10:45 Fyrir tæpu ári, í byrjun maí 2014, kostaði 1 evra næstum 1,4 Bandaríkjadali. Síðan þá hefur dalurinn styrkst gríðarlega gagnvart evru og í byrjun vikunnar kostaði 1 evra ekki nema 1,05 dali. Margir spá því að strax í sumar verði evran komin niður fyrir dollarann. Ástæðurnar fyrir þessum sviptingum á gjaldeyrismörkuðum eru ýmsar. Mikil áhrif hefur að markaðurinn metur það svo að fram undan sé vaxtahækkunarferli í Bandaríkjunum á sama tíma og seðlaprentun í áður óþekktum mæli er hafin á evrusvæðinu og hverfandi líkur á að vextir þar lækki í bráð. Eftirspurn eftir dölum hefur líka aukist mjög og samkvæmt mati BIS-bankans í Sviss skulda ríkisstjórnir og fyrirtæki utan Bandaríkjanna 9 billjónir í dölum sem þarf að endurgreiða á komandi árum. Þessu má líkja við að aðilar utan Bandaríkjanna hafi tekið skortstöðu upp á 9 billjónir í dalnum og þurfi því að kaupa dalina til baka. Vitanlega verður hluti af þessu endurfjármagnaður en eftirspurnin er samt gríðarleg. Þessi styrking dalsins og að sama skapi veiking evru hefur áhrif á afkomu bandarískra og evrópskra fyrirtækja. Bandarísk fyrirtæki gera upp í dölum og með styrkari dal rýrnar afkoma alþjóðlegrar starfsemi þeirra og útflutningur frá Bandaríkjunum verður dýrari. Að sama skapi batnar afkoma evrópskra fyrirtækja. Búast má við að hagnaður bandarískra fyrirtækja á borð við Apple, Procter & Gamble, Costco, WalMart, Hewlett-Packard, Ford og General Motors dragist saman í dölum frá því sem verið hefði að óbreyttu. Þetta mun hafa áhrif til lækkunar á verð hlutabréfa í þessum fyrirtækjum. Að sama skapi má búast við því að alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á evrusvæðinu muni hagnast. Volkswagen, Daimler, Fiat, Siemens, BASF, Unilever og Carrefour munu njóta góðs af og hluthafar þeirra væntanlega horfa á hækkandi verð sinna hlutabréfa. Lækkun evrunnar er kærkomin fyrir hrjáð hagkerfi evrusvæðisins. Fá lönd munu þó hagnast eins mikið á lækkun evrunnar og Þýskaland. Þó að Þýskaland sé í öllum skilningi þróað hagkerfi með hátt þjónustustig stendur hagkerfi þess á styrkari stoðum iðnframleiðslu og útflutnings en almennt gildir um þróuð hagkerfi. Evran skiptir Þýskaland meira máli en Þjóðverjar sjálfir vilja viðurkenna, því án hennar væri þýski gjaldmiðillinn sá sterkasti í heimi með alvarlegum afleiðingum fyrir ýmsar grunnstoðir þýska hagkerfisins. En hvað þýðir þetta fyrir okkur Íslendinga? Sveiflur á gjaldeyrismörkuðum eru ávallt háskalegar fyrir litla gjaldmiðla, að ekki sé minnst á örmyntir á borð við íslensku krónuna. Hætt er við að afnám gjaldeyrishafta sé bundið meiri áhættu en ella í því viðsjárverða ástandi sem ríkir á gjaldeyrismörkuðum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Gjaldeyrishöft Skjóðan Tækni Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Fyrir tæpu ári, í byrjun maí 2014, kostaði 1 evra næstum 1,4 Bandaríkjadali. Síðan þá hefur dalurinn styrkst gríðarlega gagnvart evru og í byrjun vikunnar kostaði 1 evra ekki nema 1,05 dali. Margir spá því að strax í sumar verði evran komin niður fyrir dollarann. Ástæðurnar fyrir þessum sviptingum á gjaldeyrismörkuðum eru ýmsar. Mikil áhrif hefur að markaðurinn metur það svo að fram undan sé vaxtahækkunarferli í Bandaríkjunum á sama tíma og seðlaprentun í áður óþekktum mæli er hafin á evrusvæðinu og hverfandi líkur á að vextir þar lækki í bráð. Eftirspurn eftir dölum hefur líka aukist mjög og samkvæmt mati BIS-bankans í Sviss skulda ríkisstjórnir og fyrirtæki utan Bandaríkjanna 9 billjónir í dölum sem þarf að endurgreiða á komandi árum. Þessu má líkja við að aðilar utan Bandaríkjanna hafi tekið skortstöðu upp á 9 billjónir í dalnum og þurfi því að kaupa dalina til baka. Vitanlega verður hluti af þessu endurfjármagnaður en eftirspurnin er samt gríðarleg. Þessi styrking dalsins og að sama skapi veiking evru hefur áhrif á afkomu bandarískra og evrópskra fyrirtækja. Bandarísk fyrirtæki gera upp í dölum og með styrkari dal rýrnar afkoma alþjóðlegrar starfsemi þeirra og útflutningur frá Bandaríkjunum verður dýrari. Að sama skapi batnar afkoma evrópskra fyrirtækja. Búast má við að hagnaður bandarískra fyrirtækja á borð við Apple, Procter & Gamble, Costco, WalMart, Hewlett-Packard, Ford og General Motors dragist saman í dölum frá því sem verið hefði að óbreyttu. Þetta mun hafa áhrif til lækkunar á verð hlutabréfa í þessum fyrirtækjum. Að sama skapi má búast við því að alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á evrusvæðinu muni hagnast. Volkswagen, Daimler, Fiat, Siemens, BASF, Unilever og Carrefour munu njóta góðs af og hluthafar þeirra væntanlega horfa á hækkandi verð sinna hlutabréfa. Lækkun evrunnar er kærkomin fyrir hrjáð hagkerfi evrusvæðisins. Fá lönd munu þó hagnast eins mikið á lækkun evrunnar og Þýskaland. Þó að Þýskaland sé í öllum skilningi þróað hagkerfi með hátt þjónustustig stendur hagkerfi þess á styrkari stoðum iðnframleiðslu og útflutnings en almennt gildir um þróuð hagkerfi. Evran skiptir Þýskaland meira máli en Þjóðverjar sjálfir vilja viðurkenna, því án hennar væri þýski gjaldmiðillinn sá sterkasti í heimi með alvarlegum afleiðingum fyrir ýmsar grunnstoðir þýska hagkerfisins. En hvað þýðir þetta fyrir okkur Íslendinga? Sveiflur á gjaldeyrismörkuðum eru ávallt háskalegar fyrir litla gjaldmiðla, að ekki sé minnst á örmyntir á borð við íslensku krónuna. Hætt er við að afnám gjaldeyrishafta sé bundið meiri áhættu en ella í því viðsjárverða ástandi sem ríkir á gjaldeyrismörkuðum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Gjaldeyrishöft Skjóðan Tækni Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira