Íbúar Kaliforníu spara við sig vatnið Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. apríl 2015 06:00 Tóm vatnsþró í hæðunum fyrir ofan Los Angeles. Nordicphotos/AFP „Þetta krefst aðgerða og breytingar á hegðun fólks allt frá landamærum Oregon suður til landamæra Mexíkó,“ segir Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, um nýjar reglur um vatnsnotkun í Kaliforníu. Í síðustu viku skipaði hann svo fyrir að draga eigi úr vatnsnotkun í ríkinu um 25 prósent vegna hinnar miklu þurrkatíðar, sem verið hefur í landinu þrjú ár í röð. „Þetta hefur áhrif á grasflatirnar okkar og þetta hefur áhrif á fólk, hve lengi fólk getur verið í sturtu og hvernig fyrirtæki nota vatn,“ hafa fjölmiðlar eftir ríkisstjóranum. Eftir þrjú erfið þurrkaár í röð spá veðurfræðingar því nú að þetta ár verði hið fjórða í röðinni, og það verði enn verra en þrjú síðustu árin. „Ég get sagt ykkur það, héðan frá Kaliforníu, að loftslagsbreytingarnar eru ekkert plat,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali á sunnudaginn. „Við erum að takast á við þær, og þær eru andskoti alvarlegar.“ Þurrkatíð er ekki óalgeng í Kaliforníu en langt er síðan fjögur erfið þurrkaár hafa komið í röð. Ekki er vitað nákvæmlega hvaða þátt hlýnun jarðar á í þessu ástandi, en þó er vitað að hlýnunin gerir þurrkana erfiðari viðureignar en annars væri, bæði vegna þess að vatn gufar hraðar upp úr vatnsbólum og jarðvegi og vegna þess að aukinn hiti eykur líkurnar á gróðureldum. Í síðasta mánuði skrifaði Jay Famiglietti, vísindamaður hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA, grein í dagblaðið Los Angeles Times þar sem hann spáir því að vatnsbirgðir Kaliforníu muni duga til eins árs. Hann segir vandann mega rekja lengra aftur í tímann en til síðustu þriggja þurrkaára „Gögn NASA benda til þess að heildarvatnsforði í Kaliforníu hafi verið að minnka jafnt og þétt að minnsta kosti frá árinu 2002, þegar eftirlit úr gervihnöttum hófst,“ skrifar Famiglietti. Einungis lítið brot af öllu því vatni, sem Kaliforníubúar nota, fer til daglegrar neyslu á heimilum og í fyrirtækjum. Megnið fer til landbúnaðar, en í Kaliforníu er framleiddur helmingurinn af öllum þeim ávöxtum og öllu því grænmeti sem framleitt er í Bandaríkjunum. Loftslagsmál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
„Þetta krefst aðgerða og breytingar á hegðun fólks allt frá landamærum Oregon suður til landamæra Mexíkó,“ segir Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, um nýjar reglur um vatnsnotkun í Kaliforníu. Í síðustu viku skipaði hann svo fyrir að draga eigi úr vatnsnotkun í ríkinu um 25 prósent vegna hinnar miklu þurrkatíðar, sem verið hefur í landinu þrjú ár í röð. „Þetta hefur áhrif á grasflatirnar okkar og þetta hefur áhrif á fólk, hve lengi fólk getur verið í sturtu og hvernig fyrirtæki nota vatn,“ hafa fjölmiðlar eftir ríkisstjóranum. Eftir þrjú erfið þurrkaár í röð spá veðurfræðingar því nú að þetta ár verði hið fjórða í röðinni, og það verði enn verra en þrjú síðustu árin. „Ég get sagt ykkur það, héðan frá Kaliforníu, að loftslagsbreytingarnar eru ekkert plat,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali á sunnudaginn. „Við erum að takast á við þær, og þær eru andskoti alvarlegar.“ Þurrkatíð er ekki óalgeng í Kaliforníu en langt er síðan fjögur erfið þurrkaár hafa komið í röð. Ekki er vitað nákvæmlega hvaða þátt hlýnun jarðar á í þessu ástandi, en þó er vitað að hlýnunin gerir þurrkana erfiðari viðureignar en annars væri, bæði vegna þess að vatn gufar hraðar upp úr vatnsbólum og jarðvegi og vegna þess að aukinn hiti eykur líkurnar á gróðureldum. Í síðasta mánuði skrifaði Jay Famiglietti, vísindamaður hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA, grein í dagblaðið Los Angeles Times þar sem hann spáir því að vatnsbirgðir Kaliforníu muni duga til eins árs. Hann segir vandann mega rekja lengra aftur í tímann en til síðustu þriggja þurrkaára „Gögn NASA benda til þess að heildarvatnsforði í Kaliforníu hafi verið að minnka jafnt og þétt að minnsta kosti frá árinu 2002, þegar eftirlit úr gervihnöttum hófst,“ skrifar Famiglietti. Einungis lítið brot af öllu því vatni, sem Kaliforníubúar nota, fer til daglegrar neyslu á heimilum og í fyrirtækjum. Megnið fer til landbúnaðar, en í Kaliforníu er framleiddur helmingurinn af öllum þeim ávöxtum og öllu því grænmeti sem framleitt er í Bandaríkjunum.
Loftslagsmál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira