Milljónum rignir yfir íslensk lið í Evrópu í sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. apríl 2015 08:00 Sigurmark Ólafs Karls Finnssonar gegn FH tryggir Stjörnunni a.m.k. 81 milljón. vísir/Andri marinó Liðin fjögur í Pepsi-deild karla í fótbolta sem nældu sér í Evrópusæti á síðustu leiktíð þurfa að fara að búa til pláss á bankareikningnum fyrir milljónirnar sem mun rigna yfir þau í sumar. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, í samstarfi við samband félagsliða í álfunni, ECA, stóð að verulegri hækkun á verðlaunafé í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni, jafnt í aðalkeppnunum sem forkeppnunum. Hækkunin í Evrópudeildinni er veruleg og er bilið nú minna á milli hennar og Meistaradeildarinnar. Í heildina er hækkunin í Evrópudeildinni 65 prósent. Íslandsmeistarar Stjörnunnar tvöfalda verðlaunaféð sem þeir fengu í Evrópudeildinni í fyrra bara með því að mæta til leiks í Meistaradeildinni. Stjarnan háði fjögur einvígi í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð og fékk fyrir það í heildina 530 þúsund evrur eða sem nemur 78 milljónum króna á núvirði. Stjarnan fær 300 þúsund evrur (45 milljónir króna) fyrir komandi einvígi sitt í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar auk þeirra 250 þúsund evra sem öll lið fá sem komast ekki í riðlakeppnina. Það gerir í heildina 550 þúsund evrur eða 81 milljón króna sem Stjarnan fær þótt hún tapi fyrsta einvíginu. Bikarmeistarar KR, FH og Víkingur fara í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar og fá fyrir það miklu meira en áður. Í fyrra fengu liðin í fyrstu umferðinni 120 þúsund evrur eða 18 milljónir króna og 130 þúsund evrur fyrir umferðina á eftir því. Nú fá þessi lið 200 þúsund evrur fyrir leikinn í fyrstu umferðinni en það gera 30 milljónir króna. Komist liðin áfram fá þau 210 þúsund til viðbótar og 220 þúsund komist þau jafnlangt og Stjarnan í fyrra. Þá innbyrða liðin 630 þúsund evrur eða 93 milljónir króna. Sextíu milljónir fá liðin vinni þau eitt einvígi en falli svo úr leik í annarri umferðinni sem er ekki óalgengt hjá íslenskum liðum. Komist eitthvert lið alla leið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, annaðhvort Stjarnan með því að vinna tvö einvígi í meistaradeildinni eða hin þrjú með því að vinna fjóra leiki í forkeppni Evrópudeildarinnar, fara ævintýralegar upphæðir að streyma inn. Öll þau félög sem komust í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fá að minnsta kosti 2,4 milljónir evra eða sem nemur 345 milljónum króna. Við það bætast svo verulegar upphæðir fyrir stigasöfnun. Það er morgunljóst að framvegis verða þau lið sem komast í Evrópukeppni mun betur stæð en áður og verður baráttan um efstu sætin enn mikilvægari sem og bikarkeppnin, en bikarmeistaratitill er öruggt sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Liðin fjögur í Pepsi-deild karla í fótbolta sem nældu sér í Evrópusæti á síðustu leiktíð þurfa að fara að búa til pláss á bankareikningnum fyrir milljónirnar sem mun rigna yfir þau í sumar. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, í samstarfi við samband félagsliða í álfunni, ECA, stóð að verulegri hækkun á verðlaunafé í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni, jafnt í aðalkeppnunum sem forkeppnunum. Hækkunin í Evrópudeildinni er veruleg og er bilið nú minna á milli hennar og Meistaradeildarinnar. Í heildina er hækkunin í Evrópudeildinni 65 prósent. Íslandsmeistarar Stjörnunnar tvöfalda verðlaunaféð sem þeir fengu í Evrópudeildinni í fyrra bara með því að mæta til leiks í Meistaradeildinni. Stjarnan háði fjögur einvígi í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð og fékk fyrir það í heildina 530 þúsund evrur eða sem nemur 78 milljónum króna á núvirði. Stjarnan fær 300 þúsund evrur (45 milljónir króna) fyrir komandi einvígi sitt í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar auk þeirra 250 þúsund evra sem öll lið fá sem komast ekki í riðlakeppnina. Það gerir í heildina 550 þúsund evrur eða 81 milljón króna sem Stjarnan fær þótt hún tapi fyrsta einvíginu. Bikarmeistarar KR, FH og Víkingur fara í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar og fá fyrir það miklu meira en áður. Í fyrra fengu liðin í fyrstu umferðinni 120 þúsund evrur eða 18 milljónir króna og 130 þúsund evrur fyrir umferðina á eftir því. Nú fá þessi lið 200 þúsund evrur fyrir leikinn í fyrstu umferðinni en það gera 30 milljónir króna. Komist liðin áfram fá þau 210 þúsund til viðbótar og 220 þúsund komist þau jafnlangt og Stjarnan í fyrra. Þá innbyrða liðin 630 þúsund evrur eða 93 milljónir króna. Sextíu milljónir fá liðin vinni þau eitt einvígi en falli svo úr leik í annarri umferðinni sem er ekki óalgengt hjá íslenskum liðum. Komist eitthvert lið alla leið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, annaðhvort Stjarnan með því að vinna tvö einvígi í meistaradeildinni eða hin þrjú með því að vinna fjóra leiki í forkeppni Evrópudeildarinnar, fara ævintýralegar upphæðir að streyma inn. Öll þau félög sem komust í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fá að minnsta kosti 2,4 milljónir evra eða sem nemur 345 milljónum króna. Við það bætast svo verulegar upphæðir fyrir stigasöfnun. Það er morgunljóst að framvegis verða þau lið sem komast í Evrópukeppni mun betur stæð en áður og verður baráttan um efstu sætin enn mikilvægari sem og bikarkeppnin, en bikarmeistaratitill er öruggt sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira