Óskarsverðlaunin komu talsvert á óvart Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2015 14:00 Laura Poitras er stödd hér á landi í tengslum við sýningu á myndinni Citizenfour. Mynd/IngiR.Ingason „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað en mig hefur lengi langað til þess að koma. Það er frábært að sýna myndina hér og ég veit að það er mikill stuðningur við Ed hér á Íslandi, svo það er frábært,“ segir Laura Poitras, leikstjóri heimildarmyndarinnar Citizenfour sem fjallar um Edward Snowden og opinberun gagna Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA) árið 2013. Hún er stödd hér vegna frumsýningar myndarinnar hér á landi á kvikmyndahátíðinni Shorts & Docs. Citizenfour hlaut Óskarsverðlaun sem besta heimildarmyndin í febrúar og segir Poitras verðlaunin hafa komið sér talsvert á óvart. „Það kom mjög á óvart, þegar við vorum í Hong Kong voru það ekki verðlaunin sem við höfðum áhyggjur af, það voru meira aðkallandi hlutir,“ segir hún alvarleg en stærstur hluti myndarinnar gerist í borginni og fylgir hún Snowden eftir frá því fyrstu gögnin voru birt. Snowden er sem stendur með pólitískt hæli í Rússlandi og segir Poitras þau halda sambandi. Poitras hefur alltaf verið meðvituð um það að nota samskiptatækni og internetið á ábyrgan hátt, en hún hafi aukið við meðvitund sína og varúðarráðstafanir eftir að hafa komist í samband við Snowden. Einnig var hún verið sett á sérstakan eftirlitslista í kjölfar útgáfu myndarinnar sem hafi meðal annars gert ferðalög erfið. Þrátt fyrir það sem flestir gætu haldið var það að gerast kvikmyndagerðarkona og leikstjóri sem tekur gríðarlegar áhættur við það að færa almenum borgurum sannleikann ekki það sem Pointras stefndi alltaf að því hún starfaði á öðrum vettvangi í talsverðan tíma áður en hún lagði kvikmyndagerð fyrir sig.Kristinn Hrafnsson og Laura Poitras munu sitja fyrir svörum eftir sýningu myndarinnar í kvöld.Mynd/IngiR.Ingason„Ég var kokkur í tíu ár og tók námskeið í kvikmyndagerð meðfram og varð virkilega heilluð af því,“ segir hún. „Þegar ég byrjaði að gera myndir gerði ég mjög abstrakt myndir. Ég er feimin og ég sá aldrei fyrir mér að ég myndi fara inn í líf fólks og segja frá því á þennan máta,“ segir hún afslöppuð en næsta verkefni hennar verður sýning í Whitney Museum of American Art og segir hún efnistök sýningarinnar tengd þeim sem fjallað er um í Citizenfour, þó uppsetningin sé á annan máta. Citizenfour er sýnd á kvikmyndahátíðinni Shorts & Docs klukkan átta í kvöld í Bíó Paradís. Eftir sýningu myndarinnar munu Poitras og Kristinn Hrafnsson svara spurningum áhorfenda auk þess sem Pointas mun vera með ókeypis masterclass á vegum kvimyndarhátíðarinnar sem einnig fer fram í Bíó Paradís og hefst klukkan þrjú í dag. Óskarinn Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað en mig hefur lengi langað til þess að koma. Það er frábært að sýna myndina hér og ég veit að það er mikill stuðningur við Ed hér á Íslandi, svo það er frábært,“ segir Laura Poitras, leikstjóri heimildarmyndarinnar Citizenfour sem fjallar um Edward Snowden og opinberun gagna Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA) árið 2013. Hún er stödd hér vegna frumsýningar myndarinnar hér á landi á kvikmyndahátíðinni Shorts & Docs. Citizenfour hlaut Óskarsverðlaun sem besta heimildarmyndin í febrúar og segir Poitras verðlaunin hafa komið sér talsvert á óvart. „Það kom mjög á óvart, þegar við vorum í Hong Kong voru það ekki verðlaunin sem við höfðum áhyggjur af, það voru meira aðkallandi hlutir,“ segir hún alvarleg en stærstur hluti myndarinnar gerist í borginni og fylgir hún Snowden eftir frá því fyrstu gögnin voru birt. Snowden er sem stendur með pólitískt hæli í Rússlandi og segir Poitras þau halda sambandi. Poitras hefur alltaf verið meðvituð um það að nota samskiptatækni og internetið á ábyrgan hátt, en hún hafi aukið við meðvitund sína og varúðarráðstafanir eftir að hafa komist í samband við Snowden. Einnig var hún verið sett á sérstakan eftirlitslista í kjölfar útgáfu myndarinnar sem hafi meðal annars gert ferðalög erfið. Þrátt fyrir það sem flestir gætu haldið var það að gerast kvikmyndagerðarkona og leikstjóri sem tekur gríðarlegar áhættur við það að færa almenum borgurum sannleikann ekki það sem Pointras stefndi alltaf að því hún starfaði á öðrum vettvangi í talsverðan tíma áður en hún lagði kvikmyndagerð fyrir sig.Kristinn Hrafnsson og Laura Poitras munu sitja fyrir svörum eftir sýningu myndarinnar í kvöld.Mynd/IngiR.Ingason„Ég var kokkur í tíu ár og tók námskeið í kvikmyndagerð meðfram og varð virkilega heilluð af því,“ segir hún. „Þegar ég byrjaði að gera myndir gerði ég mjög abstrakt myndir. Ég er feimin og ég sá aldrei fyrir mér að ég myndi fara inn í líf fólks og segja frá því á þennan máta,“ segir hún afslöppuð en næsta verkefni hennar verður sýning í Whitney Museum of American Art og segir hún efnistök sýningarinnar tengd þeim sem fjallað er um í Citizenfour, þó uppsetningin sé á annan máta. Citizenfour er sýnd á kvikmyndahátíðinni Shorts & Docs klukkan átta í kvöld í Bíó Paradís. Eftir sýningu myndarinnar munu Poitras og Kristinn Hrafnsson svara spurningum áhorfenda auk þess sem Pointas mun vera með ókeypis masterclass á vegum kvimyndarhátíðarinnar sem einnig fer fram í Bíó Paradís og hefst klukkan þrjú í dag.
Óskarinn Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira